Vaktstjórar segja neyðarástand ríkja á bráðamóttökunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. janúar 2020 10:00 Sjúklingar sem bíða eftirr innlögn þurfa eftir breytingarnar að bíða að meðaltali í 23 klukkustundir. vísir/vilhelm Vaktstjórar hjúkrunar á bráðamóttöku Landspítalanum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Vaktstjórarnir sjá sig knúna til þess að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af ástandi deildarinnar. Í yfirlýsingu sem 29 hjúkrunarfræðingar skrifa undir segir að þeir taki að öllu leyti undir orð Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum í nýjasta tölublaði Læknablaðsins, þar sem hann varaði við því að stórslys væru í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. „Við staðfestum orð Más sem í grein sinni lýsir aðstöðuleysi, þrengslum og óviðunandi ástandi sem heldur bara áfram að versna,“ segir í yfirlýsingunni þar sem ástandinu á bráðamóttökunni er lýst. „Deildin, sem hönnuð er til að sinna mest 35 sjúklingum með bráðan vanda, hýsir nú alla daga 20-40 sjúklinga til viðbótar sem lokið hafa meðferð á Bráðamóttöku en hafa ekki fengið pláss á viðeigandi legudeildum sjúkrahússins. Sjúklingar liggja því berskjaldaðir á göngum deildarinnar. Við reynum eftir fremsta megni að þjónusta þennan sjúklingahóp en öllum má vera það ljóst að þeir fá ekki jafn góða þjónustu á bráðamóttökunni eins og þeir myndu fá á viðeigandi legudeild. Ekki er mögulegt að tryggja fagmennsku, friðhelgi, öryggi og sýkingarvarnir við þessar aðstæður,“ segir í yfirlýsingunni. Það er yfirleitt nóg að gera á LandspítalanumMynd/stöð 2 Neyðarástand ríki sem muni enda með ósköpum verði ekkert að gert. „Sem vaktstjórar hjúkrunar berum við ábyrgð á flæði sjúklinga um deildina, móttöku þeirra og hjúkrun og er staðan nú orðin sú að erfitt eða ómögulegt er að taka á móti nýjum sjúklingum og bíða þeir ýmist á sjúkrabörum sjúkraflutningamanna eða á biðstofu eftir þjónustu. Við vísum fullyrðingum um að ekki ríki neyðarástand á deildinni alfarið á bug. Það er neyðarástand á Bráðamóttöku Landspítala og mun það enda með ósköpum ef ekki er brugðist við með róttækum aðgerðum nú þegar,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnir að starfsfólk bráðamóttökunnar hafi margoft ítrekað áhyggjur sínar af vanda deildarinnar en talað fyrir daufum eyrum. „Við hörmum að vera sett í þá stöðu að bera ábyrgð á starfsemi deildarinnar undir þessum kringumstæðum. Við skorum því á Heilbrigðisráðherra, Velferðarnefnd Alþingis og Stjórn Landspítala að finna lausn á þessum vanda tafarlaust.“ Yfirlýsingin í heild sinni „Í ljósi erfiðrar stöðu Bráðamóttöku sjá undirrituð, vaktstjórar hjúkrunar Bráðadeildar G2 Landspítala, sig knúin til að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum sínum á ástandi deildarinnar. Við tökum að öllu leyti undir orð Más Kristjánssonar sem varar við að stórslys kunni að vera í aðsigi á deildinni í Læknablaðinu í janúar 2020. Við staðfestum orð Más sem í grein sinni lýsir aðstöðuleysi, þrengslum og óviðunandi ástandi sem heldur bara áfram að versna. Mikill innlagnarþungi og eftirspurn eftir þjónustu ásamt auknum fráflæðisvanda gerir okkur ekki kleift að stýra Bráðamóttökunni sem skyldi. Deildin, sem hönnuð er til að sinna mest 35 sjúklingum með bráðan vanda, hýsir nú alla daga 20-40 sjúklinga til viðbótar sem lokið hafa meðferð á Bráðamóttöku en hafa ekki fengið pláss á viðeigandi legudeildum sjúkrahússins. Sjúklingar liggja því berskjaldaðir