Áhöfnin á TF-EIR sótti tvo sjúklinga til Vestmannaeyja á þriðja tímanum í dag, en vegna veðurs reyndist ekki unnt að senda sjúkraflugvél til Eyja.
Að því er fram kemur í Facebook-færslu Landhelgisgæslunnar lenti TF-EIR á flugvellinum í Vestmannaeyjum þar sem tveir sjúklingar fóru um borð.
Á bakaleiðinni var skyggni hins vegar orðið slæmt og þegar komið var Lækjarbotnum í nágrenni Hólmsár var ákveðið að lenda þyrlunni á hól þar sem áhöfnin beið af sér verstu snjóélin.
Eftir tíu mínútna bið var svo haldið á Reykjavíkurflugvöll og sjúklingarnir voru fluttir þaðan í sjúkrabíl á Landspítalann.