Hvar er Namibíuskýrslan? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 14. ágúst 2020 12:00 Ríflega hálft ár er nú frá því að Alþingi samþykkti tillögu Viðreisnar um að sjávarútvegsráðherra léti vinna fyrir þingið skýrslu um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Að beiðninni stóðu jafnframt þingmenn Samfylkingar og Pírata. Alla jafna eru skýrslubeiðnir samþykktar einróma, enda mikilvægur hluti af eftirlitshlutverki Alþingis – en ekki þessi beiðni. Sjö þingmenn stjórnarflokkanna kusu gegn beiðninni, einn frá Framsókn og sex frá Sjálfstæðisflokknum, þeirra á meðal fjármálaráðherra. Það er ekki á hverjum degi sem ráðherra leggur á þann hátt stein í götu þingmanna sem hyggjast sinna eftirlitshlutverki sínu. Skýrslubeiðnin var nú samt samþykkt og í kjölfarið var Hagfræðistofnun Háskóla Íslands falið að vinna skýrsluna. Tilgangurinn var í sem stystu máli sá að varpa ljósi á það hvort gjaldið sem útgerðin greiðir fyrir aðgang að fiskveiðiauðlindinni á Íslandi sé sambærilegt við það sem útgerðin greiðir á erlendum hafsvæðum. Að gefnu tilefni var samburðarhafsvæðið við Namibíu að þessu sinni. Reglum samkvæmt hefur viðkomandi ráðherra 10 vikur til að skila skýrslum, eftir að beiðni um slíkt hefur verið samþykkt. Nú eru vikurnar orðnar 26 og það er ekkert að frétta. Hagfræðistofnun hefur reyndar fyrir þó nokkru síðan lokið vinnu sinni. Samkvæmt mínum upplýsingum lá skýrslan um tíma í sjávarútvegsráðuneytinu þar til henni var skilað til þingsins, eftir að sumarfrí hófust. Löngu eftir að 10 vikna fresturinn var liðinn. Nú bíður skýrslan undir stól og enginn fær aðgang að henni fyrr en formaður atvinnuveganefndar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, boðar til nefndarfundar svo hægt sé að gera skýrsluna opinbera. Það verður að segjast að nefndarfundir hafa í gegnum tíðina verið boðaðir af mun minna tilefni en þessu. Nú þegar málefni Samherja eru enn og aftur í deiglunni verður þessi atburðarás enn meira sláandi og sú spurning enn áleitanari en áður, hvort stjórnarflokkunum þyki efni skýrslunnar ekki eiga erindi í umræðuna. Er enn ein skýrslan undir stól þeirra kannski sumargjöfin í ár? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Ríflega hálft ár er nú frá því að Alþingi samþykkti tillögu Viðreisnar um að sjávarútvegsráðherra léti vinna fyrir þingið skýrslu um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Að beiðninni stóðu jafnframt þingmenn Samfylkingar og Pírata. Alla jafna eru skýrslubeiðnir samþykktar einróma, enda mikilvægur hluti af eftirlitshlutverki Alþingis – en ekki þessi beiðni. Sjö þingmenn stjórnarflokkanna kusu gegn beiðninni, einn frá Framsókn og sex frá Sjálfstæðisflokknum, þeirra á meðal fjármálaráðherra. Það er ekki á hverjum degi sem ráðherra leggur á þann hátt stein í götu þingmanna sem hyggjast sinna eftirlitshlutverki sínu. Skýrslubeiðnin var nú samt samþykkt og í kjölfarið var Hagfræðistofnun Háskóla Íslands falið að vinna skýrsluna. Tilgangurinn var í sem stystu máli sá að varpa ljósi á það hvort gjaldið sem útgerðin greiðir fyrir aðgang að fiskveiðiauðlindinni á Íslandi sé sambærilegt við það sem útgerðin greiðir á erlendum hafsvæðum. Að gefnu tilefni var samburðarhafsvæðið við Namibíu að þessu sinni. Reglum samkvæmt hefur viðkomandi ráðherra 10 vikur til að skila skýrslum, eftir að beiðni um slíkt hefur verið samþykkt. Nú eru vikurnar orðnar 26 og það er ekkert að frétta. Hagfræðistofnun hefur reyndar fyrir þó nokkru síðan lokið vinnu sinni. Samkvæmt mínum upplýsingum lá skýrslan um tíma í sjávarútvegsráðuneytinu þar til henni var skilað til þingsins, eftir að sumarfrí hófust. Löngu eftir að 10 vikna fresturinn var liðinn. Nú bíður skýrslan undir stól og enginn fær aðgang að henni fyrr en formaður atvinnuveganefndar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, boðar til nefndarfundar svo hægt sé að gera skýrsluna opinbera. Það verður að segjast að nefndarfundir hafa í gegnum tíðina verið boðaðir af mun minna tilefni en þessu. Nú þegar málefni Samherja eru enn og aftur í deiglunni verður þessi atburðarás enn meira sláandi og sú spurning enn áleitanari en áður, hvort stjórnarflokkunum þyki efni skýrslunnar ekki eiga erindi í umræðuna. Er enn ein skýrslan undir stól þeirra kannski sumargjöfin í ár? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun