Eins metra reglan í skólum gerir það að verkum að HÍ og HR geta boðið nemendum upp á meira staðnám en útlit var fyrir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. ágúst 2020 20:00 Eins metra reglan í skólum gerir það að verkum að Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík geta boðið nemendum upp á aukið staðnám. Báðir skólar segjast þurfa fjárstuðning frá ríkinu. Í nýjum sóttvarnarreglum sem taka gildi á morgun er kveðið á um eins metra fjarlægðrarreglu í skólum. Rektor Háskólans í Reykjavík segir eins metra regluna veita skólum aukið svigrúm, en flestir voru byrjaðir að undirbúa skólahald vetrarins með tilliti til tveggja metra reglunnar. Sviðsstjóri kennslumála við Háskóla Íslands tekur undir þetta. „Þetta auðveldar þetta verulega fyrir okkur. Við vorum búin að reikna með að það væri sirka þrjátíu prósent af nemendum sem við kæmum fyrir í skólanum en nú eru þeir um 40 prósent,“ sagði Róbert H. Haraldsson, sviðsstjóri kennslumála við Háskóla Íslands. „Munurinn verður hversu margir komast að á sama tíma. Hversu mikið þarf að vera stafrænt og hversu oft við þurfum að bjóða upp á verklega tíma eftir því hverjar fjarlægðarreglurnar eru í hverrt skipti,“ sagði Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. „Þetta breytist aðallega þannig að við getum aukið staðnám,“ sagði Róbert. Lagt er upp með að fyrirlestrar verði á rafrænu formi í skólunum. „Fyrir verklega tíma, fyrir samræður og allt þetta sem krefst þess að vera á staðnum. Þar ætlum við að nota húsnæðið til að hleypa nemendum eins mikið á staðinn og hægt er,“ sagði Ari Kristinn. „Við setjum nýnema í forgang og við setjum líka í forganga að allir nemendur skólans fái einhverja staðkennslu,“ sagði Róbert. Vegna fjöldatakmarkanna þurfa báðir skólar að brjóta bekki upp í smærri hópa. Slíku fylgir aukinn kostnaður. „Aukinn kostnaður, aukin vinna og aukið umstang. Við þurfum að kenna stærri hluta dagsins. Nýta húsnæðið eins vel og mögulegt er. Þetta er alls ekki einfalt verkefni,“ sagði Ari Kristinn. „Það er alveg á hreinu að við munum lenda í meiri kostnaði út af þessu. Það eru viðræður á milli rektors og menntamálayfirvalda um aukið fjármagn,“ sagði Róbert. „Þannig að við treystum á gott samstarf við stjórnvöld þannig að háskólarnir beri ekki skertan hlut frá borði og við getum haldið áfram að sinna okkar starfi eins vel og hægt er,“ sagði Ari Kristinn. Ekki er komið í ljós hve mikils fjárstuðnings er þörf á. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira
Eins metra reglan í skólum gerir það að verkum að Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík geta boðið nemendum upp á aukið staðnám. Báðir skólar segjast þurfa fjárstuðning frá ríkinu. Í nýjum sóttvarnarreglum sem taka gildi á morgun er kveðið á um eins metra fjarlægðrarreglu í skólum. Rektor Háskólans í Reykjavík segir eins metra regluna veita skólum aukið svigrúm, en flestir voru byrjaðir að undirbúa skólahald vetrarins með tilliti til tveggja metra reglunnar. Sviðsstjóri kennslumála við Háskóla Íslands tekur undir þetta. „Þetta auðveldar þetta verulega fyrir okkur. Við vorum búin að reikna með að það væri sirka þrjátíu prósent af nemendum sem við kæmum fyrir í skólanum en nú eru þeir um 40 prósent,“ sagði Róbert H. Haraldsson, sviðsstjóri kennslumála við Háskóla Íslands. „Munurinn verður hversu margir komast að á sama tíma. Hversu mikið þarf að vera stafrænt og hversu oft við þurfum að bjóða upp á verklega tíma eftir því hverjar fjarlægðarreglurnar eru í hverrt skipti,“ sagði Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. „Þetta breytist aðallega þannig að við getum aukið staðnám,“ sagði Róbert. Lagt er upp með að fyrirlestrar verði á rafrænu formi í skólunum. „Fyrir verklega tíma, fyrir samræður og allt þetta sem krefst þess að vera á staðnum. Þar ætlum við að nota húsnæðið til að hleypa nemendum eins mikið á staðinn og hægt er,“ sagði Ari Kristinn. „Við setjum nýnema í forgang og við setjum líka í forganga að allir nemendur skólans fái einhverja staðkennslu,“ sagði Róbert. Vegna fjöldatakmarkanna þurfa báðir skólar að brjóta bekki upp í smærri hópa. Slíku fylgir aukinn kostnaður. „Aukinn kostnaður, aukin vinna og aukið umstang. Við þurfum að kenna stærri hluta dagsins. Nýta húsnæðið eins vel og mögulegt er. Þetta er alls ekki einfalt verkefni,“ sagði Ari Kristinn. „Það er alveg á hreinu að við munum lenda í meiri kostnaði út af þessu. Það eru viðræður á milli rektors og menntamálayfirvalda um aukið fjármagn,“ sagði Róbert. „Þannig að við treystum á gott samstarf við stjórnvöld þannig að háskólarnir beri ekki skertan hlut frá borði og við getum haldið áfram að sinna okkar starfi eins vel og hægt er,“ sagði Ari Kristinn. Ekki er komið í ljós hve mikils fjárstuðnings er þörf á.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira