Héraðið keppir um stór peningaverðlaun í Svíþjóð Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2020 14:45 Arndís Hrönn Egilsdóttir fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni. mynd/margrét seema Takyar Héraðið, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, verður á meðal átta mynda sem keppa um Drekaverðlaunin. Um er að ræða peningaverðlaun sem svara til einnar milljónar sænskra króna, um þrettán milljón íslenskra króna. Verðlaunin verða veitt á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem fer fram dagana 24. janúar til 3. febrúar. Hátíðin er sú stærsta á norðurlöndunum og verður nú haldin í 43. skipti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum Héraðsins. Aðrar myndir í aðalkeppninni í ár eru Disco eftir Jorunn Myklebust Syversen, Beware of Children eftir Dag Johan Haugerud, A Perfectly Normal Family eftir Malou Reymann, Games People Play eftir Jenni Toivoniemi, Uje eftir Henrik Schyffert, Charter eftir Amanda Kernell og Psychosis in Stockholm eftir Maria Back. Nú þegar er ljóst að leikarinn Stellan Skarsgård, sem vann til Golden Globe verðlauna nýverið fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni Chernobyl, hlýtur heiðursverðlaunin Nordic Honorary Dragon Award í ár. Tvisvar sinnum hefur íslensk mynd unnið verðlaunin en það voru myndir Dags Kára Péturssonar, Voksne Mennesker (2006) og Nói Albinói (2003). „Það er mikill heiður fyrir okkur að keppa um Drekaverðlaunin. Ég hef áður sýnt myndir á hátíðinni en þetta er í fyrsta skipti sem ég er með mynd í aðalkeppninni, þannig að maður er óneitanlega spenntur,” segir Grímur Hákonarson. Héraðið hefur verið á ferð og flugi frá því að hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í september sl. Hún hefur verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Evrópu, Bandaríkjunum, Indlandi, Kína og víðar. Héraðið gerist í litlu samfélagi og segir sögu Ingu (Arndís Hrönn Egilsdóttir), miðaldra kúabónda, sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Hún reynir að fá aðra bændur í lið með sér en það gengur erfiðlega þar sem kaupfélagið hefur sterk ítök í sveitinni. Bíó og sjónvarp Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Héraðið, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, verður á meðal átta mynda sem keppa um Drekaverðlaunin. Um er að ræða peningaverðlaun sem svara til einnar milljónar sænskra króna, um þrettán milljón íslenskra króna. Verðlaunin verða veitt á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem fer fram dagana 24. janúar til 3. febrúar. Hátíðin er sú stærsta á norðurlöndunum og verður nú haldin í 43. skipti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum Héraðsins. Aðrar myndir í aðalkeppninni í ár eru Disco eftir Jorunn Myklebust Syversen, Beware of Children eftir Dag Johan Haugerud, A Perfectly Normal Family eftir Malou Reymann, Games People Play eftir Jenni Toivoniemi, Uje eftir Henrik Schyffert, Charter eftir Amanda Kernell og Psychosis in Stockholm eftir Maria Back. Nú þegar er ljóst að leikarinn Stellan Skarsgård, sem vann til Golden Globe verðlauna nýverið fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni Chernobyl, hlýtur heiðursverðlaunin Nordic Honorary Dragon Award í ár. Tvisvar sinnum hefur íslensk mynd unnið verðlaunin en það voru myndir Dags Kára Péturssonar, Voksne Mennesker (2006) og Nói Albinói (2003). „Það er mikill heiður fyrir okkur að keppa um Drekaverðlaunin. Ég hef áður sýnt myndir á hátíðinni en þetta er í fyrsta skipti sem ég er með mynd í aðalkeppninni, þannig að maður er óneitanlega spenntur,” segir Grímur Hákonarson. Héraðið hefur verið á ferð og flugi frá því að hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í september sl. Hún hefur verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Evrópu, Bandaríkjunum, Indlandi, Kína og víðar. Héraðið gerist í litlu samfélagi og segir sögu Ingu (Arndís Hrönn Egilsdóttir), miðaldra kúabónda, sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Hún reynir að fá aðra bændur í lið með sér en það gengur erfiðlega þar sem kaupfélagið hefur sterk ítök í sveitinni.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein