Sofandi og ráðalaus: 4 punktar Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 12. ágúst 2020 10:00 1. Sáralítið mat hefur verið lagt á hvað opnun landsins þýddi í raun, og hver væri ábatinn, kostnaðurinn og áhættan. Um þetta eru flestir sammála nema ráðherrarnir sem áttu að vinna vinnuna sína. Hver erlendur ferðamaður skilar að jafnaði um 240.000 kr. í útflutningsverðmæti. Í júlí voru um 50 þúsund erlendir farþegar. Þetta þýðir 12 milljarða útflutningstekjur og af því er þjóðhagslegur ávinningur um 5 milljarðar. Í öllu samhengi er þetta mjög lág upphæð. Til samanburðar eyða Íslendingar í venjulegu árferði um 17 milljörðum erlendis í hverjum mánuði. 2. Á sama tíma og við erum upplifa dýpstu kreppu okkar í 100 ár og í raun að kljást við eitt stærsta úrlausnarefni aldarinnar er ríkisstjórnin sofandi í aftursætinu. Öllum ákvörðunum er skotið til þríeykisins sem hefur sóttvarnarhlutverki að gegna og gegna þau því hlutverki af prýði. Þríeykið á hins vegar ekki að sinna öðrum hlutverkum. Þau hlutverk liggja hjá ráðherrunum en þar er máttleysið algert. Á sama tíma búa skólar, aldraðir, foreldrar, heimili, menningarlífið, veitingastaðir, íþróttastarf og atvinnulífið við endurtekna óvissu og ráðleysi í boði ríkisstjórnarinnar. 3. Hvert er eiginlega planið hjá þessari ríkisstjórn? Forsætisráðherrann sagði nýlega að „meginmarkmið“ ríkisstjórnarinnar sé að tryggja „stöðugleika í stjórnarfari“ sem þýðir á mannamáli: Markmið okkar er að halda ráðherrastólunum. Annað er ekki að frétta. 4. Ég er lengi búinn að kalla til dæmis eftir fjárfestingaráætlun við þessar aðstæður. Það var gert í síðasta hruni en ekkert bólar á slíku núna. Einungis á þessu ári hafa 20.000 störf bókstaflega horfið úr íslensku hagkerfi. Þetta eru fleiri störf en eru samanlagt á öllu Austurlandi, Vestfjörðum og Akureyri. Hvernig er ríkisstjórnin að bregðast við þessari stöðu? Hvar er verið að bregðast við breyttu hagkerfi? Og af hverju er þessi ríkisstjórn aldrei undirbúin? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
1. Sáralítið mat hefur verið lagt á hvað opnun landsins þýddi í raun, og hver væri ábatinn, kostnaðurinn og áhættan. Um þetta eru flestir sammála nema ráðherrarnir sem áttu að vinna vinnuna sína. Hver erlendur ferðamaður skilar að jafnaði um 240.000 kr. í útflutningsverðmæti. Í júlí voru um 50 þúsund erlendir farþegar. Þetta þýðir 12 milljarða útflutningstekjur og af því er þjóðhagslegur ávinningur um 5 milljarðar. Í öllu samhengi er þetta mjög lág upphæð. Til samanburðar eyða Íslendingar í venjulegu árferði um 17 milljörðum erlendis í hverjum mánuði. 2. Á sama tíma og við erum upplifa dýpstu kreppu okkar í 100 ár og í raun að kljást við eitt stærsta úrlausnarefni aldarinnar er ríkisstjórnin sofandi í aftursætinu. Öllum ákvörðunum er skotið til þríeykisins sem hefur sóttvarnarhlutverki að gegna og gegna þau því hlutverki af prýði. Þríeykið á hins vegar ekki að sinna öðrum hlutverkum. Þau hlutverk liggja hjá ráðherrunum en þar er máttleysið algert. Á sama tíma búa skólar, aldraðir, foreldrar, heimili, menningarlífið, veitingastaðir, íþróttastarf og atvinnulífið við endurtekna óvissu og ráðleysi í boði ríkisstjórnarinnar. 3. Hvert er eiginlega planið hjá þessari ríkisstjórn? Forsætisráðherrann sagði nýlega að „meginmarkmið“ ríkisstjórnarinnar sé að tryggja „stöðugleika í stjórnarfari“ sem þýðir á mannamáli: Markmið okkar er að halda ráðherrastólunum. Annað er ekki að frétta. 4. Ég er lengi búinn að kalla til dæmis eftir fjárfestingaráætlun við þessar aðstæður. Það var gert í síðasta hruni en ekkert bólar á slíku núna. Einungis á þessu ári hafa 20.000 störf bókstaflega horfið úr íslensku hagkerfi. Þetta eru fleiri störf en eru samanlagt á öllu Austurlandi, Vestfjörðum og Akureyri. Hvernig er ríkisstjórnin að bregðast við þessari stöðu? Hvar er verið að bregðast við breyttu hagkerfi? Og af hverju er þessi ríkisstjórn aldrei undirbúin? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun