Telja árásunum ekki ætlað að valda manntjóni Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2020 13:45 Írakar fylgjast með Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, í sjónvarpi. EPA/GAILAN HAJI Margir forsvarsmanna herafla Bandaríkjanna telja að Íranir hafi passað sig að valda ekki manntjóni í árásum þeirra á tvær herstöðvar í Írak í nótt. Þannig geti Íranir sagt við að þeir hafi brugðist við því að hershöfðinginn Qasem Soleimani hafi verið felldur í loftárás í síðustu viku, án þess þó að eiga von á frekari hefndaraðgerðum Bandaríkjanna. Enn sem komið er virðist sem enginn hafi látið lífið í árásunum og hafa yfirvöld Írak sagst hafa fengið skilaboð frá nágrönnum sínum um að von væri á eldflaugum. Árásin í nótt var verulega óhefðbundin að því leyti að Íranir gerðu ekki minnstu tilraun til að fela að eldflaugunum hefði verið skotið þaðan og lýstu því meira að segja yfir að þeir hefðu skotið flaugunum. Þrátt fyrir það að hermenn Bandaríkjanna hafi ekki haft nægan tíma til að leita skjóls í byrgjum, lést enginn þeirra. Ayatollah Ali Khamenei, leiðtogi Íran, mætti á fund þjóðaröryggisráðs Íran í kjölfar dauða Soleimani og krafðist hann þess að hefndaraðgerðir Íran yrðu framkvæmdar án milliliða. Sjá einnig: Khamenei sagður vilja beinar aðgerðir gegn Bandaríkjunum Ef rétt reynist gæti það haft nokkrar ástæður. Ein þeirra gæti verið að yfirvöld Íran hafa ekki áhuga á frekari átökum við Bandaríkin. Sé það tilfellið þurfa Íranir að halda aftur af vopnahópum sem ríkið stendur við bakið á og eru virkir víða um Mið-Austurlönd. Leiðtogi einna slíkra samtaka hét til dæmis því í dag að árásum á hermenn Bandaríkjanna í Írak væri ekki lokið. Nánast strax eftir árásirnar voru fjölmiðlar í Íran farnir að segja fréttir af miklu mannfalli meðal bandarískra hermanna og herinn sagði tugi hafa fallið, svo það er ekki ólíklegt að árásirnar hafi að mestu verið fyrir íbúa Íran. Annar möguleiki er að Íranir séu að reyna að veita Bandaríkjamönnum falskt öryggi og vinni að undirbúningi frekari árása, sem tæki tíma og undirbúning. Lítið sem ekkert hefur heyrst frá Bandaríkjunum síðan Donald Trump, forseti, tísti í nótt og sagði að allt væri í góðu lagi. Fjölmiðlar ytra segja forsetann hafa fundað stíft með ráðgjöfum sónum og herforingjum. Það að enginn hafi dáið í árásunum í nótt gefur Trump gott svigrúm til að segja staðar numið og draga úr spennu á milli ríkjanna. Hann mun ávarpa bandarísku þjóðina og heiminn allann klukkan fjögur að íslenskum tíma. Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30 Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09 Trump um árás Írana: Segir að enn sem komið er sé „allt í lagi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir "allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. 8. janúar 2020 07:03 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Margir forsvarsmanna herafla Bandaríkjanna telja að Íranir hafi passað sig að valda ekki manntjóni í árásum þeirra á tvær herstöðvar í Írak í nótt. Þannig geti Íranir sagt við að þeir hafi brugðist við því að hershöfðinginn Qasem Soleimani hafi verið felldur í loftárás í síðustu viku, án þess þó að eiga von á frekari hefndaraðgerðum Bandaríkjanna. Enn sem komið er virðist sem enginn hafi látið lífið í árásunum og hafa yfirvöld Írak sagst hafa fengið skilaboð frá nágrönnum sínum um að von væri á eldflaugum. Árásin í nótt var verulega óhefðbundin að því leyti að Íranir gerðu ekki minnstu tilraun til að fela að eldflaugunum hefði verið skotið þaðan og lýstu því meira að segja yfir að þeir hefðu skotið flaugunum. Þrátt fyrir það að hermenn Bandaríkjanna hafi ekki haft nægan tíma til að leita skjóls í byrgjum, lést enginn þeirra. Ayatollah Ali Khamenei, leiðtogi Íran, mætti á fund þjóðaröryggisráðs Íran í kjölfar dauða Soleimani og krafðist hann þess að hefndaraðgerðir Íran yrðu framkvæmdar án milliliða. Sjá einnig: Khamenei sagður vilja beinar aðgerðir gegn Bandaríkjunum Ef rétt reynist gæti það haft nokkrar ástæður. Ein þeirra gæti verið að yfirvöld Íran hafa ekki áhuga á frekari átökum við Bandaríkin. Sé það tilfellið þurfa Íranir að halda aftur af vopnahópum sem ríkið stendur við bakið á og eru virkir víða um Mið-Austurlönd. Leiðtogi einna slíkra samtaka hét til dæmis því í dag að árásum á hermenn Bandaríkjanna í Írak væri ekki lokið. Nánast strax eftir árásirnar voru fjölmiðlar í Íran farnir að segja fréttir af miklu mannfalli meðal bandarískra hermanna og herinn sagði tugi hafa fallið, svo það er ekki ólíklegt að árásirnar hafi að mestu verið fyrir íbúa Íran. Annar möguleiki er að Íranir séu að reyna að veita Bandaríkjamönnum falskt öryggi og vinni að undirbúningi frekari árása, sem tæki tíma og undirbúning. Lítið sem ekkert hefur heyrst frá Bandaríkjunum síðan Donald Trump, forseti, tísti í nótt og sagði að allt væri í góðu lagi. Fjölmiðlar ytra segja forsetann hafa fundað stíft með ráðgjöfum sónum og herforingjum. Það að enginn hafi dáið í árásunum í nótt gefur Trump gott svigrúm til að segja staðar numið og draga úr spennu á milli ríkjanna. Hann mun ávarpa bandarísku þjóðina og heiminn allann klukkan fjögur að íslenskum tíma.
Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30 Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09 Trump um árás Írana: Segir að enn sem komið er sé „allt í lagi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir "allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. 8. janúar 2020 07:03 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Íranir skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak Íranir hafa skotið eldflaugum á herstöð Bandaríkjanna, Al-Asad, í vesturhluta Írak. 8. janúar 2020 00:30
Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09
Trump um árás Írana: Segir að enn sem komið er sé „allt í lagi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir "allt vera í góðu“ eftir að Íranir skutu eldflaugum á bandarískar herstöðvar í nótt. Forsetinn segir að verið sé að meta hvort að manntjón hafi orðið og eyðilegging, en að enn sem komið er væri ástandið í lagi. 8. janúar 2020 07:03