Eðlilegt að lögregla rannsaki hvers vegna farið var af stað Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2020 11:32 Frá aðgerðum við Langjökul í kvöld en afar lítið skyggni er á svæðinu og mjög slæmt veður. vísir/landsbjörg Lögreglufulltrúi hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra telur ekki úr vegi að lögregla á Suðurlandi rannsaki það hvers vegna ákveðið var að fara með ferðamenn í vélsleðaferð á Langjökul í gær, þrátt fyrir að veðurviðvaranir Veðurstofu hafi verið í gildi. Veðurfræðingur leggur áherslu á að strax hafi verið ljóst í gærmorgun að veður yrði slæmt á svæðinu en hópurinn lagði af stað eftir hádegi í gær. Borið hefur á töluverðri gagnrýni í garð ferðaþjónustufyrirtækisins og ákvörðun þess um að fara af stað með hópinn þrátt fyrir veðurviðvaranir, til dæmis meðal meðlima í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar. Verði að svara fyrir það að hafa farið af stað Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands sagði í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun að enn væri mikið um það að fólk átti sig ekki á því hvað felist í gulri viðvörun. Töluvert sé um það að fólk telji ástæðulaust að hafa áhyggjur af slíkum viðvörunum og þá lesi það ef til vill ekki textann sem fylgir þeim nógu gaumgæfilega. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur. Innt eftir því hvort það ætti ekki að segja sig sjálft að ekki ætti að fara með börn og ungmenni í vélsléðaferð þegar svona viðvörun er í gildi sagði hún að sér fyndist það. „Nú veit ég ekki hvað lá þarna að baki en ég veit að það hafði tekið gildi þessi gula viðvörun þar sem talað var um að yrði ekkert ferðaveður og blindhríð á hálendinu í gær, snemma í gær, þannig að ef þetta fólk var að fara upp á Langjökul síðdegis þá er það náttúrulega bara að fara á eigin ábyrgð eða á ábyrgð ferðaþjónustuaðila ef þetta var skipulögð ferð, sem verður þá að svara fyrir það að fara með fólk,“ sagði Elín. Þá benti hún á að veður þyrfti að vera mjög slæmt til að koma á gulri viðvörun í janúar. Gul viðvörun nú sé ekki það sama og gul viðvörum á sumrin. „Ferðaþjónustuaðilar geta hringt og fengið samband við veðurfræðing og það var þannig í gær að öllum var ráðlagt að halda sig heima í þessu veðri.“ Bendir á mál hjónanna Inntur eftir því hvort ef til vill sé tilefni til að lögregla rannsaki málið segir Rögnvaldur Ólafsson, lögreglufulltrúi hjá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra, að sér þætti það eðlilegt. Málið sé á forræði lögreglu á Suðurlandi. „Það var gul viðvörun í gangi og vitað að væri veður á leiðinni sem yrði fram á fimmtudag. Þannig að mér finnst ekki óeðlilegt að þessi atburðarás verði skoðuð,“ segir Rögnvaldur. Mbl ræddi fyrst við hann um málið í morgun. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Grími Hergeirssyni starfandi lögreglustjóra á Suðurlandi í morgun vegna málsins. Rögnvaldur hafði það ekki á takteinunum hvort fordæmi væru fyrir sambærilegum rannsóknum af hálfu lögreglu. Hann vísar þó til máls sem áður hefur verið nefnt í samhengi við vélsleðaferðina nú, þ.e. þegar áströlsk hjón týndust í vélsleðaferð á Langjökli á vegum Mountaineers of Iceland, sama fyrirtækis og á nú í hlut samkvæmt heimildum Vísis. Hjónin fóru í mál við fyrirtækið og fengu tæpar 700 þúsund krónur í skaða- og miskabætur. Rögnvaldur vissi þó ekki hvort farið hafði fram lögreglurannsókn í því tilviki. Samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð var virkjuð í gærkvöldi þegar kom í ljós að illa gengi að komast að fólkinu á jöklinum og að aðstæður væru erfiðar í litlu skjóli, að sögn Rögnvaldar. Stöðinni var lokað um klukkan fjögur í nótt þegar viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru komnir með stjórn á öllum aðgerðum. 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Samhæfingarmiðstöð Almannavarna virkjuð: Björgunarsveitarmenn komnir að fólkinu Fyrstu björgunarsveitarmenn eru komnir að fólkinu sem hefur verið úti frá því um klukkan eitt í dag. Fólkið er orðð kalt og hrakt og mikil hætta á ofkælingu. Þá er veður á v-svæðinu að versna. 8. janúar 2020 01:05 Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10 Ferðamennirnir í rútum á leið til Reykjavíkur Aðgerðum í fjöldahjálparstöð sem stofnuð var í Gullfosskaffi verður því senn lokið. 