á göngum deildarinnar. Við reynum eftir fremsta megni að þjónusta þennan sjúklingahóp en öllum má vera það ljóst að þeir fá ekki jafn góða þjónustu á bráðamóttökunni eins og þeir myndu fá á viðeigandi legudeild. Ekki er mögulegt að tryggja fagmennsku, friðhelgi, öryggi og sýkingarvarnir við þessar aðstæður. Sem vaktstjórar hjúkrunar berum við ábyrgð á flæði sjúklinga um deildina, móttöku þeirra og hjúkrun og er staðan nú orðin sú að erfitt eða ómögulegt er að taka á móti nýjum sjúklingum og bíða þeir ýmist á sjúkrabörum sjúkraflutningamanna eða á biðstofu eftir þjónustu. Við vísum fullyrðingum um að ekki ríki neyðarástand á deildinni alfarið á bug. Það er neyðarástand á Bráðamóttöku Landspítala og mun það enda með ósköpum ef ekki er brugðist við með róttækum aðgerðum nú þegar. Heilbrigðisráðherra sagði í viðtali við RÚV 6. janúar s.l. að þetta sé langtímamál: „Það er ekkert til sem heitir einföld lausn eða skyndilausn í svona flóknu máli“. Starfsfólk Bráðadeildar G2 hefur á undanförnum árum margoft ítrekað áhyggjur sínar af vanda deildarinnar en talað fyrir daufum eyrum. Stjórnendur Bráðamóttökunnar hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að létta undir álagi á deildinni en yfirstjórn sjúkrahússins virðist úrræðalaus. Vandi Landspítala er ekki einungis okkar heldur þjóðfélagsins í heild. Hvenær verður vandi sjúkrahússins leystur? Við hörmum að vera sett í þá stöðu að bera ábyrgð á starfsemi deildarinnar undir þessum kringumstæðum. Við skorum því á Heilbrigðisráðherra, Velferðarnefnd Alþingis og Stjórn Landspítala að finna lausn á þessum vanda tafarlaust. Virðingarfyllst Elín Tryggvadóttir, hjúkrunarfræðingur Tryggvi Hjörtur Oddsson, hjúkrunarfræðingur Bára Dís Lúðvíksdóttir, hjúkrunarfræðingur Björg Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur Júlíana Viðarsdóttir, hjúkrunarfræðingur Hafdís Björk Albertsdóttir, hjúkrunarfræðingur Árný Sigríður Daníelsdóttir, hjúkrunarfræðingur Ardís Henriksdóttir, hjúkrunarfræðingur Hildur Dís Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur Hjördís Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur Sandra Lind Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur Soffía Steingrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur Nanna Kristín Johansen, hjúkrunarfræðingur Kristín Rósa Ármannsdóttir, hjúkrunarfræðingur Lilja Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur Ása M. Blöndahl, hjúkrunarfræðingur Ragna Björg Ársælsdóttir, hjúkrunarfræðingur Kristjana Þórkatla Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur Anna G. Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur Sólveig Birna Jósefsdóttir, hjúkrunarfræðingur Ásthildur Guðlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur Anders Wahlgren, hjúkrunarfræðingur Brynhildur Ingimundardóttir, hjúkrunarfræðingur Kristín Halla Marinósdóttir, hjúkrunarfræðingur Dóra Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur Ágústa Hjördís Kristinsdóttir, hjúkrunarfræðingur Ingibjörg Sigurþórsdóttir, hjúkrunarfræðingur Karen Anna Sævarsdóttir, hjúkrunarfræðingur Ellen Stefanía Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur“ Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30 Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans segir að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Níu alvarleg atvik voru skráð á spítalanum á síðasta ári. 5. janúar 2020 19:30 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Sjá meira
