44 fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina hafa endurgreitt Vinnumálastofnun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. ágúst 2020 14:52 Fyrirtækin hafa endurgreitt Vinnumálastofnun 210 milljónir króna. Vísir/Hanna Fjörutíu og fjögur fyrirtæki hafa endurgreitt Vinnumálastofnun fjármagn sem starfsmenn fyrirtækjanna fengu greitt úr opinberum sjóðum eftir að starfshlutfall þeirra var skert. Fjárhæðin nemur samtals um 210 milljónum króna. Ekki hefur verið greint frá því hvaða fyrirtæki um ræðir. Eftir að fyrirtæki voru gagnrýnd í vor fyrir að nýta sér hlutabótaleiðina þrátt fyrir að vera vel fjárhagslega stæð gáfu fjölmörg fyrirtæki það sjálf út að bæturnar yrðu endurgreiddar. Sum fyrirtækjanna sem gáfu þetta út voru þegar búin eða höfðu í hyggju að greiða hluthöfum sínum arð á árinu. Kjarninn greinir frá því í dag að fjörutíu og fjögur fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina hafi þegar greitt til baka þær fjárhæðir sem starfsmenn þeirra fengu úr opinberum sjóðum eftir að starfshlutfall þeirra var skert. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Unnur Sverrisdóttir forstjóri VinnumálastofnunVísir/Egill Hún segir það ekki liggja fyrir hvort fleiri fyrirtæki muni endurgreiða Vinnumálastofnun líkt og fyrirtækin fjörutíu og fjögur. Þá hafi þau ekki verið krafin um endurgreiðslur enda séu engar heimildir fyrir því í lögum nema eitthvað sakhæft hafi átt sér stað. Það virðist þó ekki vera tilfellið. Þá liggi ekki fyrir hvort fleiri fyrirtæki ætli að endurgreiða bæturnar. Ríkisendurskoðun birti skýrslu í lok maí um hlutabótaleiðina og framkvæmd hennar og kom þar fram að ekki yrði séð af lögum um hlutabótaleiðina að ætlunin hafi verið að fyrirtæki í góðri fjárhagslegri stöðu myndu nýta sér leiðina. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í fréttum RÚV þann 8. maí síðastliðinn að ekki væri útilokað að farið yrði fram á að fyrirtæki endurgreiddu ríkinu ef í ljós kæmi að þau hefðu nýtt sér hlutabótaleiðina án fullnægjandi skýringa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Meta þörfina á frekari efnahagsinnspýtingu vegna hertra aðgerða Ríkisstjórnin metur nú hvaða áhrif hertar sóttvarnareglur hafa á efnahagslífið og hvort að bregðast þurfi við þeim með frekari aðstoð við einstaklinga og atvinnulífið. 4. ágúst 2020 18:01 Sterkari undirstöður komi í veg fyrir langtímavandræði Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að kostnaður af efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar sé ekki til þess fallinn að baka þjóðarbúinu langtímavandræði. 21. júlí 2020 12:44 Óttast að útlitið dökkni á haustmánuðum Forstjóri Vinnumálastofnunarinnar óttast að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Atvinnuleysi breyttist þó lítið milli júní og júlí. 15. júlí 2020 13:27 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
Fjörutíu og fjögur fyrirtæki hafa endurgreitt Vinnumálastofnun fjármagn sem starfsmenn fyrirtækjanna fengu greitt úr opinberum sjóðum eftir að starfshlutfall þeirra var skert. Fjárhæðin nemur samtals um 210 milljónum króna. Ekki hefur verið greint frá því hvaða fyrirtæki um ræðir. Eftir að fyrirtæki voru gagnrýnd í vor fyrir að nýta sér hlutabótaleiðina þrátt fyrir að vera vel fjárhagslega stæð gáfu fjölmörg fyrirtæki það sjálf út að bæturnar yrðu endurgreiddar. Sum fyrirtækjanna sem gáfu þetta út voru þegar búin eða höfðu í hyggju að greiða hluthöfum sínum arð á árinu. Kjarninn greinir frá því í dag að fjörutíu og fjögur fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina hafi þegar greitt til baka þær fjárhæðir sem starfsmenn þeirra fengu úr opinberum sjóðum eftir að starfshlutfall þeirra var skert. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Unnur Sverrisdóttir forstjóri VinnumálastofnunVísir/Egill Hún segir það ekki liggja fyrir hvort fleiri fyrirtæki muni endurgreiða Vinnumálastofnun líkt og fyrirtækin fjörutíu og fjögur. Þá hafi þau ekki verið krafin um endurgreiðslur enda séu engar heimildir fyrir því í lögum nema eitthvað sakhæft hafi átt sér stað. Það virðist þó ekki vera tilfellið. Þá liggi ekki fyrir hvort fleiri fyrirtæki ætli að endurgreiða bæturnar. Ríkisendurskoðun birti skýrslu í lok maí um hlutabótaleiðina og framkvæmd hennar og kom þar fram að ekki yrði séð af lögum um hlutabótaleiðina að ætlunin hafi verið að fyrirtæki í góðri fjárhagslegri stöðu myndu nýta sér leiðina. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í fréttum RÚV þann 8. maí síðastliðinn að ekki væri útilokað að farið yrði fram á að fyrirtæki endurgreiddu ríkinu ef í ljós kæmi að þau hefðu nýtt sér hlutabótaleiðina án fullnægjandi skýringa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Meta þörfina á frekari efnahagsinnspýtingu vegna hertra aðgerða Ríkisstjórnin metur nú hvaða áhrif hertar sóttvarnareglur hafa á efnahagslífið og hvort að bregðast þurfi við þeim með frekari aðstoð við einstaklinga og atvinnulífið. 4. ágúst 2020 18:01 Sterkari undirstöður komi í veg fyrir langtímavandræði Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að kostnaður af efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar sé ekki til þess fallinn að baka þjóðarbúinu langtímavandræði. 21. júlí 2020 12:44 Óttast að útlitið dökkni á haustmánuðum Forstjóri Vinnumálastofnunarinnar óttast að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Atvinnuleysi breyttist þó lítið milli júní og júlí. 15. júlí 2020 13:27 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
Meta þörfina á frekari efnahagsinnspýtingu vegna hertra aðgerða Ríkisstjórnin metur nú hvaða áhrif hertar sóttvarnareglur hafa á efnahagslífið og hvort að bregðast þurfi við þeim með frekari aðstoð við einstaklinga og atvinnulífið. 4. ágúst 2020 18:01
Sterkari undirstöður komi í veg fyrir langtímavandræði Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að kostnaður af efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar sé ekki til þess fallinn að baka þjóðarbúinu langtímavandræði. 21. júlí 2020 12:44
Óttast að útlitið dökkni á haustmánuðum Forstjóri Vinnumálastofnunarinnar óttast að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Atvinnuleysi breyttist þó lítið milli júní og júlí. 15. júlí 2020 13:27