Mikilvægt að öll lög landsins verði kynhlutlaus Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. ágúst 2020 13:00 Þorbjörg Þorvaldsdóttir er formaður Samtakanna 78. BALDUR HRAFNKELL Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að gera breytingar á lögum landsins í þá veru að öll lög verði kynhlutlaus. Frumvarpsdrög þess efnis eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Í samráðsgátt stjórnvalda hafa verið birt fjögur drög að frumvörpum sem snúa að lögum um kynrænt sjálfræði. Formaður Samtakanna 78 segir frumvarpsdrögin í samræmi við kröfur samtakanna. „Til dæmis er gert ráð fyrir því að börn frá 15 ára aldri geti breytt kynskráningu sinni án aðkomu forráðarmanna og það er eitthvað sem við hefðum gjarnan viljað sjá inn í lögum um kynrænt sjálfræði en var hækkað í meðferð þingsins upp í 18 ár,“ sagði Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna 78. Frestur til að skila inn umsögnum um drögin er til 28 ágúst. Alþingishúsið Samkvæmt bráðabirgðaákvæði í lögum um kynrænt sjálfræði var ráðherra falið að skipa starfshóp til að gera tillögur að breytingum á öðrum lögum sem nauðsynlegar eru til að tryggja réttindi trans og intersex fólks. Hluti af þeim tillögum er að gera öll lög kynhlutlaus. „Það er búið að heimila þessa þriðju kynskráningu þannig nú þarf að endurhugsa ýmis ákvæði ýmissa laga. Ég held það séu þarna undir sjómannalög, höfundalög og alls konar. Það er ótrúlegt hvað kynjað orðfæri og bara upptalning á orðunum karl og kona er víða í lögunum og þarna er í raun og veru bara verið að gera lögin kynhlutlaus eða bæta við möguleika fyrir fólk sem er með hlutlausa kynskráningu,“ segir Þorbjörg. Hún vonast til að frumvörpin verði lögð fram á þinginu í haust. Hinsegin Alþingi Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að gera breytingar á lögum landsins í þá veru að öll lög verði kynhlutlaus. Frumvarpsdrög þess efnis eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Í samráðsgátt stjórnvalda hafa verið birt fjögur drög að frumvörpum sem snúa að lögum um kynrænt sjálfræði. Formaður Samtakanna 78 segir frumvarpsdrögin í samræmi við kröfur samtakanna. „Til dæmis er gert ráð fyrir því að börn frá 15 ára aldri geti breytt kynskráningu sinni án aðkomu forráðarmanna og það er eitthvað sem við hefðum gjarnan viljað sjá inn í lögum um kynrænt sjálfræði en var hækkað í meðferð þingsins upp í 18 ár,“ sagði Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna 78. Frestur til að skila inn umsögnum um drögin er til 28 ágúst. Alþingishúsið Samkvæmt bráðabirgðaákvæði í lögum um kynrænt sjálfræði var ráðherra falið að skipa starfshóp til að gera tillögur að breytingum á öðrum lögum sem nauðsynlegar eru til að tryggja réttindi trans og intersex fólks. Hluti af þeim tillögum er að gera öll lög kynhlutlaus. „Það er búið að heimila þessa þriðju kynskráningu þannig nú þarf að endurhugsa ýmis ákvæði ýmissa laga. Ég held það séu þarna undir sjómannalög, höfundalög og alls konar. Það er ótrúlegt hvað kynjað orðfæri og bara upptalning á orðunum karl og kona er víða í lögunum og þarna er í raun og veru bara verið að gera lögin kynhlutlaus eða bæta við möguleika fyrir fólk sem er með hlutlausa kynskráningu,“ segir Þorbjörg. Hún vonast til að frumvörpin verði lögð fram á þinginu í haust.
Hinsegin Alþingi Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira