Hætta á smiti geti aukist þegar vín er haft um hönd í veisluhöldum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. ágúst 2020 19:05 Sóttvarnarlæknir ráðleggur fólki að fara varlega í veislum þar sem áfengi er haft um hönd á meðan smit er á dreifingu í samfélaginu. „Það virðist vera útbreitt smit sem er að skjóta upp kollinum hér og þar og er þar að leiðandi erfiðara að eiga við heldur en ein stök hópsýking,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Sökum útbreiðslunnar ráðleggur sóttvarnarlæknir fólki að fara varlega þegar áfengi er haft um hönd í veislum. „Við höfum dæmi um það undanfarið að þar sem fólk passar sig ekki og hefur safnast saman að þar geta komið upp smit. Við vitum það bæði héðan og erlendis að þegar fólk fer að hafa vín um hönd þá gleymir það sér og passar sig ekki. Þá eykst hættan margfalt. Þetta höfum við séð hér og fengið fréttir af þessu erlendis frá. Það er á þeim grunni sem við erum að takmarka opnunartíma vínveitingarstaða,“ segir Þórólfur. Karl G. Kristinsson yfirlæknir á sýkla-og veirufræðideild LandspítalansVísir/Baldur Karl G. Kristinsson yfirlæknir á sýkla-og veirufræðideild Landspítalans sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að hluti sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans muni í næstu viku flytja tímabundið til Íslenskrar erfðagreiningar til að auka afkastagetu við greiningu sýna. Dagleg afkastageta veirufræðideildar hefur verið um tvö til þrjú þúsund sýni á dag en með flutningnum til íslenskrar erfðagreiningar verður hún um fimm þúsund sýni á dag. „Við getum ekki kannski haldið áfram gera 2000-3000 sýni vegna þess að hluti af okkar starfsmönnum fer í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar. En það væri hægt að auka hana smátt og smátt sé þess óskað. Það mætti þá hugsa sér að heildarafkastageta gæti orðið um 8000 sýni eða meira. Karls segir að Íslensk erfðagreining hafi boðið húsnæði sitt í verkefnið að kostnaðarlausu sem og starfsfólk og segist afar þakklátur fyrir það. Ákveðið öryggi felist í því að hafa starfsemina á tveimur stöðum ef smit kemur upp, líkt og gerðist í vor. „Það kom upp smit á sýklahluta deildarinnar á Barónsstíg í upphafi faraldurins en það kom utanfrá því við gætum afar vel að öllum sóttvörnum. Þá þurfti stór hluti deildarinnar að fara í sóttkví og því er gott að hafa starfsemina á tveimur stöðum ef slíkt gerðist aftur,“ segir Karl. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Sóttvarnarlæknir ráðleggur fólki að fara varlega í veislum þar sem áfengi er haft um hönd á meðan smit er á dreifingu í samfélaginu. „Það virðist vera útbreitt smit sem er að skjóta upp kollinum hér og þar og er þar að leiðandi erfiðara að eiga við heldur en ein stök hópsýking,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Sökum útbreiðslunnar ráðleggur sóttvarnarlæknir fólki að fara varlega þegar áfengi er haft um hönd í veislum. „Við höfum dæmi um það undanfarið að þar sem fólk passar sig ekki og hefur safnast saman að þar geta komið upp smit. Við vitum það bæði héðan og erlendis að þegar fólk fer að hafa vín um hönd þá gleymir það sér og passar sig ekki. Þá eykst hættan margfalt. Þetta höfum við séð hér og fengið fréttir af þessu erlendis frá. Það er á þeim grunni sem við erum að takmarka opnunartíma vínveitingarstaða,“ segir Þórólfur. Karl G. Kristinsson yfirlæknir á sýkla-og veirufræðideild LandspítalansVísir/Baldur Karl G. Kristinsson yfirlæknir á sýkla-og veirufræðideild Landspítalans sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að hluti sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans muni í næstu viku flytja tímabundið til Íslenskrar erfðagreiningar til að auka afkastagetu við greiningu sýna. Dagleg afkastageta veirufræðideildar hefur verið um tvö til þrjú þúsund sýni á dag en með flutningnum til íslenskrar erfðagreiningar verður hún um fimm þúsund sýni á dag. „Við getum ekki kannski haldið áfram gera 2000-3000 sýni vegna þess að hluti af okkar starfsmönnum fer í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar. En það væri hægt að auka hana smátt og smátt sé þess óskað. Það mætti þá hugsa sér að heildarafkastageta gæti orðið um 8000 sýni eða meira. Karls segir að Íslensk erfðagreining hafi boðið húsnæði sitt í verkefnið að kostnaðarlausu sem og starfsfólk og segist afar þakklátur fyrir það. Ákveðið öryggi felist í því að hafa starfsemina á tveimur stöðum ef smit kemur upp, líkt og gerðist í vor. „Það kom upp smit á sýklahluta deildarinnar á Barónsstíg í upphafi faraldurins en það kom utanfrá því við gætum afar vel að öllum sóttvörnum. Þá þurfti stór hluti deildarinnar að fara í sóttkví og því er gott að hafa starfsemina á tveimur stöðum ef slíkt gerðist aftur,“ segir Karl.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira