Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum rignir inn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. ágúst 2020 11:24 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur beðið stjórnvöld um að gera upp hvaða fjárhagslegu afleiðingar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hafa. Vísir/Vilhelm Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum frá fólki og fyrirtækjum rignir inn til Almannavarna að sögn sóttvarnalæknis. Fjöldi fólks vinni fulla vinnu, frá morgni til kvölds, alla daga vikunnar við að svara undanþágubeiðnunum. „Þetta er mest íþyngjandi vinnan núna, allar þessar undanþágubeiðnir, sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Um tvenns konar beiðnir sé að ræða. Annars vegar fyrirtæki, einstaklingar og félagasamtök sem vilji gera vel og vilji máta sig við reglurnar. Hins vegar þeir sem vilji fá undanþágu. „Þeir sem telja þetta ekki eiga alveg við sig,“ sagði Þórólfur. „Það er skiljanlegt því þetta er mikið fjárhagslegt spursmál fyrir marga.“ Þrátt fyrir þetta sé það hlutverk Almannavarna að koma fólki í skilning um að fengist sé við alvarlega hluti á þessum tímum. „Okkar tilmæli hafa verið tiltölulega einföld finnst mér. En síðan rignir yfir okkur beiðnum um undanþágu.“ Kári vill loka landinu Þórólfur segir jafnframt að ekki megi gleyma því að landinu var aldrei lokað. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var einnig í þættinum og sagði hann meðal annars að hann vildi helst loka landinu alveg til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Það væri að hans mati vænlegasta lausnin. „Mín skoðun er sú að það vanti svolítið uppgjör á þeim aðgerðum sem verið er að grípa til og við höfum beðið stjórnvöld um að gera það. Hvað skiptir það miklu máli fjárhagslega að gera þetta og hitt og þá geta menn bara valið [hvað sé best]. Það sem ég þarf að gera sem sóttvarnalæknir er að gefa stjórnvöldum val, hvað sóttvarnarlega felst í hverju vali fyrir sig,“ svaraði Þórólfur þá aðspurður hvert hans mat væri. Ef landinu yrði lokað og allir sem kæmu hingað væru sendir í sóttkví myndi samt sem áður rigna inn beiðnum um undanþágur. „Það er mikil starfsemi hér innanlands [sem] byggir á erlendu vinnuafli af mörgum toga. Mér sýnist mörg starfsemi byggja á því.“ „Þá getur gerst það sem er að gerast núna að það kemur einn einstaklingur inn með eina veiru sem nær að grafa um sig þannig að ég held að við verðum núna áfram, sama hvað við gerum, við getum minnkað áhættuna á landamærunum með því sem við gerum,“ sagði Þórólfur og nefndi skimunina. Þá telur hann að veiran muni vera hluti af okkar veruleika næstu mánuðina og jafnvel árin, þar til endanleg lausn er komin á vandann eins og til dæmis bóluefni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Sprengisandur Tengdar fréttir Kári vill loka landinu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. 9. ágúst 2020 10:53 Þrjú ný smit greindust innanlands Þrjú ný smit greindust innanlands í gær. Eitt smit greindist á landamærum þar sem mótefnamælingar er beðið. 9. ágúst 2020 11:04 Sprengisandur: Þórólfur og Kári ræða stöðuna Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson verða fyrstu gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst strax að loknum tíufréttum. 9. ágúst 2020 09:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira
Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum frá fólki og fyrirtækjum rignir inn til Almannavarna að sögn sóttvarnalæknis. Fjöldi fólks vinni fulla vinnu, frá morgni til kvölds, alla daga vikunnar við að svara undanþágubeiðnunum. „Þetta er mest íþyngjandi vinnan núna, allar þessar undanþágubeiðnir, sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Um tvenns konar beiðnir sé að ræða. Annars vegar fyrirtæki, einstaklingar og félagasamtök sem vilji gera vel og vilji máta sig við reglurnar. Hins vegar þeir sem vilji fá undanþágu. „Þeir sem telja þetta ekki eiga alveg við sig,“ sagði Þórólfur. „Það er skiljanlegt því þetta er mikið fjárhagslegt spursmál fyrir marga.“ Þrátt fyrir þetta sé það hlutverk Almannavarna að koma fólki í skilning um að fengist sé við alvarlega hluti á þessum tímum. „Okkar tilmæli hafa verið tiltölulega einföld finnst mér. En síðan rignir yfir okkur beiðnum um undanþágu.“ Kári vill loka landinu Þórólfur segir jafnframt að ekki megi gleyma því að landinu var aldrei lokað. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var einnig í þættinum og sagði hann meðal annars að hann vildi helst loka landinu alveg til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Það væri að hans mati vænlegasta lausnin. „Mín skoðun er sú að það vanti svolítið uppgjör á þeim aðgerðum sem verið er að grípa til og við höfum beðið stjórnvöld um að gera það. Hvað skiptir það miklu máli fjárhagslega að gera þetta og hitt og þá geta menn bara valið [hvað sé best]. Það sem ég þarf að gera sem sóttvarnalæknir er að gefa stjórnvöldum val, hvað sóttvarnarlega felst í hverju vali fyrir sig,“ svaraði Þórólfur þá aðspurður hvert hans mat væri. Ef landinu yrði lokað og allir sem kæmu hingað væru sendir í sóttkví myndi samt sem áður rigna inn beiðnum um undanþágur. „Það er mikil starfsemi hér innanlands [sem] byggir á erlendu vinnuafli af mörgum toga. Mér sýnist mörg starfsemi byggja á því.“ „Þá getur gerst það sem er að gerast núna að það kemur einn einstaklingur inn með eina veiru sem nær að grafa um sig þannig að ég held að við verðum núna áfram, sama hvað við gerum, við getum minnkað áhættuna á landamærunum með því sem við gerum,“ sagði Þórólfur og nefndi skimunina. Þá telur hann að veiran muni vera hluti af okkar veruleika næstu mánuðina og jafnvel árin, þar til endanleg lausn er komin á vandann eins og til dæmis bóluefni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Sprengisandur Tengdar fréttir Kári vill loka landinu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. 9. ágúst 2020 10:53 Þrjú ný smit greindust innanlands Þrjú ný smit greindust innanlands í gær. Eitt smit greindist á landamærum þar sem mótefnamælingar er beðið. 9. ágúst 2020 11:04 Sprengisandur: Þórólfur og Kári ræða stöðuna Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson verða fyrstu gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst strax að loknum tíufréttum. 9. ágúst 2020 09:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira
Kári vill loka landinu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. 9. ágúst 2020 10:53
Þrjú ný smit greindust innanlands Þrjú ný smit greindust innanlands í gær. Eitt smit greindist á landamærum þar sem mótefnamælingar er beðið. 9. ágúst 2020 11:04
Sprengisandur: Þórólfur og Kári ræða stöðuna Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson verða fyrstu gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst strax að loknum tíufréttum. 9. ágúst 2020 09:30