Segir tölur eigin ríkisstjórnar um skógarelda vera lygar Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2020 23:49 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. AP/Eraldo Peres Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur brugðist reiður við fregnum um fjölmargar skógarelda á Amasonsvæðinu og segir þær vera „lygar“. Jafnvel þó fregnirnar byggi að miklu leiti á opinberum gögnum hans eigin ríkisstjórnar, sem segja þúsundir skógarelda loga í landinu. Þar að auki er Bolsonaro sjálfur sagður hafa sent hermenn á svæðið til að berjast gegn skógareldum. Bolsonaro beitti svipuðum aðferðum í fyrra og þvertók fyrir að skógareldar væru vandamál. Það leiddi til deilna á milli hans og Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og annarra þjóðarleiðtoga. Í ágúst í fyrra höfðu skógareldar ekki verið verri í landinu í níu ár. Samkvæmt frétt Reuters er útlitið verra nú í ár. Rúmlega tíu þúsund eldar voru skráðir á fyrstu tíu dögum mánaðarins og er það 17 prósentum hærra en í fyrra, samkvæmt tölum frá Geimvísindastofnun Brasilíu, IPNE. Vitni á svæðinu sagði reyk þekja himininn á daginn og að eldarnir lýstu upp næturnar. Sérfræðingar segja þessa elda kveikta til að búa til meira ræktarland. Í ræðu sem Bolsonaro hélt fyrir framan aðra þjóðarleiðtoga Suður-Ameríku á fundi samtaka ríkja um vernd Amasonskógarins, í dag sagði forsetinn að þetta væri allt ósatt. Ef maður flygi yfir frumskóginn væri ekki einn eldur sýnilegur. Í fyrra, þegar opinberar tölur IPNE fóru gegn ummælum Bolsonaro, rak hann yfirmann stofnunarinnar. Brasilía Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur brugðist reiður við fregnum um fjölmargar skógarelda á Amasonsvæðinu og segir þær vera „lygar“. Jafnvel þó fregnirnar byggi að miklu leiti á opinberum gögnum hans eigin ríkisstjórnar, sem segja þúsundir skógarelda loga í landinu. Þar að auki er Bolsonaro sjálfur sagður hafa sent hermenn á svæðið til að berjast gegn skógareldum. Bolsonaro beitti svipuðum aðferðum í fyrra og þvertók fyrir að skógareldar væru vandamál. Það leiddi til deilna á milli hans og Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og annarra þjóðarleiðtoga. Í ágúst í fyrra höfðu skógareldar ekki verið verri í landinu í níu ár. Samkvæmt frétt Reuters er útlitið verra nú í ár. Rúmlega tíu þúsund eldar voru skráðir á fyrstu tíu dögum mánaðarins og er það 17 prósentum hærra en í fyrra, samkvæmt tölum frá Geimvísindastofnun Brasilíu, IPNE. Vitni á svæðinu sagði reyk þekja himininn á daginn og að eldarnir lýstu upp næturnar. Sérfræðingar segja þessa elda kveikta til að búa til meira ræktarland. Í ræðu sem Bolsonaro hélt fyrir framan aðra þjóðarleiðtoga Suður-Ameríku á fundi samtaka ríkja um vernd Amasonskógarins, í dag sagði forsetinn að þetta væri allt ósatt. Ef maður flygi yfir frumskóginn væri ekki einn eldur sýnilegur. Í fyrra, þegar opinberar tölur IPNE fóru gegn ummælum Bolsonaro, rak hann yfirmann stofnunarinnar.
Brasilía Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Sjá meira