Draymond Green er í „sumarfríi frá NBA“ en nældi sér samt í 6,8 milljóna sekt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2020 16:30 Draymond Green er vanur að koma sér í vandræði og gerir það líka þótt að hann sé ekki sjálfur að spila. Getty/Nhat V. Meyer NBA-deildin ákvað að sekta Golden State Warriors leikmanninn Draymond Green um 50 þúsund Bandaríkjadali. Draymond Green braut reglur NBA-deildarinnar þegar hann talaði um Devin Booker í útsendingu TNT-sjónvarpsstöðvarinnar. Hann sjálfur vissi alveg að hann hefði gengið of langt. Devin Booker hefur staðið sig frábærlega með Phoenix Suns liðinu og Draymond Green kallaði eftir því að hann myndi koma sér frá Phoenix Suns sem fyrst eins og sjá má hér fyrir neðan. Draymond Green says he wants to see Devin Booker on another team. pic.twitter.com/G2wnR2J1Xh— ESPN (@espn) August 7, 2020 NBA-deildin er með mjög strangar reglur um það að leikmenn og þjálfarar mega ekki verið að reyna að hafa áhrif á hvað aðrir leikmenn gera. Það sem er sérstakt er að Draymond Green skuli hafa getað náð sér í 6,8 milljóna sekt þegar tímabilið hans er löngu búið. Draymond Green og félagar í Golden State Warriors stóðu sig svo illa á NBA-tímabilinu að þeir fengu ekki að vera með Disney-garðinum. Þangað komusy aðeins þau lið sem áttu möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en Warriors var með lélegasta árangurinn í deildinni. Warriors star Draymond Green fined $50,000 for public comments about Suns All-Star Devin Booker and for violating the league s anti-tampering rule.— Shams Charania (@ShamsCharania) August 9, 2020 Hinn yfirlýsingaglaði og kjaftfori Draymond Green er duglegur að koma sér í vandræði þegar hann er að spila en núna tókst honum að næla sér í stóra sekt þrátt fyrir að vera í „sumarfríi“ frá NBA-deildinni. Það þarf hins vegar ekki að koma mikið á óvart að Green vilji sjá Devin Booker í sínu liði. Booker er frábær leikmaður sem hefur sprungið út í Disney-garðinum. Hann hefur skorað 29,4 stig og gefið 6,4 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fimm leikjunum. Draymond Green talking Devin Booker on @NBAonTNT: "Get my man out of Phoenix. It's not good for him, it's not good for his career. I need my man to go somewhere he can play great basketball all the time, and win."Ernie Johnson: "Are you tampering?'Draymond: "Maybe" pic.twitter.com/vTUn4pK3iq— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) August 7, 2020 NBA Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
NBA-deildin ákvað að sekta Golden State Warriors leikmanninn Draymond Green um 50 þúsund Bandaríkjadali. Draymond Green braut reglur NBA-deildarinnar þegar hann talaði um Devin Booker í útsendingu TNT-sjónvarpsstöðvarinnar. Hann sjálfur vissi alveg að hann hefði gengið of langt. Devin Booker hefur staðið sig frábærlega með Phoenix Suns liðinu og Draymond Green kallaði eftir því að hann myndi koma sér frá Phoenix Suns sem fyrst eins og sjá má hér fyrir neðan. Draymond Green says he wants to see Devin Booker on another team. pic.twitter.com/G2wnR2J1Xh— ESPN (@espn) August 7, 2020 NBA-deildin er með mjög strangar reglur um það að leikmenn og þjálfarar mega ekki verið að reyna að hafa áhrif á hvað aðrir leikmenn gera. Það sem er sérstakt er að Draymond Green skuli hafa getað náð sér í 6,8 milljóna sekt þegar tímabilið hans er löngu búið. Draymond Green og félagar í Golden State Warriors stóðu sig svo illa á NBA-tímabilinu að þeir fengu ekki að vera með Disney-garðinum. Þangað komusy aðeins þau lið sem áttu möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en Warriors var með lélegasta árangurinn í deildinni. Warriors star Draymond Green fined $50,000 for public comments about Suns All-Star Devin Booker and for violating the league s anti-tampering rule.— Shams Charania (@ShamsCharania) August 9, 2020 Hinn yfirlýsingaglaði og kjaftfori Draymond Green er duglegur að koma sér í vandræði þegar hann er að spila en núna tókst honum að næla sér í stóra sekt þrátt fyrir að vera í „sumarfríi“ frá NBA-deildinni. Það þarf hins vegar ekki að koma mikið á óvart að Green vilji sjá Devin Booker í sínu liði. Booker er frábær leikmaður sem hefur sprungið út í Disney-garðinum. Hann hefur skorað 29,4 stig og gefið 6,4 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fimm leikjunum. Draymond Green talking Devin Booker on @NBAonTNT: "Get my man out of Phoenix. It's not good for him, it's not good for his career. I need my man to go somewhere he can play great basketball all the time, and win."Ernie Johnson: "Are you tampering?'Draymond: "Maybe" pic.twitter.com/vTUn4pK3iq— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) August 7, 2020
NBA Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira