„Mataræðið er miklu mikilvægara en hreyfingin“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. janúar 2020 23:15 Egill Einarsson íþróttafræðingur ræddi um heilsu í Ísland í dag. Mynd/Stöð2 Líkamsræktarstöðvarnar verða „eins og maurabú“ á mánudaginn sagði íþróttafræðingurinn og einkaþjálfarinn Egill Einarsson í þættinum Ísland í dag. Þar ræddi hann um áramótaheit og bætta heilsu. Þar leggur hann mikla áherslu á mataræðið. Egill segir að líkamsræktarstöðvar landsins fyllist alltaf fyrstu tvær vikurnar í janúar og svo fækki strax aftur. Hann segir að sprengingin byrji fyrsta mánudag janúarmánaðar ár hvert. „Núna er föstudagur og það eru helvíti fáir hérna, en ég get lofað þér því að ef þú kemur hérna á mánudaginn þá verður þetta eins og maurabú,“ segir Egill en viðtalið var tekið í Sporthúsinu þar sem hann starfar. „Það er líka hluti af veseninu. Af hverju fyllist allt í janúar og síðan er fólk fljótt að henda inn handklæðinu. Það er út af þessum hugsunarhætti „Æj ég byrja bara á mánudaginn.“ Fyrir þá sem eru núna að horfa á þetta heima, í gallann og út í göngutúr í hálftíma. Ekki á mánudaginn, núna. Þetta er ekki flókið.“ Egill þjálfar krakka niður í tíu ára aldur og leggur til að danska sé tekin út úr kennsluskrá grunnskóla og næringarfræði sé kennd í staðinn. Mynd/Stöð2 Mikilvægt að hætta að borða rusl Egill talaði um að það sé eðlilegt að missa úr ákveðna daga eða vikur, en það sem mestu máli skiptir sé að heilt yfir hreyfa sig mikið á árinu 2020. „Eins og staðan er á Íslandi í dag er einn þriðji af Íslendingum annað hvort með sykursýki tvö eða forstig af sykursýki tvö. Þetta eru rosalegar tölur. Af hverju er þetta að gerast? Þetta er rosalega einfalt. Fólk er að hreyfa sig mjög lítið og er að borða rusl. Aðalatriðið er að hætta að borða rusl. Mataræðið er miklu mikilvægara en hreyfingin, það er staðan.“ Hann sagði að það sé einfaldlega ekki hægt að hlaupa sig frá slæmu mataræði. „Þessi unnu kolvetni sérstaklega, er það sem er slæmt.“ Egill segir mikilvægt að fá samt ekki samviskubit yfir því að borða eitthvað óhollt, mataræðið eigi bara að vera heilt yfir gott. Hann ráðleggur fólki að fara í gönguferðir. Svo ítrekar hann líka að það sé mikilvægt að lyfta lóðum í bland við þolþjálfun. „Að lyfta lóðum tvisvar til þrisvar í viku væri strax mjög gott.“ Innslagið í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan en þar er líka rætt við aðra þjálfara og einstaklinga á æfingu. Heilsa Ísland í dag Matur Tengdar fréttir „Lykilatriði að hafa í huga að stefna hæfilega hátt“ Bergsveinn Ólafsson gefur góð ráð um áramótaheit. 2. janúar 2020 23:10 Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Fleiri fréttir Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Sjá meira
Líkamsræktarstöðvarnar verða „eins og maurabú“ á mánudaginn sagði íþróttafræðingurinn og einkaþjálfarinn Egill Einarsson í þættinum Ísland í dag. Þar ræddi hann um áramótaheit og bætta heilsu. Þar leggur hann mikla áherslu á mataræðið. Egill segir að líkamsræktarstöðvar landsins fyllist alltaf fyrstu tvær vikurnar í janúar og svo fækki strax aftur. Hann segir að sprengingin byrji fyrsta mánudag janúarmánaðar ár hvert. „Núna er föstudagur og það eru helvíti fáir hérna, en ég get lofað þér því að ef þú kemur hérna á mánudaginn þá verður þetta eins og maurabú,“ segir Egill en viðtalið var tekið í Sporthúsinu þar sem hann starfar. „Það er líka hluti af veseninu. Af hverju fyllist allt í janúar og síðan er fólk fljótt að henda inn handklæðinu. Það er út af þessum hugsunarhætti „Æj ég byrja bara á mánudaginn.“ Fyrir þá sem eru núna að horfa á þetta heima, í gallann og út í göngutúr í hálftíma. Ekki á mánudaginn, núna. Þetta er ekki flókið.“ Egill þjálfar krakka niður í tíu ára aldur og leggur til að danska sé tekin út úr kennsluskrá grunnskóla og næringarfræði sé kennd í staðinn. Mynd/Stöð2 Mikilvægt að hætta að borða rusl Egill talaði um að það sé eðlilegt að missa úr ákveðna daga eða vikur, en það sem mestu máli skiptir sé að heilt yfir hreyfa sig mikið á árinu 2020. „Eins og staðan er á Íslandi í dag er einn þriðji af Íslendingum annað hvort með sykursýki tvö eða forstig af sykursýki tvö. Þetta eru rosalegar tölur. Af hverju er þetta að gerast? Þetta er rosalega einfalt. Fólk er að hreyfa sig mjög lítið og er að borða rusl. Aðalatriðið er að hætta að borða rusl. Mataræðið er miklu mikilvægara en hreyfingin, það er staðan.“ Hann sagði að það sé einfaldlega ekki hægt að hlaupa sig frá slæmu mataræði. „Þessi unnu kolvetni sérstaklega, er það sem er slæmt.“ Egill segir mikilvægt að fá samt ekki samviskubit yfir því að borða eitthvað óhollt, mataræðið eigi bara að vera heilt yfir gott. Hann ráðleggur fólki að fara í gönguferðir. Svo ítrekar hann líka að það sé mikilvægt að lyfta lóðum í bland við þolþjálfun. „Að lyfta lóðum tvisvar til þrisvar í viku væri strax mjög gott.“ Innslagið í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan en þar er líka rætt við aðra þjálfara og einstaklinga á æfingu.
Heilsa Ísland í dag Matur Tengdar fréttir „Lykilatriði að hafa í huga að stefna hæfilega hátt“ Bergsveinn Ólafsson gefur góð ráð um áramótaheit. 2. janúar 2020 23:10 Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Fleiri fréttir Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Sjá meira
„Lykilatriði að hafa í huga að stefna hæfilega hátt“ Bergsveinn Ólafsson gefur góð ráð um áramótaheit. 2. janúar 2020 23:10