Segist fegin að geta notið félagsskapar á hjúkrunarheimili á tímum heimsfaraldurs Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. ágúst 2020 20:30 Kona sem býr á Hrafnistu segist vera ánægð með að gengið sé langt í að tryggja öryggi heimilismanna á tímum heimsfaraldurs. Hún er fegin því að geta notið félagsskapar á hjúkrunarheimili núna. Heimsóknartími flestra hjúkrunarheimila hefur verið skertur í faraldri kórónuveirunnar. Íbúi á Hrafnistu segist afar ánægð með að gengið sé svo langt í að tryggja öryggi heimilismanna. „Mér finnst þetta alveg frábært ég get ekki fundið nokkurn skapaðan hlut að því. Það er bara verið að vernda okkur og það er okkur til góðs,“ Sagði hin 94 ára Bertha María Grímsdóttir Waagfjørd. Hún segist heppin að búa á Hrafnistu - því þar er hún alla daga i kringum aðra heimilismenn. Byggi hún enn í heimahúsi hefði hún ekki eins mikinn félagsskap á þessum undarlegu tímum. „Í þessu ástandi hefði ég verið mjög mikið ein en ég er aldrei ein hérna,“ sagði Bertha. Starfsmaður segir að íbúar hafi veitt hvor öðrum félagsskap í ljósi þess að aðstandendur hafi ekki heimild til að koma á öllum tímum dagsins. Þeir hafi kennt hvor öðrum að spila, hekla og notið meiri tíma saman en ella. Ástvinir Berthu koma reglulega til hennar og spjalla við hana í gegnum gluggann. „Ég hef getað talað við þau í gegnum gler með síma og séð þau,“ sagði Bertha. Bertha segir fólk hafa lært margt nýtt í faraldrinum. Til dæmis hafi tvítugur starfsmaður í aðhlynningu lært að setja rúllur í hárið á íbúum þegar hárgreiðslustofunni var lokað. „Meira að segja einn ungur piltur og hann gerði þetta svo ljómandi vel. Ég spurði hann að því hvort hann myndi vilja setja rúllur í mig, það var ekkert mál,“ sagði Bertha. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Kona sem býr á Hrafnistu segist vera ánægð með að gengið sé langt í að tryggja öryggi heimilismanna á tímum heimsfaraldurs. Hún er fegin því að geta notið félagsskapar á hjúkrunarheimili núna. Heimsóknartími flestra hjúkrunarheimila hefur verið skertur í faraldri kórónuveirunnar. Íbúi á Hrafnistu segist afar ánægð með að gengið sé svo langt í að tryggja öryggi heimilismanna. „Mér finnst þetta alveg frábært ég get ekki fundið nokkurn skapaðan hlut að því. Það er bara verið að vernda okkur og það er okkur til góðs,“ Sagði hin 94 ára Bertha María Grímsdóttir Waagfjørd. Hún segist heppin að búa á Hrafnistu - því þar er hún alla daga i kringum aðra heimilismenn. Byggi hún enn í heimahúsi hefði hún ekki eins mikinn félagsskap á þessum undarlegu tímum. „Í þessu ástandi hefði ég verið mjög mikið ein en ég er aldrei ein hérna,“ sagði Bertha. Starfsmaður segir að íbúar hafi veitt hvor öðrum félagsskap í ljósi þess að aðstandendur hafi ekki heimild til að koma á öllum tímum dagsins. Þeir hafi kennt hvor öðrum að spila, hekla og notið meiri tíma saman en ella. Ástvinir Berthu koma reglulega til hennar og spjalla við hana í gegnum gluggann. „Ég hef getað talað við þau í gegnum gler með síma og séð þau,“ sagði Bertha. Bertha segir fólk hafa lært margt nýtt í faraldrinum. Til dæmis hafi tvítugur starfsmaður í aðhlynningu lært að setja rúllur í hárið á íbúum þegar hárgreiðslustofunni var lokað. „Meira að segja einn ungur piltur og hann gerði þetta svo ljómandi vel. Ég spurði hann að því hvort hann myndi vilja setja rúllur í mig, það var ekkert mál,“ sagði Bertha.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira