Tölunum svipar til þess þegar faraldurinn fór fyrst á flug Sylvía Hall skrifar 7. ágúst 2020 20:03 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Almannavarnir Teymið sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveirufaraldurinn ákvað að bíða aðeins með að gefa út spá eftir tíðindi dagsins. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir tölurnar hafa komið verulega á óvart en hann búist alveg eins við því að fleiri smit tengd verslunarmannahelginni komi upp. „Það eru sveiflur og kannski á eitthvað meira eftir að skila sér inn eftir verslunarmannahelgina, þannig ég ætla að vera varkár núna og vona það besta en ætla ekki að slá neinu föstu – ég hef áhyggjur af verslunarmannahelginni,“ sagði Thor í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann heldur að verslunarmannahelgin hafi komið á óheppilegum tímapunkti með tilliti til faraldursins og því miður hafi verið „aðeins of óvarlega farið“. Í stað þess að gefa út spálíkan á næstu dögum var ákveðið að birta öðruvísi yfirlit og því hægt að skoða samanburð á covid.hi.is. Hann segir sambærileg „stökk“ í fjölda smita hafa orðið í fyrstu bylgju faraldursins, en þá var það upphafið af enn fleiri staðfestum tilfellum. Því sé hann órólegur yfir þeim fjölda sem reynist jákvæður í sýnatöku. „Við sjáum brattan halla í vextinum, hann er alveg næstum því á pari – kannski aðeins lægri. Svo miðað við gögnin, hvernig smitin eru að dreifast og svona, þá virðist hinn svokallaði smitstuðull vera á svipuðu róli,“ segir Thor en smitstuðull segir til um hversu margir smitast út frá hverjum einstakling. Samkomutakmarkanir skila árangri Að sögn Thors munu næstu fjórir dagar skera úr um næstu skref yfirvalda í faraldrinum. Því gæti legið fyrir á þriðjudag hvernig faraldurinn mun þróast með tilliti til spálíkans og telur hann líklegt að staðan verði tekin á miðvikudag. „Það væri ekkert óeðlilegt að taka stöðuna á miðvikudeginum og setja spána í loftið á föstudeginum. Þá getum við áttað okkur á því hvað þetta tekur langan tíma og hvenær þetta mun toppa o.s.frv.“ Hann segir ljóst að samkomutakmarkanir hafa gríðarleg áhrif á fyrrnefndan smitstuðul og því sé hægt að takmarka frekara smit með því að grípa til hertra aðgerða. Til að mynda hafi orðið stór viðsnúningur á þegar hundrað manna samkomubann var sett á í vor og enn frekari þegar hámarksfjöldi var lækkaður í tuttugu. „Þetta tekur svona viku. Þetta eru alveg mjög öflugar aðgerðir þannig það getur vel verið að ef við sjáum t.d. næstu fjóra daga að þetta heldur áfram, þá verður fólk að átta sig á því að við þurfum að fara í 20 manna samkomubannið aftur. Þá virkar þetta, það náðist niður síðast.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Einn sexmenninganna í Eyjum sá sem er í öndunarvél Einstaklingur á fertugsaldri sem er í öndunarvél á gjörgæslu vegna kórónuveirusmits var einn þeirra sex sem greindust smitaðir í gær og höfðu verið í Vestmannaeyjum yfir verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 18:39 Skikkuð í sóttkví í þriðja skiptið Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er á leið í sóttkví í þriðja skiptið frá því að faraldurinn hófst. 7. ágúst 2020 16:39 Fóru öll á veitingastað í miðbænum og smituðust Búið er að rekja uppruna annarrar hópsýkingar af tveimur sem komu upp hér á landi í síðasta mánuði. 7. ágúst 2020 15:31 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Teymið sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveirufaraldurinn ákvað að bíða aðeins með að gefa út spá eftir tíðindi dagsins. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir tölurnar hafa komið verulega á óvart en hann búist alveg eins við því að fleiri smit tengd verslunarmannahelginni komi upp. „Það eru sveiflur og kannski á eitthvað meira eftir að skila sér inn eftir verslunarmannahelgina, þannig ég ætla að vera varkár núna og vona það besta en ætla ekki að slá neinu föstu – ég hef áhyggjur af verslunarmannahelginni,“ sagði Thor í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann heldur að verslunarmannahelgin hafi komið á óheppilegum tímapunkti með tilliti til faraldursins og því miður hafi verið „aðeins of óvarlega farið“. Í stað þess að gefa út spálíkan á næstu dögum var ákveðið að birta öðruvísi yfirlit og því hægt að skoða samanburð á covid.hi.is. Hann segir sambærileg „stökk“ í fjölda smita hafa orðið í fyrstu bylgju faraldursins, en þá var það upphafið af enn fleiri staðfestum tilfellum. Því sé hann órólegur yfir þeim fjölda sem reynist jákvæður í sýnatöku. „Við sjáum brattan halla í vextinum, hann er alveg næstum því á pari – kannski aðeins lægri. Svo miðað við gögnin, hvernig smitin eru að dreifast og svona, þá virðist hinn svokallaði smitstuðull vera á svipuðu róli,“ segir Thor en smitstuðull segir til um hversu margir smitast út frá hverjum einstakling. Samkomutakmarkanir skila árangri Að sögn Thors munu næstu fjórir dagar skera úr um næstu skref yfirvalda í faraldrinum. Því gæti legið fyrir á þriðjudag hvernig faraldurinn mun þróast með tilliti til spálíkans og telur hann líklegt að staðan verði tekin á miðvikudag. „Það væri ekkert óeðlilegt að taka stöðuna á miðvikudeginum og setja spána í loftið á föstudeginum. Þá getum við áttað okkur á því hvað þetta tekur langan tíma og hvenær þetta mun toppa o.s.frv.“ Hann segir ljóst að samkomutakmarkanir hafa gríðarleg áhrif á fyrrnefndan smitstuðul og því sé hægt að takmarka frekara smit með því að grípa til hertra aðgerða. Til að mynda hafi orðið stór viðsnúningur á þegar hundrað manna samkomubann var sett á í vor og enn frekari þegar hámarksfjöldi var lækkaður í tuttugu. „Þetta tekur svona viku. Þetta eru alveg mjög öflugar aðgerðir þannig það getur vel verið að ef við sjáum t.d. næstu fjóra daga að þetta heldur áfram, þá verður fólk að átta sig á því að við þurfum að fara í 20 manna samkomubannið aftur. Þá virkar þetta, það náðist niður síðast.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Einn sexmenninganna í Eyjum sá sem er í öndunarvél Einstaklingur á fertugsaldri sem er í öndunarvél á gjörgæslu vegna kórónuveirusmits var einn þeirra sex sem greindust smitaðir í gær og höfðu verið í Vestmannaeyjum yfir verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 18:39 Skikkuð í sóttkví í þriðja skiptið Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er á leið í sóttkví í þriðja skiptið frá því að faraldurinn hófst. 7. ágúst 2020 16:39 Fóru öll á veitingastað í miðbænum og smituðust Búið er að rekja uppruna annarrar hópsýkingar af tveimur sem komu upp hér á landi í síðasta mánuði. 7. ágúst 2020 15:31 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Einn sexmenninganna í Eyjum sá sem er í öndunarvél Einstaklingur á fertugsaldri sem er í öndunarvél á gjörgæslu vegna kórónuveirusmits var einn þeirra sex sem greindust smitaðir í gær og höfðu verið í Vestmannaeyjum yfir verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 18:39
Skikkuð í sóttkví í þriðja skiptið Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er á leið í sóttkví í þriðja skiptið frá því að faraldurinn hófst. 7. ágúst 2020 16:39
Fóru öll á veitingastað í miðbænum og smituðust Búið er að rekja uppruna annarrar hópsýkingar af tveimur sem komu upp hér á landi í síðasta mánuði. 7. ágúst 2020 15:31