Ný auglýsing frá heilbrigðisráðherra vegna samkomutakmarkana væntanleg Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. ágúst 2020 12:13 Samkvæmt upplýsingum fréttastofu bíður heilbrigðisráðuneytið nú eftir nánari upplýsingum sem óskað var eftir frá sóttvarnalækni. Ný auglýsing frá ráðherra um framhaldið sé væntanleg fljótlega eftir að svör sóttvarnalæknis liggja fyrir. Vísir/Vilhelm Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en enginn á landamærum. Búist er við að stjórnvöld greini frá því síðar í dag eða í fyrramálið hvert framhaldið verður hvað varðar samkomutakmarkanir og aðgerðir innanlands, eftir að núgildandi ráðstafanir renna úr gildi á miðnætti annað kvöld. Núgildandi reglur, sem meðal annars kveða á um samkomutakmarkanir, tveggja metra reglu og grímunotkun undir vissum kringumstæðum sem tóku gildi föstudaginn 31. júlí, eru í gildi til miðnættis annað kvöld. Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra í gærmorgun tillögum sínum um framhaldið. Í minnisblaðinu eru meðal annars tillögur sem varða landamæraskimun, eins metra regluna og um íþróttir með snertingum. Á upplýsingafundi í gær kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að hann horfi fremur til þess að slaka á höftum en að þau verði hert. Fáir sýktir undanfarna daga gefi vonir um að sóttvarnayfirvöld séu að ná tökum á hópsýkingunni sem þau hafa fengist við síðustu daga. Hann hafi þegar borið tilslakanir undir ráðherra en leggi þó áfram til að samkomutakmarkanir miði við hundrað manns. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa stjórnvöld óskað eftir frekari gögnum og skýringum frá sóttvarnalækni, um þær tillögur sem ráðherra fékk afhentar í gær, hvað varðar aðgerðir innanlands. Stefnt sé að því að auglýsa hvað tekur við eins fljótt og hægt er eftir að frekari gögn hafi borist frá sóttvarnalækni. Vonast er til að það verði sem fyrst í dag en í allra síðasta lagi fyrir hádegi á morgun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu beinist auglýsing heilbrigðisráðherra, sem nú er í vinnslu og verður að öllum líkindum kynnt í dag, ekki að breyttum ráðstöfunum á landamærum, heldur aðeins því sem tekur við hér innanlands. Fleiri sýni tekin í gær en dagana þar á undan Öll fjögur sem greindust með covid-19 innanlands í gær greindust hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans sem tók 667 sýni í gær. Það eru töluvert fleiri sýni en síðustu þrjá daga þar á undan. Enginn af þeim 523 sem skimaðir voru hjá Íslenskri erfðagreiningu voru með veiruna og ekki heldur neinn þeirra ríflega 2100 sem fóru í sýnatöku á landamærum. Þau tvö sem greindust á landamærum í fyrradag og biðu niðurstöðu mótefnamælingar reyndust hins vegar vera með veiruna en þannig greindust alls 5 með virkt smit á landamærum í fyrradag. Alls eru nú 115 í einangrun með virkt smit og 766 í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en enginn á landamærum. Búist er við að stjórnvöld greini frá því síðar í dag eða í fyrramálið hvert framhaldið verður hvað varðar samkomutakmarkanir og aðgerðir innanlands, eftir að núgildandi ráðstafanir renna úr gildi á miðnætti annað kvöld. Núgildandi reglur, sem meðal annars kveða á um samkomutakmarkanir, tveggja metra reglu og grímunotkun undir vissum kringumstæðum sem tóku gildi föstudaginn 31. júlí, eru í gildi til miðnættis annað kvöld. Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra í gærmorgun tillögum sínum um framhaldið. Í minnisblaðinu eru meðal annars tillögur sem varða landamæraskimun, eins metra regluna og um íþróttir með snertingum. Á upplýsingafundi í gær kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að hann horfi fremur til þess að slaka á höftum en að þau verði hert. Fáir sýktir undanfarna daga gefi vonir um að sóttvarnayfirvöld séu að ná tökum á hópsýkingunni sem þau hafa fengist við síðustu daga. Hann hafi þegar borið tilslakanir undir ráðherra en leggi þó áfram til að samkomutakmarkanir miði við hundrað manns. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa stjórnvöld óskað eftir frekari gögnum og skýringum frá sóttvarnalækni, um þær tillögur sem ráðherra fékk afhentar í gær, hvað varðar aðgerðir innanlands. Stefnt sé að því að auglýsa hvað tekur við eins fljótt og hægt er eftir að frekari gögn hafi borist frá sóttvarnalækni. Vonast er til að það verði sem fyrst í dag en í allra síðasta lagi fyrir hádegi á morgun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu beinist auglýsing heilbrigðisráðherra, sem nú er í vinnslu og verður að öllum líkindum kynnt í dag, ekki að breyttum ráðstöfunum á landamærum, heldur aðeins því sem tekur við hér innanlands. Fleiri sýni tekin í gær en dagana þar á undan Öll fjögur sem greindust með covid-19 innanlands í gær greindust hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans sem tók 667 sýni í gær. Það eru töluvert fleiri sýni en síðustu þrjá daga þar á undan. Enginn af þeim 523 sem skimaðir voru hjá Íslenskri erfðagreiningu voru með veiruna og ekki heldur neinn þeirra ríflega 2100 sem fóru í sýnatöku á landamærum. Þau tvö sem greindust á landamærum í fyrradag og biðu niðurstöðu mótefnamælingar reyndust hins vegar vera með veiruna en þannig greindust alls 5 með virkt smit á landamærum í fyrradag. Alls eru nú 115 í einangrun með virkt smit og 766 í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira