Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta Miss Universe Iceland keppninni sem átti að fara fram þann 21. ágúst. Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri keppninnar segir að keppnin fari þess í stað fram þann 23. október. Þessi ákvörðun var tekin vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hér á landi.
„Við tökum tveggja vikna hlé frá æfingum og byrjum svo aftur að æfa í Reebok Fitness þar sem æfingarnar hafa fram í sumar,“ segir Manuela Ósk í samtali við Vísi.
Keppendur eru nú að vinna að góðgerðarverkefni og eru með sölubása í Kringlubazar til 29. ágúst. Allur ágóði af sölunni fer til Kvennaathvarfsins.