Leikjum mótherja KR frestað vegna „heimskupara“ leikmanns Sindri Sverrisson skrifar 11. ágúst 2020 13:30 Boli Bolingoli verður hugsanlega í agabanni þegar Celtic mætir KR, ef leikurinn fer á annað borð fram. SAMSETT/GETTY/BÁRA Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila tvo leiki sem það átti að spila fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. Celtic á að taka á móti KR í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir slétta viku. Ekki liggur hins vegar ljóst fyrir nákvæmlega hvernig skosku meisturunum verður refsað eftir að varnarmaðurinn Boli Bolingoli skaust til Spánar í leyfisleysi og spilaði svo í skosku úrvalsdeildinni á sunnudag, án þess að fara í sóttkví. Næst fer rauða spjaldið á loft Nicola Sturgeon, forsætisráðherra heimastjórnar Skotlands, sagði í dag ljóst að fólk ætti ekki að búast við því að sjá leiki með Celtic á næstu dögum. Hið sama gildir um Aberdeen eftir að átta leikmenn liðsins fóru saman á knæpu. „Lítið á daginn í dag sem gula spjaldið. Næst getum við ekki annað en lyft rauða spjaldinu,“ sagði Sturgeon. Celtic átti að mæta St Mirren á morgun og svo Aberdeen um helgina, en leikurinn við KR er næsta þriðjudag. Erfitt að ímynda sér meira ábyrgðarleysi Sturgeon hefur nú krafið skoska knattspyrnusambandið um skýrar reglur um það hvernig leikmönnum sem brjóti sóttvarnareglur verði refsað. Enn kemur til greina að fresta fleiri leikjum og ekki er útilokað að öllum leikjum helgarinnar verði frestað í Skotlandi. Celtic og Bolingoli hafa beðist afsökunar á framferði leikmannsins. „Það er erfitt að ímynda sér meira ábyrgðarleysi en sýnt var við þessar aðstæður, og við getum hreinlega ekki útskýrt þetta. Félagið mun strax bregðast við með sínum agareglum,“ sagði í yfirlýsingu frá Celtic. Þar sagði janframt að allir leikmenn og starfslið Celtic hefðu farið í tvær skimanir eftir að upp komst um brot Bolingoli og öll próf hefðu reynst neikvæð. Það afsaki þó á engan hátt „heimskupör“ hans. Skotland KR Meistaradeild Evrópu Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Blikar gætu fengið sigur eða undanþágu til að komast til Noregs Leikmenn Breiðabliks gætu þurft að fá undanþágu frá sóttvarnareglum í Noregi til að mæta þar liði Rosenborg. Fáist sú undanþága ekki gæti Blikum verið úrskurðaður sigur, 3-0. 11. ágúst 2020 11:58 Þórólfur leggur til að hópíþróttir hefjist að nýju Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja það til í minnisblaði til heilbrigðisráðherra að íþróttir með snertingu verði leyfðar að nýju. 10. ágúst 2020 14:33 FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 Rúnar: Gæti verið með alla leikmennina á æfingu í líkamsræktarstöð og í sundi Þjálfari Íslandsmeistara KR er ekki par sáttur við þær reglur sem gilda um knattspyrnufólk og leiki hér á landi. 10. ágúst 2020 10:00 „Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR segir að liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA þurfi að spila alvöru leiki og það sem fyrst. 9. ágúst 2020 20:15 KR mætir Celtic í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar KR munu mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun. 9. ágúst 2020 10:48 Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Sjá meira
Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila tvo leiki sem það átti að spila fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. Celtic á að taka á móti KR í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir slétta viku. Ekki liggur hins vegar ljóst fyrir nákvæmlega hvernig skosku meisturunum verður refsað eftir að varnarmaðurinn Boli Bolingoli skaust til Spánar í leyfisleysi og spilaði svo í skosku úrvalsdeildinni á sunnudag, án þess að fara í sóttkví. Næst fer rauða spjaldið á loft Nicola Sturgeon, forsætisráðherra heimastjórnar Skotlands, sagði í dag ljóst að fólk ætti ekki að búast við því að sjá leiki með Celtic á næstu dögum. Hið sama gildir um Aberdeen eftir að átta leikmenn liðsins fóru saman á knæpu. „Lítið á daginn í dag sem gula spjaldið. Næst getum við ekki annað en lyft rauða spjaldinu,“ sagði Sturgeon. Celtic átti að mæta St Mirren á morgun og svo Aberdeen um helgina, en leikurinn við KR er næsta þriðjudag. Erfitt að ímynda sér meira ábyrgðarleysi Sturgeon hefur nú krafið skoska knattspyrnusambandið um skýrar reglur um það hvernig leikmönnum sem brjóti sóttvarnareglur verði refsað. Enn kemur til greina að fresta fleiri leikjum og ekki er útilokað að öllum leikjum helgarinnar verði frestað í Skotlandi. Celtic og Bolingoli hafa beðist afsökunar á framferði leikmannsins. „Það er erfitt að ímynda sér meira ábyrgðarleysi en sýnt var við þessar aðstæður, og við getum hreinlega ekki útskýrt þetta. Félagið mun strax bregðast við með sínum agareglum,“ sagði í yfirlýsingu frá Celtic. Þar sagði janframt að allir leikmenn og starfslið Celtic hefðu farið í tvær skimanir eftir að upp komst um brot Bolingoli og öll próf hefðu reynst neikvæð. Það afsaki þó á engan hátt „heimskupör“ hans.
Skotland KR Meistaradeild Evrópu Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Blikar gætu fengið sigur eða undanþágu til að komast til Noregs Leikmenn Breiðabliks gætu þurft að fá undanþágu frá sóttvarnareglum í Noregi til að mæta þar liði Rosenborg. Fáist sú undanþága ekki gæti Blikum verið úrskurðaður sigur, 3-0. 11. ágúst 2020 11:58 Þórólfur leggur til að hópíþróttir hefjist að nýju Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja það til í minnisblaði til heilbrigðisráðherra að íþróttir með snertingu verði leyfðar að nýju. 10. ágúst 2020 14:33 FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 Rúnar: Gæti verið með alla leikmennina á æfingu í líkamsræktarstöð og í sundi Þjálfari Íslandsmeistara KR er ekki par sáttur við þær reglur sem gilda um knattspyrnufólk og leiki hér á landi. 10. ágúst 2020 10:00 „Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR segir að liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA þurfi að spila alvöru leiki og það sem fyrst. 9. ágúst 2020 20:15 KR mætir Celtic í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar KR munu mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun. 9. ágúst 2020 10:48 Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Sjá meira
Blikar gætu fengið sigur eða undanþágu til að komast til Noregs Leikmenn Breiðabliks gætu þurft að fá undanþágu frá sóttvarnareglum í Noregi til að mæta þar liði Rosenborg. Fáist sú undanþága ekki gæti Blikum verið úrskurðaður sigur, 3-0. 11. ágúst 2020 11:58
Þórólfur leggur til að hópíþróttir hefjist að nýju Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja það til í minnisblaði til heilbrigðisráðherra að íþróttir með snertingu verði leyfðar að nýju. 10. ágúst 2020 14:33
FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15
Rúnar: Gæti verið með alla leikmennina á æfingu í líkamsræktarstöð og í sundi Þjálfari Íslandsmeistara KR er ekki par sáttur við þær reglur sem gilda um knattspyrnufólk og leiki hér á landi. 10. ágúst 2020 10:00
„Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR segir að liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA þurfi að spila alvöru leiki og það sem fyrst. 9. ágúst 2020 20:15
KR mætir Celtic í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar KR munu mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun. 9. ágúst 2020 10:48