Björgunarsveitir hafa sinnt fleiri en 120 verkefnum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. janúar 2020 18:30 Óveður hefur gengið yfir allt landið í dag. Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar rúta með fjórtán innaborðs fauk út af á Kjalarnesi og þá fauk byggingarkrani á hús í Garðabæ og olli miklum skemmdum. Björgunarsveitir sinntu fleiri en hundrað og tuttugu verkefnum á meðan lægðin gekk yfir. Appelsínugular viðvaranir Veðurstofunnar tóku gildi á sunnan-, suðvestan og vestaverðu landinu þegar veður tók að versna snemma í morgun. Vegagerðin virkjaði óvissustig og á tíunda tímanum var lokað fyrir umferð um Mosfells- og Lyngdalsheiði, Þrengsli og Hellisheiði. Þá var vegum á Vesturlandi og sunnanverðum Vestfjörðum einnig lokað. Mjög hvasst var á Kjalarnesi í dag og fóru vindhviður vel yfir 40 metra á sekúndu.Aðsend Fólk skelkað eftir að rúta fór útaf á Kjalarnesi Rétt fyrir klukkan tíu í morgun fengu svo lögregla og björgunarsveitir tilkynningu um að rúta hefði fokið út af Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, rétt ofan við Hvalfjarðargöng. Fjórtán voru um borð og slasaðist enginn. „Fólkið var allt óslasað og í lagi en að sjálfsögðu blotnaði á leiðinni á milli bíla og var talsvert skelkað,“ sagði Anna Filbert, björgunarsveitarmaður í Björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi en hún var með þeim fyrstu á vettvang. Fólkið var flutt á fjöldahjálparstöð í Klébergsskóla ásamt öðrum ökumönnum, sem misst höfðu bíla sína út af veginum í veðurhamnum. Eftir hádegi voru svo allir fluttir í fjöldahjálparstöðinni til Reykjavíkur. Jafn vindur á Kjalarnesi var 26 metrar á sekúndu og fóru hviður vel yfir 40 metra á sekúndu. Undir Hafnarfjalli fóru hviður hátt í fimmtíu metra á sekúndu. Bjrögunarsveitarmenn stóðu vaktina við lokanir sem Vegagerðin setti á.Vísir/Friðrik Vegir lokaðir, röskun á flugi og byggingarkrani hrundi Samgöngur fóru víða úr skorðum og var öllu innanlandsflugi aflýst. Á Keflavíkurflugvelli var komum í morgun flýtt og brottförum eftir hádegi seinkað. Þá var nokkrum flugvélnum snúið frá Keflavíkurflugvelli þar sem ekki var hægt að lenda. Mjög hvasst var á Reykjanesi og um hádegisbil var Reykjanesbraut lokað. Fjölmargir bílar lentu í vandræðum. Töluverð bílaröð myndaðist við álverið í Straumvík á meðan lokunin var í gildi. Á Reykjanesbraut sló í 28 metra á sekúndu í jöfnum vindi. Á þriðja tug verkefna kom inn á borð aðgerðarstjórnar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meðal annars féll byggingarkrani í hús í Urriðaholti í Garðabæ. „Ég var hérna í bílnum, undir krananum, þegar þetta gerðist. Horfði á hann fara yfir,“ Þak hússins er illa farið eftir að kraninn féll og þá skemmdist bíl sem stóð framan við húsið.Vísir/Friðrik Mikil læti þegar kraninn féll „Já það voru drunur inni, ég var að tala við konuna og krakkarnir voru skíthræddir,“ segir Magnús.Sástu það fyrir að þetta mundi gerast? „Ég hringdi í verktakann, ég sá að það var svona hreyfing á honum og um leið og hann skellti á þá fór hann yfir,“ segir Magnús.Er þetta mikið tjón? „Það held ég. Þakið er ónýtt,“ segir Magnús en auk þess skemmdist bíll í hans eigu. Lítil umferð var um tíma á höfuðborgarsvæðinu á meðan lægðin gekk yfir.Vísir/Friðrik Björgunarsveitarmenn sinntu fleiri en 120 verkefnum Hundrað sjötíu og tveir björgunarsveitarmenn sinntu verkefnum á suðvesturhorni landsins og voru verkefnin um hundrað og tuttugu. Um miðjan dag var svo opnað aftur fyrir umferð um Reykjanesbraut og Vesturlandsveg, þegar veður tók að ganga niður en á sama tíma fóru vegir norðanlands að loka. Þar og fyrir austan voru gular viðvaranir í gildi. Ef spár Veðurstofunnar ganga eftir átti veðrið að vera gengið niður á öllu landinu klukkan sex í kvöld. Björgunarsveitir Lögreglumál Veður Tengdar fréttir Rúta fór út af á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi Slæm færð er víðast hvar um land. 4. janúar 2020 09:55 Aðstæður mjög slæmar þar sem rútan fór út af og fjöldi annarra bíla utan vegar Aðstæður eru mjög erfiðar á Vesturlandsvegi og hafa þó nokkrir fólksbílar farið út af á nærliggjandi svæði í dag. Farþegar rútunnar sem fór út af veginum á tíunda tímanum eru óslasaðir og hafa verið fluttir í fjöldahjálparstöð á Kjalarnesi. 4. janúar 2020 11:24 Fyrsta útkallið í óveðrinu kom í nótt Óveður gengur nú yfir landið allt og eru appelsínugular og gular veðurviðvaranir í gildi á landinu. 4. janúar 2020 13:15 Segir algjörlega blint á köflum á Reykjanesbraut Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til ökumanna að fara varlega og gera ráð fyrir slæmu veðri á Reykjanesbrautinni sem eigi að öllum líkindum eftir að versna á næstu klukkustundum. 4. janúar 2020 08:43 „Óveður fram á kvöld“ Eftir hádegi mun úrkoma snúast úr snjó yfir í rigningu. Mun þá vaxa í ám og lækjum og ágætt er að huga að niðurföllum til þess að tryggja að vatn eigi greiða leið þar um. 4. janúar 2020 11:38 Horfði á kranann falla á heimilið rétt eftir að hann hringdi í verktakann Betur fór en á horfðist þegar stór byggingakrani féll á einbýlishús í Urriðaholti í Garðabæ um hádegi í dag. 4. janúar 2020 14:51 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Fleiri fréttir Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Sjá meira
Óveður hefur gengið yfir allt landið í dag. Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar rúta með fjórtán innaborðs fauk út af á Kjalarnesi og þá fauk byggingarkrani á hús í Garðabæ og olli miklum skemmdum. Björgunarsveitir sinntu fleiri en hundrað og tuttugu verkefnum á meðan lægðin gekk yfir. Appelsínugular viðvaranir Veðurstofunnar tóku gildi á sunnan-, suðvestan og vestaverðu landinu þegar veður tók að versna snemma í morgun. Vegagerðin virkjaði óvissustig og á tíunda tímanum var lokað fyrir umferð um Mosfells- og Lyngdalsheiði, Þrengsli og Hellisheiði. Þá var vegum á Vesturlandi og sunnanverðum Vestfjörðum einnig lokað. Mjög hvasst var á Kjalarnesi í dag og fóru vindhviður vel yfir 40 metra á sekúndu.Aðsend Fólk skelkað eftir að rúta fór útaf á Kjalarnesi Rétt fyrir klukkan tíu í morgun fengu svo lögregla og björgunarsveitir tilkynningu um að rúta hefði fokið út af Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, rétt ofan við Hvalfjarðargöng. Fjórtán voru um borð og slasaðist enginn. „Fólkið var allt óslasað og í lagi en að sjálfsögðu blotnaði á leiðinni á milli bíla og var talsvert skelkað,“ sagði Anna Filbert, björgunarsveitarmaður í Björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi en hún var með þeim fyrstu á vettvang. Fólkið var flutt á fjöldahjálparstöð í Klébergsskóla ásamt öðrum ökumönnum, sem misst höfðu bíla sína út af veginum í veðurhamnum. Eftir hádegi voru svo allir fluttir í fjöldahjálparstöðinni til Reykjavíkur. Jafn vindur á Kjalarnesi var 26 metrar á sekúndu og fóru hviður vel yfir 40 metra á sekúndu. Undir Hafnarfjalli fóru hviður hátt í fimmtíu metra á sekúndu. Bjrögunarsveitarmenn stóðu vaktina við lokanir sem Vegagerðin setti á.Vísir/Friðrik Vegir lokaðir, röskun á flugi og byggingarkrani hrundi Samgöngur fóru víða úr skorðum og var öllu innanlandsflugi aflýst. Á Keflavíkurflugvelli var komum í morgun flýtt og brottförum eftir hádegi seinkað. Þá var nokkrum flugvélnum snúið frá Keflavíkurflugvelli þar sem ekki var hægt að lenda. Mjög hvasst var á Reykjanesi og um hádegisbil var Reykjanesbraut lokað. Fjölmargir bílar lentu í vandræðum. Töluverð bílaröð myndaðist við álverið í Straumvík á meðan lokunin var í gildi. Á Reykjanesbraut sló í 28 metra á sekúndu í jöfnum vindi. Á þriðja tug verkefna kom inn á borð aðgerðarstjórnar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meðal annars féll byggingarkrani í hús í Urriðaholti í Garðabæ. „Ég var hérna í bílnum, undir krananum, þegar þetta gerðist. Horfði á hann fara yfir,“ Þak hússins er illa farið eftir að kraninn féll og þá skemmdist bíl sem stóð framan við húsið.Vísir/Friðrik Mikil læti þegar kraninn féll „Já það voru drunur inni, ég var að tala við konuna og krakkarnir voru skíthræddir,“ segir Magnús.Sástu það fyrir að þetta mundi gerast? „Ég hringdi í verktakann, ég sá að það var svona hreyfing á honum og um leið og hann skellti á þá fór hann yfir,“ segir Magnús.Er þetta mikið tjón? „Það held ég. Þakið er ónýtt,“ segir Magnús en auk þess skemmdist bíll í hans eigu. Lítil umferð var um tíma á höfuðborgarsvæðinu á meðan lægðin gekk yfir.Vísir/Friðrik Björgunarsveitarmenn sinntu fleiri en 120 verkefnum Hundrað sjötíu og tveir björgunarsveitarmenn sinntu verkefnum á suðvesturhorni landsins og voru verkefnin um hundrað og tuttugu. Um miðjan dag var svo opnað aftur fyrir umferð um Reykjanesbraut og Vesturlandsveg, þegar veður tók að ganga niður en á sama tíma fóru vegir norðanlands að loka. Þar og fyrir austan voru gular viðvaranir í gildi. Ef spár Veðurstofunnar ganga eftir átti veðrið að vera gengið niður á öllu landinu klukkan sex í kvöld.