Vaktstjórar hjúkrunar á bráðamóttöku Landspítalanum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Vaktstjórarnir sjá sig knúna til þess að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af ástandi deildarinnar. Í yfirlýsingu sem 29 hjúkrunarfræðingar skrifa undir segir að þeir taki að öllu leyti undir orð Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum í nýjasta tölublaði Læknablaðsins, þar sem hann varaði við því að stórslys væru í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. „Við staðfestum orð Más sem í grein sinni lýsir aðstöðuleysi, þrengslum og óviðunandi ástandi sem heldur bara áfram að versna,“ segir í yfirlýsingunni þar sem ástandinu á bráðamóttökunni er lýst. „Deildin, sem hönnuð er til að sinna mest 35 sjúklingum með bráðan vanda, hýsir nú alla daga 20-40 sjúklinga til viðbótar sem lokið hafa meðferð á Bráðamóttöku en hafa ekki fengið pláss á viðeigandi legudeildum sjúkrahússins. Sjúklingar liggja því berskjaldaðir á göngum deildarinnar. Við reynum eftir fremsta megni að þjónusta þennan sjúklingahóp en öllum má vera það ljóst að þeir fá ekki jafn góða þjónustu á bráðamóttökunni eins og þeir myndu fá á viðeigandi legudeild. Ekki er mögulegt að tryggja fagmennsku, friðhelgi, öryggi og sýkingarvarnir við þessar aðstæður,“ segir í yfirlýsingunni. Það er yfirleitt nóg að gera á LandspítalanumMynd/stöð 2 Neyðarástand ríki sem muni enda með ósköpum verði ekkert að gert. „Sem vaktstjórar hjúkrunar berum við ábyrgð á flæði sjúklinga um deildina, móttöku þeirra og hjúkrun og er staðan nú orðin sú að erfitt eða ómögulegt er að taka á móti nýjum sjúklingum og bíða þeir ýmist á sjúkrabörum sjúkraflutningamanna eða á biðstofu eftir þjónustu. Við vísum fullyrðingum um að ekki ríki neyðarástand á deildinni alfarið á bug. Það er neyðarástand á Bráðamóttöku Landspítala og mun það enda með ósköpum ef ekki er brugðist við með róttækum aðgerðum nú þegar,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnir að starfsfólk bráðamóttökunnar hafi margoft ítrekað áhyggjur sínar af vanda deildarinnar en talað fyrir daufum eyrum. „Við hörmum að vera sett í þá stöðu að bera ábyrgð á starfsemi deildarinnar undir þessum kringumstæðum. Við skorum því á Heilbrigðisráðherra, Velferðarnefnd Alþingis og Stjórn Landspítala að finna lausn á þessum vanda tafarlaust.“ Yfirlýsingin í heild sinni „Í ljósi erfiðrar stöðu Bráðamóttöku sjá undirrituð, vaktstjórar hjúkrunar Bráðadeildar G2 Landspítala, sig knúin til að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum sínum á ástandi deildarinnar. Við tökum að öllu leyti undir orð Más Kristjánssonar sem varar við að stórslys kunni að vera í aðsigi á deildinni í Læknablaðinu í janúar 2020. Við staðfestum orð Más sem í grein sinni lýsir aðstöðuleysi, þrengslum og óviðunandi ástandi sem heldur bara áfram að versna. Mikill innlagnarþungi og eftirspurn eftir þjónustu ásamt auknum fráflæðisvanda gerir okkur ekki kleift að stýra Bráðamóttökunni sem skyldi. Deildin, sem hönnuð er til að sinna mest 35 sjúklingum með bráðan vanda, hýsir nú alla daga 20-40 sjúklinga til viðbótar sem lokið hafa meðferð á Bráðamóttöku en hafa ekki fengið pláss á viðeigandi legudeildum sjúkrahússins. Sjúklingar liggja því berskjaldaðir á göngum deildarinnar. Við reynum eftir fremsta megni að þjónusta þennan sjúklingahóp en öllum má vera það ljóst að þeir fá ekki jafn góða þjónustu á bráðamóttökunni eins og þeir myndu fá á viðeigandi legudeild. Ekki er mögulegt að tryggja