Minni losun í Bandaríkjunum vegna samdráttar í kolanotkun Kjartan Kjartansson skrifar 7. janúar 2020 11:25 Kolaorkuver í Illinois í Bandaríkjunum. Aukin losun vegna bruna á jarðgasi vó að miklu leyti upp á móti samdrætti í kolanotkun. Vísir/EPA Losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum dróst saman um 2,1% í fyrra samkvæmt mati einkarekinnar ráðgjafastofu. Samdrátturinn er rakinn nær alfarið til hríðminnkandi kolanotkunar sem hefur ekki verið minni í rúm fjörutíu ár. Notkun á kolum dróst saman um 18% í Bandaríkjunum í fyrra borið saman við árið áður þegar hún jókst nokkuð. Ekki hefur verið minna brennt af kolum í landinu frá árinu 1975 samkvæmt mati Rhodium-hópsins sem Washington Post segir frá. Vaxandi losun vegna bruna á ódýru jarðgasi vó að miklu leyti upp á móti samdrættinum í kolum og losun frá samgöngum stóð nánast í stað. Meira var losað frá byggingum, iðnaði og öðrum þáttum hagkerfisins í fyrra en árið áður. Trevor Houser, yfirmaður orku- og loftslagsteymis Rhodium-hópsins, segir að þrátt fyrir að losun frá orkuframleiðslu hafi aldrei minnkað jafnmikið og í fyrra stefni í að Bandaríkin nái hvorki markmiðum sem sett voru á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn árið 2009 né í Parísarsamkomulaginu nema veruleg stefnubreyting eigi sér stað á næstunni. Bandaríkin settu sér það markmið að draga úr losun árið 2005 um 17% með samkomulagi sem var gert í Kaupmannahöfn fyrir áratug. Í fyrra var losunin 12% minni en árið 2005. Það er ennfremur víðsfjarri þeim 26-28% samdrætti sem Bandaríkin ætluðu að ná fyrir 2025 samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Að óbreyttu ganga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu skömmu eftir forsetakosningarnar í nóvember samkvæmt ákvörðun Donalds Trump forseta. Ríkisstjórn hans hefur jafnframt unnið að því að veikja og afnema reglugerðir og aðgerðir sem áttu að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Um 11% af heimslosun á gróðurhúsalofttegundum kemur frá Bandaríkjunum. Losun þeirra jókst um 2,7% árið 2018 miðað við árið á undan. Í fyrra var losun Bandaríkjanna nokkuð hærri en hún var undir lok árs 2016. Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Október sá næst heitasti frá upphafi mælinga Síðasti mánuður var næst heitasti októbermánuðurinn á jörðinni frá því að mælingar hófust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bandarísku haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) sem byggir á gögnum sem ná aftur til ársins 1880. 18. nóvember 2019 19:50 Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nær nýjum hæðum Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. 25. nóvember 2019 13:45 Evrópuþingið lýsir yfir „neyðarástandi í loftslagsmálum“ Meirihluti þingmanna á Evrópuþinginu samþykkti í morgun yfirlýsingu þar sem "neyðarástandi í loftslagsmálum“ er lýst yfir. 28. nóvember 2019 13:54 Önnur ríki harma uppsögn Bandaríkjanna á Parísarsamkomulaginu Bandaríkin eru einn stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum og fór losun þar vaxandi í fyrra. 5. nóvember 2019 12:42 Guterres ósáttur við aðgerðaleysi sumra ríkja Fulltrúar nærri 200 ríkja eru mættir á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hófst í Madríd í dag. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði viðbrögðin við loftslagsvánni hafa valdið sér vonbrigðum. 