Bílastæðahús við flugvöllinn í Stafangri brennur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2020 18:06 Reykurinn sem berst frá bílastæðahúsinu er mjög mikill. twitter Stöðva þurfti flugumferð í Stafangri vegna mikils elds sem kom upp í bílastæðahúsi við flugvöllinn. Hluti af fimm hæða bílastæðahúsinu er fallinn saman. Frá þessu er greint á vef norska ríkisútvarpsins. Talið er að allt að hundrað bílar séu skemmdir og segja vitni að það heyrist til bensíntanka springa innan úr bílastæðahúsinu. Bílastæðahúsið sem eldurinn logar í er það sem næst er flugvellinum. Þá hefur öll flugumferð verið stöðvuð og mun hún ekki hefjast aftur fyrr en í fyrsta lagi kl. 19:30 að staðartíma. „Við vitum ekki hvað þetta mun taka langan tíma. Núna er aðaláherslan að slökkva eldinn,“ sagði Anetta Sigmundstad, flugvallarstjóri. pic.twitter.com/ybvRLkIaTj — stormy-chan (@stormy_chan93) January 7, 2020 Slökkviliðsstjórinn sagði í samtali við fréttamenn að hann væri hræddur um að allt bílastæðahúsið muni hrynja og þess vegna hafi slökkviliðsmenn verið kallaðir út úr byggingunni. Nú hefur hluti hússins fallið saman og nokkrir bílar eru eyðilagðir. Slökkviliðið mun ekki koma til með að slökkva eldinn inni í húsinu vegna hættu um að húsið falli saman. „Við höfum enga stjórn á eldinum, eldstungurnar eru miklar og mikill reykur. Það eru fjórir slökkviliðsbílar og reykkafarar á staðnum,“ sagði Svein Nesse, slökkviliðsmaður í Rogalandi. Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni kom eldur upp í bíl í bílastæðinu nærri Kiss &fly á flugvellinum í Stafangri í kring um hálf fjögur að staðartíma. Eldurinn hefur dreift gríðarlega úr sér og logar hann nú á nokkrum hæðum bílastæðahússins. Ekki er talið að fólk sé inni í bílastæðahúsinu og hefur ekki verið tilkynnt um slys á fólki vegna eldsins. Þá hafa gestir á nærliggjandi hóteli, Scandic, verið beðnir um að yfirgefa bygginguna en hótelið er rétt hjá flugvellinum. Öllum starfsmönnum flugvallarins hefur verið safnað saman í komusal flugvallarins og eru þar samkvæmt heimildum hundruð farþega og starfsmanna. Þá munu hótelgestir og ferðalangar verða fluttir á hótel í Stafangri áður en langt um líður. Noregur Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Sjá meira
Stöðva þurfti flugumferð í Stafangri vegna mikils elds sem kom upp í bílastæðahúsi við flugvöllinn. Hluti af fimm hæða bílastæðahúsinu er fallinn saman. Frá þessu er greint á vef norska ríkisútvarpsins. Talið er að allt að hundrað bílar séu skemmdir og segja vitni að það heyrist til bensíntanka springa innan úr bílastæðahúsinu. Bílastæðahúsið sem eldurinn logar í er það sem næst er flugvellinum. Þá hefur öll flugumferð verið stöðvuð og mun hún ekki hefjast aftur fyrr en í fyrsta lagi kl. 19:30 að staðartíma. „Við vitum ekki hvað þetta mun taka langan tíma. Núna er aðaláherslan að slökkva eldinn,“ sagði Anetta Sigmundstad, flugvallarstjóri. pic.twitter.com/ybvRLkIaTj — stormy-chan (@stormy_chan93) January 7, 2020 Slökkviliðsstjórinn sagði í samtali við fréttamenn að hann væri hræddur um að allt bílastæðahúsið muni hrynja og þess vegna hafi slökkviliðsmenn verið kallaðir út úr byggingunni. Nú hefur hluti hússins fallið saman og nokkrir bílar eru eyðilagðir. Slökkviliðið mun ekki koma til með að slökkva eldinn inni í húsinu vegna hættu um að húsið falli saman. „Við höfum enga stjórn á eldinum, eldstungurnar eru miklar og mikill reykur. Það eru fjórir slökkviliðsbílar og reykkafarar á staðnum,“ sagði Svein Nesse, slökkviliðsmaður í Rogalandi. Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni kom eldur upp í bíl í bílastæðinu nærri Kiss &fly á flugvellinum í Stafangri í kring um hálf fjögur að staðartíma. Eldurinn hefur dreift gríðarlega úr sér og logar hann nú á nokkrum hæðum bílastæðahússins. Ekki er talið að fólk sé inni í bílastæðahúsinu og hefur ekki verið tilkynnt um slys á fólki vegna eldsins. Þá hafa gestir á nærliggjandi hóteli, Scandic, verið beðnir um að yfirgefa bygginguna en hótelið er rétt hjá flugvellinum. Öllum starfsmönnum flugvallarins hefur verið safnað saman í komusal flugvallarins og eru þar samkvæmt heimildum hundruð farþega og starfsmanna. Þá munu hótelgestir og ferðalangar verða fluttir á hótel í Stafangri áður en langt um líður.
Noregur Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Sjá meira