„Það gæti borgað sig að horfa til himins í fyrramálið“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. janúar 2020 21:00 Þegar Kvaðrantítar eru í hámarki sjást stundum yfir 100 stjörnuhröp á klukkustund. Mynd/Getty Stjörnufræðivefurinn á Facebook segir frá því að í nótt eða í fyrramálið nái loftsteinadrífan Kvaðrantítar hámarki. Kvaðrantítar standa jafnan stutt yfir og getur verið nokkuð snúið að fylgjast með þeim en búist er við hámarkinu snemma í fyrramálið hér á landi. Þegar Kvaðrantítar eru í hámarki sjást stundum yfir 100 stjörnuhröp á klukkustund. „Ef einhvers staðar sést í heiðan himinn í morgun gæti dýrðin verið býsna falleg með bæði glitskýjum og nokkrum stjörnuhröpum. Það gæti borgað sig að horfa til himins í fyrramálið,“ er meðal annars skrifað á síðuna. „Kvaðrantítar draga nafn sitt af stjörnumerki sem er ekki lengur til: Múrkvaðrantinum (e. Quadrans Muralis). Merkið var búið til árið 1795 úr stjörnum milli stjörnumerkjanna Hjarðmannsins og Drekans. Múrkvaðrantar voru mikið notaðir af stjörnufræðingum fyrri alda, t.d. Tycho Brahe, til að mæla hnit stjarna og kortleggja himinhvolfið,“ segir í færslunni. Kvaðrantíta má, eins og Geminíta, rekja til smástirnis en ekki halastjörnu. Smástirnið nefnist 2003 EH1 en talið er að það sé hluti af kulnaðri halastjörnu sem sundraðist fyrir nokkrum öldum. „Þegar Kvaðrantítar eru í hámarki sjást stundum yfir 100 stjörnuhröp á klukkustund. Hámarkið er oft öflugt en stendur stutt yfir, gjarnan í aðeins fáeinar klukkustundir svo hámarkið þarf að hitta á myrkurstundir til þess að við sjáum drífuna.“ Spár stjörnufræðinga benda til að hámarkið verði í kringum klukkan átta í fyrramálið að íslenskum tíma. „Horfðu til himins í aust-norðaustur fyrir dögun. Finndu Karlsvagninn. Geislapunktur drífunnar er við handfangið á honum. Í kringum þetta svæði ættu flest stjörnuhröpin að sjást.“ Geimurinn Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Sjá meira
Stjörnufræðivefurinn á Facebook segir frá því að í nótt eða í fyrramálið nái loftsteinadrífan Kvaðrantítar hámarki. Kvaðrantítar standa jafnan stutt yfir og getur verið nokkuð snúið að fylgjast með þeim en búist er við hámarkinu snemma í fyrramálið hér á landi. Þegar Kvaðrantítar eru í hámarki sjást stundum yfir 100 stjörnuhröp á klukkustund. „Ef einhvers staðar sést í heiðan himinn í morgun gæti dýrðin verið býsna falleg með bæði glitskýjum og nokkrum stjörnuhröpum. Það gæti borgað sig að horfa til himins í fyrramálið,“ er meðal annars skrifað á síðuna. „Kvaðrantítar draga nafn sitt af stjörnumerki sem er ekki lengur til: Múrkvaðrantinum (e. Quadrans Muralis). Merkið var búið til árið 1795 úr stjörnum milli stjörnumerkjanna Hjarðmannsins og Drekans. Múrkvaðrantar voru mikið notaðir af stjörnufræðingum fyrri alda, t.d. Tycho Brahe, til að mæla hnit stjarna og kortleggja himinhvolfið,“ segir í færslunni. Kvaðrantíta má, eins og Geminíta, rekja til smástirnis en ekki halastjörnu. Smástirnið nefnist 2003 EH1 en talið er að það sé hluti af kulnaðri halastjörnu sem sundraðist fyrir nokkrum öldum. „Þegar Kvaðrantítar eru í hámarki sjást stundum yfir 100 stjörnuhröp á klukkustund. Hámarkið er oft öflugt en stendur stutt yfir, gjarnan í aðeins fáeinar klukkustundir svo hámarkið þarf að hitta á myrkurstundir til þess að við sjáum drífuna.“ Spár stjörnufræðinga benda til að hámarkið verði í kringum klukkan átta í fyrramálið að íslenskum tíma. „Horfðu til himins í aust-norðaustur fyrir dögun. Finndu Karlsvagninn. Geislapunktur drífunnar er við handfangið á honum. Í kringum þetta svæði ættu flest stjörnuhröpin að sjást.“
Geimurinn Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Sjá meira