2. desember 2019 19:00 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum dróst saman um 2,1% í fyrra samkvæmt mati einkarekinnar ráðgjafastofu. Samdrátturinn er rakinn nær alfarið til hríðminnkandi kolanotkunar sem hefur ekki verið minni í rúm fjörutíu ár. Notkun á kolum dróst saman um 18% í Bandaríkjunum í fyrra borið saman við árið áður þegar hún jókst nokkuð. Ekki hefur verið minna brennt af kolum í landinu frá árinu 1975 samkvæmt mati Rhodium-hópsins sem Washington Post segir frá. Vaxandi losun vegna bruna á ódýru jarðgasi vó að miklu leyti upp á móti samdrættinum í kolum og losun frá samgöngum stóð nánast í stað. Meira var losað frá byggingum, iðnaði og öðrum þáttum hagkerfisins í fyrra en árið áður. Trevor Houser, yfirmaður orku- og loftslagsteymis Rhodium-hópsins, segir að þrátt fyrir að losun frá orkuframleiðslu hafi aldrei minnkað jafnmikið og í fyrra stefni í að Bandaríkin nái hvorki markmiðum sem sett voru á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn árið 2009 né í Parísarsamkomulaginu nema veruleg stefnubreyting eigi sér stað á næstunni. Bandaríkin settu sér það markmið að draga úr losun árið 2005 um 17% með samkomulagi sem var gert í Kaupmannahöfn fyrir áratug. Í fyrra var losunin 12% minni en árið 2005. Það er ennfremur víðsfjarri þeim 26-28% samdrætti sem Bandaríkin ætluðu að ná fyrir 2025 samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Að óbreyttu ganga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu skömmu eftir forsetakosningarnar í nóvember samkvæmt ákvörðun Donalds Trump forseta. Ríkisstjórn hans hefur jafnframt unnið að því að veikja og afnema reglugerðir og aðgerðir sem áttu að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Um 11% af heimslosun á gróðurhúsalofttegundum kemur frá Bandaríkjunum. Losun þeirra jókst um 2,7% árið 2018 miðað við árið á undan. Í fyrra var losun Bandaríkjanna nokkuð hærri en hún var undir lok árs 2016.
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Október sá næst heitasti frá upphafi mælinga Síðasti mánuður var næst heitasti októbermánuðurinn á jörðinni frá því að mælingar hófust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bandarísku haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) sem byggir á gögnum sem ná aftur til ársins 1880. 18. nóvember 2019 19:50 Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nær nýjum hæðum Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. 25. nóvember 2019 13:45 Evrópuþingið lýsir yfir „neyðarástandi í loftslagsmálum“ Meirihluti þingmanna á Evrópuþinginu samþykkti í morgun yfirlýsingu þar sem "neyðarástandi í loftslagsmálum“ er lýst yfir. 28. nóvember 2019 13:54 Önnur ríki harma uppsögn Bandaríkjanna á Parísarsamkomulaginu Bandaríkin eru einn stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum og fór losun þar vaxandi í fyrra. 5. nóvember 2019 12:42 Guterres ósáttur við aðgerðaleysi sumra ríkja Fulltrúar nærri 200 ríkja eru mættir á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hófst í Madríd í dag. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði viðbrögðin við loftslagsvánni hafa valdið sér vonbrigðum. 2. desember 2019 19:00 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Október sá næst heitasti frá upphafi mælinga Síðasti mánuður var næst heitasti októbermánuðurinn á jörðinni frá því að mælingar hófust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bandarísku haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) sem byggir á gögnum sem ná aftur til ársins 1880. 18. nóvember 2019 19:50
Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nær nýjum hæðum Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. 25. nóvember 2019 13:45
Evrópuþingið lýsir yfir „neyðarástandi í loftslagsmálum“ Meirihluti þingmanna á Evrópuþinginu samþykkti í morgun yfirlýsingu þar sem "neyðarástandi í loftslagsmálum“ er lýst yfir. 28. nóvember 2019 13:54
Önnur ríki harma uppsögn Bandaríkjanna á Parísarsamkomulaginu Bandaríkin eru einn stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum og fór losun þar vaxandi í fyrra. 5. nóvember 2019 12:42
Guterres ósáttur við aðgerðaleysi sumra ríkja Fulltrúar nærri 200 ríkja eru mættir á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hófst í Madríd í dag. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði viðbrögðin við loftslagsvánni hafa valdið sér vonbrigðum. 2. desember 2019 19:00