Segist fegin að geta notið félagsskapar á hjúkrunarheimili á tímum heimsfaraldurs Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. ágúst 2020 20:30 Kona sem býr á Hrafnistu segist vera ánægð með að gengið sé langt í að tryggja öryggi heimilismanna á tímum heimsfaraldurs. Hún er fegin því að geta notið félagsskapar á hjúkrunarheimili núna. Heimsóknartími flestra hjúkrunarheimila hefur verið skertur í faraldri kórónuveirunnar. Íbúi á Hrafnistu segist afar ánægð með að gengið sé svo langt í að tryggja öryggi heimilismanna. „Mér finnst þetta alveg frábært ég get ekki fundið nokkurn skapaðan hlut að því. Það er bara verið að vernda okkur og það er okkur til góðs,“ Sagði hin 94 ára Bertha María Grímsdóttir Waagfjørd. Hún segist heppin að búa á Hrafnistu - því þar er hún alla daga i kringum aðra heimilismenn. Byggi hún enn í heimahúsi hefði hún ekki eins mikinn félagsskap á þessum undarlegu tímum. „Í þessu ástandi hefði ég verið mjög mikið ein en ég er aldrei ein hérna,“ sagði Bertha. Starfsmaður segir að íbúar hafi veitt hvor öðrum félagsskap í ljósi þess að aðstandendur hafi ekki heimild til að koma á öllum tímum dagsins. Þeir hafi kennt hvor öðrum að spila, hekla og notið meiri tíma saman en ella. Ástvinir Berthu koma reglulega til hennar og spjalla við hana í gegnum gluggann. „Ég hef getað talað við þau í gegnum gler með síma og séð þau,“ sagði Bertha. Bertha segir fólk hafa lært margt nýtt í faraldrinum. Til dæmis hafi tvítugur starfsmaður í aðhlynningu lært að setja rúllur í hárið á íbúum þegar hárgreiðslustofunni var lokað. „Meira að segja einn ungur piltur og hann gerði þetta svo ljómandi vel. Ég spurði hann að því hvort hann myndi vilja setja rúllur í mig, það var ekkert mál,“ sagði Bertha. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Maður skotinn í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Sjá meira
Kona sem býr á Hrafnistu segist vera ánægð með að gengið sé langt í að tryggja öryggi heimilismanna á tímum heimsfaraldurs. Hún er fegin því að geta notið félagsskapar á hjúkrunarheimili núna. Heimsóknartími flestra hjúkrunarheimila hefur verið skertur í faraldri kórónuveirunnar. Íbúi á Hrafnistu segist afar ánægð með að gengið sé svo langt í að tryggja öryggi heimilismanna. „Mér finnst þetta alveg frábært ég get ekki fundið nokkurn skapaðan hlut að því. Það er bara verið að vernda okkur og það er okkur til góðs,“ Sagði hin 94 ára Bertha María Grímsdóttir Waagfjørd. Hún segist heppin að búa á Hrafnistu - því þar er hún alla daga i kringum aðra heimilismenn. Byggi hún enn í heimahúsi hefði hún ekki eins mikinn félagsskap á þessum undarlegu tímum. „Í þessu ástandi hefði ég verið mjög mikið ein en ég er aldrei ein hérna,“ sagði Bertha. Starfsmaður segir að íbúar hafi veitt hvor öðrum félagsskap í ljósi þess að aðstandendur hafi ekki heimild til að koma á öllum tímum dagsins. Þeir hafi kennt hvor öðrum að spila, hekla og notið meiri tíma saman en ella. Ástvinir Berthu koma reglulega til hennar og spjalla við hana í gegnum gluggann. „Ég hef getað talað við þau í gegnum gler með síma og séð þau,“ sagði Bertha. Bertha segir fólk hafa lært margt nýtt í faraldrinum. Til dæmis hafi tvítugur starfsmaður í aðhlynningu lært að setja rúllur í hárið á íbúum þegar hárgreiðslustofunni var lokað. „Meira að segja einn ungur piltur og hann gerði þetta svo ljómandi vel. Ég spurði hann að því hvort hann myndi vilja setja rúllur í mig, það var ekkert mál,“ sagði Bertha.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Maður skotinn í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Sjá meira