8. janúar 2020 09:48 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Lögreglufulltrúi hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra telur ekki úr vegi að lögregla á Suðurlandi rannsaki það hvers vegna ákveðið var að fara með ferðamenn í vélsleðaferð á Langjökul í gær, þrátt fyrir að veðurviðvaranir Veðurstofu hafi verið í gildi. Veðurfræðingur leggur áherslu á að strax hafi verið ljóst í gærmorgun að veður yrði slæmt á svæðinu en hópurinn lagði af stað eftir hádegi í gær. Borið hefur á töluverðri gagnrýni í garð ferðaþjónustufyrirtækisins og ákvörðun þess um að fara af stað með hópinn þrátt fyrir veðurviðvaranir, til dæmis meðal meðlima í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar. Verði að svara fyrir það að hafa farið af stað Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands sagði í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun að enn væri mikið um það að fólk átti sig ekki á því hvað felist í gulri viðvörun. Töluvert sé um það að fólk telji ástæðulaust að hafa áhyggjur af slíkum viðvörunum og þá lesi það ef til vill ekki textann sem fylgir þeim nógu gaumgæfilega. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur. Innt eftir því hvort það ætti ekki að segja sig sjálft að ekki ætti að fara með börn og ungmenni í vélsléðaferð þegar svona viðvörun er í gildi sagði hún að sér fyndist það. „Nú veit ég ekki hvað lá þarna að baki en ég veit að það hafði tekið gildi þessi gula viðvörun þar sem talað var um að yrði ekkert ferðaveður og blindhríð á hálendinu í gær, snemma í gær, þannig að ef þetta fólk var að fara upp á Langjökul síðdegis þá er það náttúrulega bara að fara á eigin ábyrgð eða á ábyrgð ferðaþjónustuaðila ef þetta var skipulögð ferð, sem verður þá að svara fyrir það að fara með fólk,“ sagði Elín. Þá benti hún á að veður þyrfti að vera mjög slæmt til að koma á gulri viðvörun í janúar. Gul viðvörun nú sé ekki það sama og gul viðvörum á sumrin. „Ferðaþjónustuaðilar geta hringt og fengið samband við veðurfræðing og það var þannig í gær að öllum var ráðlagt að halda sig heima í þessu veðri.“ Bendir á mál hjónanna Inntur eftir því hvort ef til vill sé tilefni til að lögregla rannsaki málið segir Rögnvaldur Ólafsson, lögreglufulltrúi hjá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra, að sér þætti það eðlilegt. Málið sé á forræði lögreglu á Suðurlandi. „Það var gul viðvörun í gangi og vitað að væri veður á leiðinni sem yrði fram á fimmtudag. Þannig að mér finnst ekki óeðlilegt að þessi atburðarás verði skoðuð,“ segir Rögnvaldur. Mbl ræddi fyrst við hann um málið í morgun. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Grími Hergeirssyni starfandi lögreglustjóra á Suðurlandi í morgun vegna málsins. Rögnvaldur hafði það ekki á takteinunum hvort fordæmi væru fyrir sambærilegum rannsóknum af hálfu lögreglu. Hann vísar þó til máls sem áður hefur verið nefnt í samhengi við vélsleðaferðina nú, þ.e. þegar áströlsk hjón týndust í vélsleðaferð á Langjökli á vegum Mountaineers of Iceland, sama fyrirtækis og á nú í hlut samkvæmt heimildum Vísis. Hjónin fóru í mál við fyrirtækið og fengu tæpar 700 þúsund krónur í skaða- og miskabætur. Rögnvaldur vissi þó ekki hvort farið hafði fram lögreglurannsókn í því tilviki. Samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð var virkjuð í gærkvöldi þegar kom í ljós að illa gengi að komast að fólkinu á jöklinum og að aðstæður væru erfiðar í litlu skjóli, að sögn Rögnvaldar. Stöðinni var lokað um klukkan fjögur í nótt þegar viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru komnir með stjórn á öllum aðgerðum.
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Samhæfingarmiðstöð Almannavarna virkjuð: Björgunarsveitarmenn komnir að fólkinu Fyrstu björgunarsveitarmenn eru komnir að fólkinu sem hefur verið úti frá því um klukkan eitt í dag. Fólkið er orðð kalt og hrakt og mikil hætta á ofkælingu. Þá er veður á v-svæðinu að versna. 8. janúar 2020 01:05 Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10 Ferðamennirnir í rútum á leið til Reykjavíkur Aðgerðum í fjöldahjálparstöð sem stofnuð var í Gullfosskaffi verður því senn lokið. 8. janúar 2020 09:48 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25
Samhæfingarmiðstöð Almannavarna virkjuð: Björgunarsveitarmenn komnir að fólkinu Fyrstu björgunarsveitarmenn eru komnir að fólkinu sem hefur verið úti frá því um klukkan eitt í dag. Fólkið er orðð kalt og hrakt og mikil hætta á ofkælingu. Þá er veður á v-svæðinu að versna. 8. janúar 2020 01:05
Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10
Ferðamennirnir í rútum á leið til Reykjavíkur Aðgerðum í fjöldahjálparstöð sem stofnuð var í Gullfosskaffi verður því senn lokið. 8. janúar 2020 09:48