Björgunarsveitir Lögreglumál Veður Tengdar fréttir Rúta fór út af á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi Slæm færð er víðast hvar um land. 4. janúar 2020 09:55 Aðstæður mjög slæmar þar sem rútan fór út af og fjöldi annarra bíla utan vegar Aðstæður eru mjög erfiðar á Vesturlandsvegi og hafa þó nokkrir fólksbílar farið út af á nærliggjandi svæði í dag. Farþegar rútunnar sem fór út af veginum á tíunda tímanum eru óslasaðir og hafa verið fluttir í fjöldahjálparstöð á Kjalarnesi. 4. janúar 2020 11:24 Fyrsta útkallið í óveðrinu kom í nótt Óveður gengur nú yfir landið allt og eru appelsínugular og gular veðurviðvaranir í gildi á landinu. 4. janúar 2020 13:15 Segir algjörlega blint á köflum á Reykjanesbraut Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til ökumanna að fara varlega og gera ráð fyrir slæmu veðri á Reykjanesbrautinni sem eigi að öllum líkindum eftir að versna á næstu klukkustundum. 4. janúar 2020 08:43 „Óveður fram á kvöld“ Eftir hádegi mun úrkoma snúast úr snjó yfir í rigningu. Mun þá vaxa í ám og lækjum og ágætt er að huga að niðurföllum til þess að tryggja að vatn eigi greiða leið þar um. 4. janúar 2020 11:38 Horfði á kranann falla á heimilið rétt eftir að hann hringdi í verktakann Betur fór en á horfðist þegar stór byggingakrani féll á einbýlishús í Urriðaholti í Garðabæ um hádegi í dag. 4. janúar 2020 14:51 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Fleiri fréttir Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Sjá meira
Rúta fór út af á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi Slæm færð er víðast hvar um land. 4. janúar 2020 09:55
Aðstæður mjög slæmar þar sem rútan fór út af og fjöldi annarra bíla utan vegar Aðstæður eru mjög erfiðar á Vesturlandsvegi og hafa þó nokkrir fólksbílar farið út af á nærliggjandi svæði í dag. Farþegar rútunnar sem fór út af veginum á tíunda tímanum eru óslasaðir og hafa verið fluttir í fjöldahjálparstöð á Kjalarnesi. 4. janúar 2020 11:24
Fyrsta útkallið í óveðrinu kom í nótt Óveður gengur nú yfir landið allt og eru appelsínugular og gular veðurviðvaranir í gildi á landinu. 4. janúar 2020 13:15
Segir algjörlega blint á köflum á Reykjanesbraut Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til ökumanna að fara varlega og gera ráð fyrir slæmu veðri á Reykjanesbrautinni sem eigi að öllum líkindum eftir að versna á næstu klukkustundum. 4. janúar 2020 08:43
„Óveður fram á kvöld“ Eftir hádegi mun úrkoma snúast úr snjó yfir í rigningu. Mun þá vaxa í ám og lækjum og ágætt er að huga að niðurföllum til þess að tryggja að vatn eigi greiða leið þar um. 4. janúar 2020 11:38
Horfði á kranann falla á heimilið rétt eftir að hann hringdi í verktakann Betur fór en á horfðist þegar stór byggingakrani féll á einbýlishús í Urriðaholti í Garðabæ um hádegi í dag. 4. janúar 2020 14:51