fagmennsku, friðhelgi, öryggi og sýkingarvarnir við þessar aðstæður. Sem vaktstjórar hjúkrunar berum við ábyrgð á flæði sjúklinga um deildina, móttöku þeirra og hjúkrun og er staðan nú orðin sú að erfitt eða ómögulegt er að taka á móti nýjum sjúklingum og bíða þeir ýmist á sjúkrabörum sjúkraflutningamanna eða á biðstofu eftir þjónustu. Við vísum fullyrðingum um að ekki ríki neyðarástand á deildinni alfarið á bug. Það er neyðarástand á Bráðamóttöku Landspítala og mun það enda með ósköpum ef ekki er brugðist við með róttækum aðgerðum nú þegar. Heilbrigðisráðherra sagði í viðtali við RÚV 6. janúar s.l. að þetta sé langtímamál: „Það er ekkert til sem heitir einföld lausn eða skyndilausn í svona flóknu máli“. Starfsfólk Bráðadeildar G2 hefur á undanförnum árum margoft ítrekað áhyggjur sínar af vanda deildarinnar en talað fyrir daufum eyrum. Stjórnendur Bráðamóttökunnar hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að létta undir álagi á deildinni en yfirstjórn sjúkrahússins virðist úrræðalaus. Vandi Landspítala er ekki einungis okkar heldur þjóðfélagsins í heild. Hvenær verður vandi sjúkrahússins leystur? Við hörmum að vera sett í þá stöðu að bera ábyrgð á starfsemi deildarinnar undir þessum kringumstæðum. Við skorum því á Heilbrigðisráðherra, Velferðarnefnd Alþingis og Stjórn Landspítala að finna lausn á þessum vanda tafarlaust. Virðingarfyllst Elín Tryggvadóttir, hjúkrunarfræðingur Tryggvi Hjörtur Oddsson, hjúkrunarfræðingur Bára Dís Lúðvíksdóttir, hjúkrunarfræðingur Björg Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur Júlíana Viðarsdóttir, hjúkrunarfræðingur Hafdís Björk Albertsdóttir, hjúkrunarfræðingur Árný Sigríður Daníelsdóttir, hjúkrunarfræðingur Ardís Henriksdóttir, hjúkrunarfræðingur Hildur Dís Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur Hjördís Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur Sandra Lind Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur Soffía Steingrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur Nanna Kristín Johansen, hjúkrunarfræðingur Kristín Rósa Ármannsdóttir, hjúkrunarfræðingur Lilja Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur Ása M. Blöndahl, hjúkrunarfræðingur Ragna Björg Ársælsdóttir, hjúkrunarfræðingur Kristjana Þórkatla Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur Anna G. Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur Sólveig Birna Jósefsdóttir, hjúkrunarfræðingur Ásthildur Guðlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur Anders Wahlgren, hjúkrunarfræðingur Brynhildur Ingimundardóttir, hjúkrunarfræðingur Kristín Halla Marinósdóttir, hjúkrunarfræðingur Dóra Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur Ágústa Hjördís Kristinsdóttir, hjúkrunarfræðingur Ingibjörg Sigurþórsdóttir, hjúkrunarfræðingur Karen Anna Sævarsdóttir, hjúkrunarfræðingur Ellen Stefanía Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur“
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30 Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans segir að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Níu alvarleg atvik voru skráð á spítalanum á síðasta ári. 5. janúar 2020 19:30 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Sjá meira
Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30
Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans segir að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Níu alvarleg atvik voru skráð á spítalanum á síðasta ári. 5. janúar 2020 19:30