Læknar segja hættuástand vera orðið daglegur veruleiki á Landspítala Eiður Þór Árnason skrifar 9. janúar 2020 18:38 Félögin segjast jafnframt bjóða fram krafta sína og sérþekkingu til að hjálpa til við lausn þessa vanda. Vísir/Vilhelm Félag sjúkrahúslækna og Félag almennra lækna segja að hættuástand sé „fyrir löngu daglegur veruleiki á deildum [Land]spítalans.“ Þetta kemur fram í harðorðri ályktun sem samþykkt var á fjölmennum fundi félagana í gær. Þar er lýst yfir þungum áhyggjum af „viðvarandi óviðunandi og stöðugt versnandi ástandi á Landspítala.“ Fjöldi bráðveikra einstaklinga er sagður vera í óviðunandi aðstæðum á stofu með fjölda annarra og á göngum spítalans jafnvel dögum saman. „Ástand þetta er fullkomlega óboðlegt frá öllum hliðum séð og hefur neikvæð áhrif á líðan og öryggi sjúklinga, spillir möguleikum á eðlilegri faglegri þjónustu starfsfólks og truflar skilvirkni starfseminnar.“ Í ályktuninni segir jafnframt að ástandið geri starfsfólki spítalans ókleift að sinna kennslu og vísindastarfi. „Skorað er á stjórnvöld, yfirstjórn sjúkrahússins og Embætti Landlæknis að axla ábyrgð á ástandinu og án tafar taka höndum saman við starfsfólk til að finna viðunandi lausn til skemmri og lengri tíma,“ segir að lokum í ályktun félaganna. Í gær sendi stjórn læknaráðs Landspítala frá sér ályktun þar sem athygli er vakin á erfiðum aðstæðum á bráðamóttöku Landspítalans er varðar álag, plássleysi, mönnun og sýkingavarnir. Sú ályktun kom í kjölfar þess að yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum sagði í síðustu viku að stórslys væri í uppsiglingu á bráðamóttökunni bregðist stjórnvöld ekki við. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Stjórn læknaráðs ályktar um ástandið á bráðamóttöku Stjórnin segir meðhöndlun sjúklings í sjúkrabílum vegna plássleysis á bráðamóttöku vera dæmi um óásættanlega stöðu. 8. janúar 2020 14:21 Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30 Vaktstjórar segja neyðarástand ríkja á bráðamóttökunni Vaktstjórar hjúkrunar á vráðamóttöku Landspítalanum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Vaktstjórarnir sjá sig knúin til þess að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af ástandi deildarinnari. 8. janúar 2020 10:00 Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans segir að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Níu alvarleg atvik voru skráð á spítalanum á síðasta ári. 5. janúar 2020 19:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Félag sjúkrahúslækna og Félag almennra lækna segja að hættuástand sé „fyrir löngu daglegur veruleiki á deildum [Land]spítalans.“ Þetta kemur fram í harðorðri ályktun sem samþykkt var á fjölmennum fundi félagana í gær. Þar er lýst yfir þungum áhyggjum af „viðvarandi óviðunandi og stöðugt versnandi ástandi á Landspítala.“ Fjöldi bráðveikra einstaklinga er sagður vera í óviðunandi aðstæðum á stofu með fjölda annarra og á göngum spítalans jafnvel dögum saman. „Ástand þetta er fullkomlega óboðlegt frá öllum hliðum séð og hefur neikvæð áhrif á líðan og öryggi sjúklinga, spillir möguleikum á eðlilegri faglegri þjónustu starfsfólks og truflar skilvirkni starfseminnar.“ Í ályktuninni segir jafnframt að ástandið geri starfsfólki spítalans ókleift að sinna kennslu og vísindastarfi. „Skorað er á stjórnvöld, yfirstjórn sjúkrahússins og Embætti Landlæknis að axla ábyrgð á ástandinu og án tafar taka höndum saman við starfsfólk til að finna viðunandi lausn til skemmri og lengri tíma,“ segir að lokum í ályktun félaganna. Í gær sendi stjórn læknaráðs Landspítala frá sér ályktun þar sem athygli er vakin á erfiðum aðstæðum á bráðamóttöku Landspítalans er varðar álag, plássleysi, mönnun og sýkingavarnir. Sú ályktun kom í kjölfar þess að yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum sagði í síðustu viku að stórslys væri í uppsiglingu á bráðamóttökunni bregðist stjórnvöld ekki við.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Stjórn læknaráðs ályktar um ástandið á bráðamóttöku Stjórnin segir meðhöndlun sjúklings í sjúkrabílum vegna plássleysis á bráðamóttöku vera dæmi um óásættanlega stöðu. 8. janúar 2020 14:21 Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30 Vaktstjórar segja neyðarástand ríkja á bráðamóttökunni Vaktstjórar hjúkrunar á vráðamóttöku Landspítalanum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Vaktstjórarnir sjá sig knúin til þess að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af ástandi deildarinnari. 8. janúar 2020 10:00 Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans segir að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Níu alvarleg atvik voru skráð á spítalanum á síðasta ári. 5. janúar 2020 19:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Stjórn læknaráðs ályktar um ástandið á bráðamóttöku Stjórnin segir meðhöndlun sjúklings í sjúkrabílum vegna plássleysis á bráðamóttöku vera dæmi um óásættanlega stöðu. 8. janúar 2020 14:21
Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30
Vaktstjórar segja neyðarástand ríkja á bráðamóttökunni Vaktstjórar hjúkrunar á vráðamóttöku Landspítalanum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Vaktstjórarnir sjá sig knúin til þess að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af ástandi deildarinnari. 8. janúar 2020 10:00
Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans segir að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Níu alvarleg atvik voru skráð á spítalanum á síðasta ári. 5. janúar 2020 19:30