Segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns Nadine Guðrún Yaghi og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 5. janúar 2020 19:38 Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum börnum sínum, stafi engin hætta af því að búa með föður sínum. Lögfræðingur móður segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns. Maðurinn var um miðjan október dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir endurtekin kynferðisbrot gegn barni sínu, sem nú er fullorðið, þegar það var á aldrinum 4 til 11 ára. Hann bíður nú afplánunar - sem gæti dregist í marga mánuði þar sem maðurinn hefur áfrýjað dómnum. Kona sem á þrjú önnur börn með manninum óttast nú mjög um þrettán ára barn sitt sem býr hjá manninum og hann fer með forsjá yfir. Hin tvö eru lögráða. „Fljótlega eftir að dómurinn var kveðinn upp fékk barnaverndarnefnd fjölmargar tilkynningar þar sem við vorum að vekja athygli nefndarinnar á svívirðilegu kynferðisbroti forsjáraðilar og við vorum að hafa uppi þá kröfu að nefndin myndi beita sínum heimildum til að taka drenginn af heimilinu,“ segir Kristinn Svansson, lögfræðingur móðurinnar. Það hafi gengið illa. Kristinn og móðirin áttu fund með barnaverndarnefnd Reykjavíkur í lok desember þar sem þeim var tjáð að til stæði að loka málinu. „Þar sem það var ekki leitt í ljós á þessu stigi að drengurinn væri í hættu á neinni misnotkun af hálfu forsjáraðilans,“ segir Kristinn. Það skjóti skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns. „Ég hugsa að flestir myndu taka undir það að um leið og þú gerist sekur um jafn alvarlegt brot og þetta að þá er einfaldlega þín forsjárhæfni runnin út í sandinn og þetta er sú barátta sem við höfum verið í við nefndina sem telur sig ekki hafa lagaheimildir í málinu.“ Því sé hann ósammála en hann telur barnaverndarnefndir hafa heimild til að aðhafast í slíkum málum. Kristinn segir að móðirin, sem hefur sótt um forsjá en ekki fengið hana, sé mjög áhyggjufull. „Maður getur rétt ímyndað sér hvað hún er að ganga í gegn um vitandi af syni sínum í umsjá þessa manns og hún veit ekkert hvað fer fram þar. Það sem móðirin vill fyrst og fremst er að barninu verði komið í öruggt skjól,“ segir Kristinn. Hann segir jafnframt að hafi barnaverndarnefndir ekki lagaheimild til að bregðast við, sé nauðsynlegt að breyta lögunum. „Og það sem allra fyrst því það verða að vera fyrir hendi heimildir til að bregðast við málum af þessum toga.“ Barnavernd Dómsmál Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum börnum sínum, stafi engin hætta af því að búa með föður sínum. Lögfræðingur móður segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns. Maðurinn var um miðjan október dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir endurtekin kynferðisbrot gegn barni sínu, sem nú er fullorðið, þegar það var á aldrinum 4 til 11 ára. Hann bíður nú afplánunar - sem gæti dregist í marga mánuði þar sem maðurinn hefur áfrýjað dómnum. Kona sem á þrjú önnur börn með manninum óttast nú mjög um þrettán ára barn sitt sem býr hjá manninum og hann fer með forsjá yfir. Hin tvö eru lögráða. „Fljótlega eftir að dómurinn var kveðinn upp fékk barnaverndarnefnd fjölmargar tilkynningar þar sem við vorum að vekja athygli nefndarinnar á svívirðilegu kynferðisbroti forsjáraðilar og við vorum að hafa uppi þá kröfu að nefndin myndi beita sínum heimildum til að taka drenginn af heimilinu,“ segir Kristinn Svansson, lögfræðingur móðurinnar. Það hafi gengið illa. Kristinn og móðirin áttu fund með barnaverndarnefnd Reykjavíkur í lok desember þar sem þeim var tjáð að til stæði að loka málinu. „Þar sem það var ekki leitt í ljós á þessu stigi að drengurinn væri í hættu á neinni misnotkun af hálfu forsjáraðilans,“ segir Kristinn. Það skjóti skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns. „Ég hugsa að flestir myndu taka undir það að um leið og þú gerist sekur um jafn alvarlegt brot og þetta að þá er einfaldlega þín forsjárhæfni runnin út í sandinn og þetta er sú barátta sem við höfum verið í við nefndina sem telur sig ekki hafa lagaheimildir í málinu.“ Því sé hann ósammála en hann telur barnaverndarnefndir hafa heimild til að aðhafast í slíkum málum. Kristinn segir að móðirin, sem hefur sótt um forsjá en ekki fengið hana, sé mjög áhyggjufull. „Maður getur rétt ímyndað sér hvað hún er að ganga í gegn um vitandi af syni sínum í umsjá þessa manns og hún veit ekkert hvað fer fram þar. Það sem móðirin vill fyrst og fremst er að barninu verði komið í öruggt skjól,“ segir Kristinn. Hann segir jafnframt að hafi barnaverndarnefndir ekki lagaheimild til að bregðast við, sé nauðsynlegt að breyta lögunum. „Og það sem allra fyrst því það verða að vera fyrir hendi heimildir til að bregðast við málum af þessum toga.“
Barnavernd Dómsmál Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira