Álag meira en búist var við Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. janúar 2020 22:00 Forstjóri Landspítalans segir álag á spítalanum hafa aukist meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Opnun skammtímadeildar til að bregaðst við ástandinu sé möguleiki en til þess þurfi meira fjármagn. Málefni bráðamóttöku Landspítalans hafa verið í brennideplinum síðustu daga. Mikið álag hefur verið á deildinni sem oft er yfirfull og óttast starfsfólk hvaða áhrif það kann að hafa. Bæði stjórn læknaráðs og vaktstjórar hjúkrunar á deildinni sendu frá sér yfirlýsingar í dag vegna ástandsins. Vaktstjórarnir segja neyðarástand ríkja á deildinni og það endi með ósköpum ef ekki verður brugðist við með róttækum aðgerðum nú þegar. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir álagið á bráðamóttökunni hafa aukist hratt síðustu ár. Álagið sé í raun birtingarmynd þess að þjóðin sé að eldast en aukin veikindi fylgja því. „Okkur er að fjölga og síðan erum við með mjög mikinn fjölda ferðamanna. Allt þetta hefur aukið álagið umfram það sem við gerðum ráð fyrir og umfram meira að segja þær auknu fjárveitingar sem við höfum þó fengið,“ segir Páll. Alma Möller landlæknir sagði í Kastljósinu á RÚV í gær að Landspítalinn hafi ekki farið eftir öllum ábendingum úr skýrslu Landlæknisembættisins um vanda bráðamóttökunnar. Þar var til að mynda sú hugmynd að opna sérstaka biðdeild. „Við erum með 48 tíma deild fyrir fólk sem er með almenn veikindi, þarf innlögn en bara í 48 tíma, við þurfum aðra slíka deild. Við getum sett hana upp. Ég tel að við getum mannað hana en til þess þurfum við fjármagn,“ segir Páll. Páll segir að þegar hafi verið gripið til margra aðgerða til bregðast við vandanum. „Þetta verður náttúrulega alltaf verkefni að bregðast við álagstoppum en við viljum að álagstopparnir, þeir verstu, séu sjaldnar og í skemmri tíma,“ segir Páll. Þá segir hann að velt verði við öllum steinum í leit að leiðum til að draga úr álagi. „Það eru fjölmargar leiðir til þess. Mörg af þeim skrefum hafa verið stigin en eru ekki komin til framkvæmda enn þá en það er líka margt eftir enn. En það er að verulegu leyti utan nákvæmlega þess sem við getum gert í dag eða morgun,“ segir Páll. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Forstjóri Landspítalans segir álag á spítalanum hafa aukist meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Opnun skammtímadeildar til að bregaðst við ástandinu sé möguleiki en til þess þurfi meira fjármagn. Málefni bráðamóttöku Landspítalans hafa verið í brennideplinum síðustu daga. Mikið álag hefur verið á deildinni sem oft er yfirfull og óttast starfsfólk hvaða áhrif það kann að hafa. Bæði stjórn læknaráðs og vaktstjórar hjúkrunar á deildinni sendu frá sér yfirlýsingar í dag vegna ástandsins. Vaktstjórarnir segja neyðarástand ríkja á deildinni og það endi með ósköpum ef ekki verður brugðist við með róttækum aðgerðum nú þegar. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir álagið á bráðamóttökunni hafa aukist hratt síðustu ár. Álagið sé í raun birtingarmynd þess að þjóðin sé að eldast en aukin veikindi fylgja því. „Okkur er að fjölga og síðan erum við með mjög mikinn fjölda ferðamanna. Allt þetta hefur aukið álagið umfram það sem við gerðum ráð fyrir og umfram meira að segja þær auknu fjárveitingar sem við höfum þó fengið,“ segir Páll. Alma Möller landlæknir sagði í Kastljósinu á RÚV í gær að Landspítalinn hafi ekki farið eftir öllum ábendingum úr skýrslu Landlæknisembættisins um vanda bráðamóttökunnar. Þar var til að mynda sú hugmynd að opna sérstaka biðdeild. „Við erum með 48 tíma deild fyrir fólk sem er með almenn veikindi, þarf innlögn en bara í 48 tíma, við þurfum aðra slíka deild. Við getum sett hana upp. Ég tel að við getum mannað hana en til þess þurfum við fjármagn,“ segir Páll. Páll segir að þegar hafi verið gripið til margra aðgerða til bregðast við vandanum. „Þetta verður náttúrulega alltaf verkefni að bregðast við álagstoppum en við viljum að álagstopparnir, þeir verstu, séu sjaldnar og í skemmri tíma,“ segir Páll. Þá segir hann að velt verði við öllum steinum í leit að leiðum til að draga úr álagi. „Það eru fjölmargar leiðir til þess. Mörg af þeim skrefum hafa verið stigin en eru ekki komin til framkvæmda enn þá en það er líka margt eftir enn. En það er að verulegu leyti utan nákvæmlega þess sem við getum gert í dag eða morgun,“ segir Páll.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira