Segir að hefnd Íraka verði ekki minni en Írana Íris Andradóttir skrifar 8. janúar 2020 14:00 Íranskur herforingi syrgir við kistu Muhandis við athöfn í Teheran á mánudag. Vísir/EPA Qais al-Khazali, stofnandi íröksku hryðjuverkasamtakanna Asaib Ahl al-Haq og þingmaður, hótar hefndum fyrir morð Bandaríkjahers á írakska herforingjanum Abu Mahdi al-Muhandis. Hótunin kemur í kjölfar sprengiárásar Írans á herstöðvar þar sem bandarískir hermenn halda til í Írak í nótt. Khazali heitir því að svar Íraka verði engu minna en Írana. „Fyrstu viðbrögð Írana við morði á píslavottinum Soleimani hefur nú átt sér stað. Nú er tími til kominn fyrir fyrstu viðbrögð Íraka við morðinu á píslavottinum al-Muhandis. Og vegna þess að Írakar eru hugrökk og áköf þjóð verða viðbrögð hennar ekki minni enn viðbrögð Írana og það er loforð,“ segir al-Khazali í tísti í dag sem Reuters-fréttastofan segir frá. Morðið á Muhandis hefur að miklu leyti fallið í skuggann á falli Qasem Soleimani, yfirmanns sérsveitar íranska byltingarvarðarins, en þeir voru báðir myrtir í drónaárás Bandaríkjahers á bílalest Soleimani í Bagdad síðastliðinn föstudag. Muhandis átti sér engu að síður fjölda stuðningsmanna í Írak. Hann leiddi vopnaða sveit sjíamúslima í Írak sem njóta stuðnings stjórnvalda í Teheran. Leiðtogar ýmissa vopnaðra sveita í Írak hafa heitið hefndum fyrir morðið á honum undanfarna daga. Muhandis, sem hét upprunalega Jamal al-Ibrahimi, flúði til Írans í 1979 þar sem hann gerðist ríkisborgari. Þar gekk í íranska byltingarvörðinn og stóð að árásum á bandaríska og franska sendiráðið í Kúvaít árið 1983. Hann sneri heim til Íraks aftur eftir innrás Bandaríkjanna árið 2003 og var þjóðaröryggisráðgjafi fyrsta forsætisráðherra landsins eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli. Árið 2006 flúði hann Írak aftur og stofnaði hersveitina Kataeb Hezbollah sem nú er studd af Íran. Bandaríkin sprengdu á dögum herstöðvar Kataeb Hezbollah og létu þar lífið 25 liðsmenn samtakanna. Eftir þá árás réðust mótmælendur inn í sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad. Samkvæmt fréttastofu BBC sagði Muhandis frá því fáeinum dögum áður enn hann féll að Kataeb Hezbollah myndi svara fyrir sig af hörku gagnvart bandarískum hersveitum í Írak. Írak Íran Tengdar fréttir Eftirmaður Soleimani heitir því að reka Bandaríkin frá Miðausturlöndum Talið er að hundruð þúsunda Írana hafi fylgt Soleimani herforingja til grafar í Teheran í dag. 6. janúar 2020 16:23 Hersveitir í Írak heita einnig hefndum fyrir fallinn foringja Morð Bandaríkjahers á leiðtoga sérsveitar íranska byltingarvarðarins og leiðtoga írakskrar hersveitar hliðhollri Íran hefur vakið fár í báðum löndunum. 3. janúar 2020 12:51 Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39 Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Qais al-Khazali, stofnandi íröksku hryðjuverkasamtakanna Asaib Ahl al-Haq og þingmaður, hótar hefndum fyrir morð Bandaríkjahers á írakska herforingjanum Abu Mahdi al-Muhandis. Hótunin kemur í kjölfar sprengiárásar Írans á herstöðvar þar sem bandarískir hermenn halda til í Írak í nótt. Khazali heitir því að svar Íraka verði engu minna en Írana. „Fyrstu viðbrögð Írana við morði á píslavottinum Soleimani hefur nú átt sér stað. Nú er tími til kominn fyrir fyrstu viðbrögð Íraka við morðinu á píslavottinum al-Muhandis. Og vegna þess að Írakar eru hugrökk og áköf þjóð verða viðbrögð hennar ekki minni enn viðbrögð Írana og það er loforð,“ segir al-Khazali í tísti í dag sem Reuters-fréttastofan segir frá. Morðið á Muhandis hefur að miklu leyti fallið í skuggann á falli Qasem Soleimani, yfirmanns sérsveitar íranska byltingarvarðarins, en þeir voru báðir myrtir í drónaárás Bandaríkjahers á bílalest Soleimani í Bagdad síðastliðinn föstudag. Muhandis átti sér engu að síður fjölda stuðningsmanna í Írak. Hann leiddi vopnaða sveit sjíamúslima í Írak sem njóta stuðnings stjórnvalda í Teheran. Leiðtogar ýmissa vopnaðra sveita í Írak hafa heitið hefndum fyrir morðið á honum undanfarna daga. Muhandis, sem hét upprunalega Jamal al-Ibrahimi, flúði til Írans í 1979 þar sem hann gerðist ríkisborgari. Þar gekk í íranska byltingarvörðinn og stóð að árásum á bandaríska og franska sendiráðið í Kúvaít árið 1983. Hann sneri heim til Íraks aftur eftir innrás Bandaríkjanna árið 2003 og var þjóðaröryggisráðgjafi fyrsta forsætisráðherra landsins eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli. Árið 2006 flúði hann Írak aftur og stofnaði hersveitina Kataeb Hezbollah sem nú er studd af Íran. Bandaríkin sprengdu á dögum herstöðvar Kataeb Hezbollah og létu þar lífið 25 liðsmenn samtakanna. Eftir þá árás réðust mótmælendur inn í sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad. Samkvæmt fréttastofu BBC sagði Muhandis frá því fáeinum dögum áður enn hann féll að Kataeb Hezbollah myndi svara fyrir sig af hörku gagnvart bandarískum hersveitum í Írak.
Írak Íran Tengdar fréttir Eftirmaður Soleimani heitir því að reka Bandaríkin frá Miðausturlöndum Talið er að hundruð þúsunda Írana hafi fylgt Soleimani herforingja til grafar í Teheran í dag. 6. janúar 2020 16:23 Hersveitir í Írak heita einnig hefndum fyrir fallinn foringja Morð Bandaríkjahers á leiðtoga sérsveitar íranska byltingarvarðarins og leiðtoga írakskrar hersveitar hliðhollri Íran hefur vakið fár í báðum löndunum. 3. janúar 2020 12:51 Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39 Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Eftirmaður Soleimani heitir því að reka Bandaríkin frá Miðausturlöndum Talið er að hundruð þúsunda Írana hafi fylgt Soleimani herforingja til grafar í Teheran í dag. 6. janúar 2020 16:23
Hersveitir í Írak heita einnig hefndum fyrir fallinn foringja Morð Bandaríkjahers á leiðtoga sérsveitar íranska byltingarvarðarins og leiðtoga írakskrar hersveitar hliðhollri Íran hefur vakið fár í báðum löndunum. 3. janúar 2020 12:51
Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39
Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42
Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30