Tvær beinar útsendingar eru á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld.
Leicester og Aston Villa mætast í síðari undanúrslitaleiknum í enska deildarbikarnum en í gær fór Manchester City illa með granna sína í Man. United.
Leikið er bæði heima og heiman en fyrri leikur Leicester og Villa fer fram á King Power leikvanginum í kvöld.
Early team news
— Leicester City (@LCFC) January 7, 2020
Previous meetings
Pre-#LeiAvl numbers
Í Dominos-deild kvenna er svo stórleikur þar sem KR og Keflavík mætast. Liðin eru jöfn í 2. og 3. sætinu með 20 stig en KR hefur leikið einum leik meira.
Allar beinu útsendingar næstu daga má sjá hér.
Beinar útsendingar kvöldsins:
19.05 KR - Keflavík (Stöð 2 Sport 2)
19.55 Leicester - Aston Villa (Stöð 2 Sport)