Næsta verkefni - Hækkum atvinnuleysistryggingar Drífa Snædal skrifar 14. ágúst 2020 11:02 Grunnatvinnuleysisbætur í dag eru 289.510 kr. á mánuði, það þýðir um 240 þúsund kr. útborgaðar. Að auki fá atvinnuleitendur 11.580 krónur með hverju barni undir 18 ára aldri. Í þrjá mánuði fær fólk tekjutengdar atvinnuleysisbætur (70% af meðaltali heildarlauna) þó að hámarki 456.404 kr. á mánuði. Þetta er veruleiki sem blasir við allt of mörgum en í júní reiddu 16.165 einstaklingar sig á atvinnuleysisbætur. Reiknað er með að atvinnulausu fólki fjölgi í haust þegar uppsagnafrestur rennur út hjá mörgum. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það að mánaðarlegar skuldbindingar eru jafnan hærri en atvinnuleysisbæturnar; húsnæðiskostnaður, samgöngukostnaður, sími, tryggingar og svo mætti áfram telja. Að vera atvinnulaus er fjárhagslegt og félagslegt áfall. Áhyggjur af framfærslu, skert sjálfstraust því maður er ekki að „standa sig“, töpuð tengsl við vinnufélaga og það að detta úr rútínu í daglegu lífi reynist mörgum afar erfitt og er ekki hlutskipti sem fólk almennt velur sér. Ég ætla að endurtaka þetta: Að vera atvinnulaus er ekki hlutskipti sem fólk velur sér. Ég mun halda áfram að endurtaka þetta þangað til hugmyndum um annað er útrýmt. Að halda fólki sem missir vinnuna í fátæktargildru er ómannúðlegt. Það er skaðlegt fyrir einstaklinga sem lenda í slíku og býr til meiri samfélagleg og efnahagsleg vandamál en við glímum við nú þegar. Þess vegna er nauðsynlegt að hækka útgreiddar atvinnuleysisbætur og lengja tímabilið þar sem fólk fær tekjutengdar bætur. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Grunnatvinnuleysisbætur í dag eru 289.510 kr. á mánuði, það þýðir um 240 þúsund kr. útborgaðar. Að auki fá atvinnuleitendur 11.580 krónur með hverju barni undir 18 ára aldri. Í þrjá mánuði fær fólk tekjutengdar atvinnuleysisbætur (70% af meðaltali heildarlauna) þó að hámarki 456.404 kr. á mánuði. Þetta er veruleiki sem blasir við allt of mörgum en í júní reiddu 16.165 einstaklingar sig á atvinnuleysisbætur. Reiknað er með að atvinnulausu fólki fjölgi í haust þegar uppsagnafrestur rennur út hjá mörgum. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það að mánaðarlegar skuldbindingar eru jafnan hærri en atvinnuleysisbæturnar; húsnæðiskostnaður, samgöngukostnaður, sími, tryggingar og svo mætti áfram telja. Að vera atvinnulaus er fjárhagslegt og félagslegt áfall. Áhyggjur af framfærslu, skert sjálfstraust því maður er ekki að „standa sig“, töpuð tengsl við vinnufélaga og það að detta úr rútínu í daglegu lífi reynist mörgum afar erfitt og er ekki hlutskipti sem fólk almennt velur sér. Ég ætla að endurtaka þetta: Að vera atvinnulaus er ekki hlutskipti sem fólk velur sér. Ég mun halda áfram að endurtaka þetta þangað til hugmyndum um annað er útrýmt. Að halda fólki sem missir vinnuna í fátæktargildru er ómannúðlegt. Það er skaðlegt fyrir einstaklinga sem lenda í slíku og býr til meiri samfélagleg og efnahagsleg vandamál en við glímum við nú þegar. Þess vegna er nauðsynlegt að hækka útgreiddar atvinnuleysisbætur og lengja tímabilið þar sem fólk fær tekjutengdar bætur. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar