Skikkuð í sóttkví í þriðja skiptið Sylvía Hall skrifar 7. ágúst 2020 16:39 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir segist taka fréttunum af yfirvegun. Aðsend Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er á leið í sóttkví í þriðja skiptið frá því að faraldurinn hófst. Hún, líkt og aðrir leikmenn kvennaliðs KR, fengu fregnirnar í dag eftir að leikmaður liðsins greindist með kórónuveiruna. Í samtali við Vísi segist Þórdís taka fréttunum af yfirvegun og ætlar að reyna að tækla þetta á jákvæðu nótunum líkt og áður. Það sé þó skrítin tilfinning að vera á leið í sóttkví enn einu sinni. Þórdís vinnur á spítala og fór þess vegna í sóttkví í byrjun mars þegar faraldurinn hófst hér á landi. Í seinna skiptið var hún skikkuð í sóttkví þegar kvennalið KR hafði spilað leik gegn Breiðabliki í Pepsi Max-deild kvenna eftir að leikmaður Breiðabliks reyndist smitaður af veirunni. Í það skiptið fékk hún að vera í sóttkví með Láru Kristínu, liðsfélaga sínum í KR, og verður það sama uppi á teningnum núna. Að sögn Þórdísar var sá tími auðveldari en fyrsta sóttkvíin, en fleira hafi spilað þar inn í. „Það var eiginlega erfiðara í fyrra skiptið. Þá var svo mikil óvissa í samfélaginu og ég varð veik - en ég fór þá í test og var ekki með Covid.“ „Það geta allir í samfélaginu fengið þessa veiru“ „Þetta er ekkert það skemmtilegasta sem maður gerir. Ég er frekar mikil félagsvera þá er ekkert sérstakt að þurfa að halda sig frá öllum. Maður þarf samt að vera jákvæður í gegnum þetta,“ segir Þórdís um þá tilhugsun að þurfa að forðast samskipti við aðra næstu tvær vikurnar. „Ef ég væri aftur ein þá væri þetta verra.“ Þórdís ásamt Láru Kristínu Pedersen, liðsfélaga sínum KR. Þær eru nú á leið í sóttkví saman á ný. Aðsend Hún segir ljóst að útbreiðsla veirunnar er stórt vandamál og allir þurfi að leggjast á eitt og huga að smitvörnum til þess að takmarka frekara smit í samfélaginu. Enginn sé undanskilinn þeirri samfélagslegu ábyrgð enda geti hver sem er smitast. „Maður verður að hugsa það þannig að það geta allir í samfélaginu fengið þessa veiru. Það er ekkert hægt að vera að dæma neinn út frá því að vera manneskja sem smitar einhvern eða sendir í sóttkví - það er ekkert til þess að skammast sín fyrir.“ Sjálf segist hún nýta tímann í sóttkví til þess að eyða tíma með sjálfri sér og huga vel að líkamlegri og andlegri heilsu. Þegar samskipti við annað fólk eru takmörkuð er fátt annað í stöðunni en að nýta tímann vel ef heilsan býður upp á það. Hún hvetur fólk til þess að gera slíkt hið sama ef það lendir í því að þurfa í sóttkví. „Ég hef mestmegnis nýtt tímann í að njóta þess að geta slappað af. Fara út að hjóla, og auðvitað passa upp á tvo metrana, horfa á skemmtilegar bíómyndir og borða hollan og góðan mat.“ Kvennalið KR eyðir næstu tveimur vikum í sóttkví. Þórdís segist sannfærð um að þær komi sterkari til baka líkt og síðast.Aðsend Enginn heimsendir ef það næst ekki að klára tímabilið Vegna hertra samkomutakmarkana í samfélaginu hefur Íslandsmótið í knattspyrnu verið stöðvað tímabundið, enda erfitt að viðhalda tveggja metra reglunni við þær aðstæður. Þórdís segir það vissulega vonbrigði að geta ekki klárað tímabilið yfir sumartímann. „Það er skemmtilegast að spila fótbolta á sumrin en við erum eiginlega búin að missa það alveg. Nú er búið að fresta öllu í smá tíma og útlitið er ekkert voða gott.“ Að baki er langt undirbúningstímabil og sumarið því hápunktur ársins fyrir knattspyrnufólk. Hún segir þó einfalt að horfa á stóru myndina og sjá að það sé mun mikilvægara þessa stundina að halda áfram að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum. Heilsa almennings sé mikilvægari en fótboltinn þessa stundina. „Vonandi náum við að spila þetta fram í desember, en þetta er alveg skiljanlegt. Það er enginn heimsendir ef við náum ekki að klára tímabilið en það væri auðvitað mjög leiðinlegt. Maður vill frekar að allir séu við góða heilsu frekar en að spila fótbolta – það er eiginlega mikilvægara.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fótbolti Tengdar fréttir KSÍ gefur sér frest til 1. desember til að klára Íslandsmótið Knattspyrnusamband Íslands hefur sett sér tímamörk til 1. desember til að ljúka Íslandsmótinu í fótbolta. 7. ágúst 2020 16:33 Heilbrigðisráðuneytið hafnaði undanþágubeiðni KSÍ og leikjum frestað til 13. ágúst Engir leikir verða í meistaraflokki, 2. og 3. flokki karla og kvenna til og með 13. ágúst eftir að heilbrigðisráðuneytið hafnaði undanþágubeiðni KSÍ. 7. ágúst 2020 13:48 Sautján innanlandssmit og þrjú virk smit á landamærum Sautján greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, þrettán á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og fjórir hjá Íslenskri erfðagreiningu. 7. ágúst 2020 11:04 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er á leið í sóttkví í þriðja skiptið frá því að faraldurinn hófst. Hún, líkt og aðrir leikmenn kvennaliðs KR, fengu fregnirnar í dag eftir að leikmaður liðsins greindist með kórónuveiruna. Í samtali við Vísi segist Þórdís taka fréttunum af yfirvegun og ætlar að reyna að tækla þetta á jákvæðu nótunum líkt og áður. Það sé þó skrítin tilfinning að vera á leið í sóttkví enn einu sinni. Þórdís vinnur á spítala og fór þess vegna í sóttkví í byrjun mars þegar faraldurinn hófst hér á landi. Í seinna skiptið var hún skikkuð í sóttkví þegar kvennalið KR hafði spilað leik gegn Breiðabliki í Pepsi Max-deild kvenna eftir að leikmaður Breiðabliks reyndist smitaður af veirunni. Í það skiptið fékk hún að vera í sóttkví með Láru Kristínu, liðsfélaga sínum í KR, og verður það sama uppi á teningnum núna. Að sögn Þórdísar var sá tími auðveldari en fyrsta sóttkvíin, en fleira hafi spilað þar inn í. „Það var eiginlega erfiðara í fyrra skiptið. Þá var svo mikil óvissa í samfélaginu og ég varð veik - en ég fór þá í test og var ekki með Covid.“ „Það geta allir í samfélaginu fengið þessa veiru“ „Þetta er ekkert það skemmtilegasta sem maður gerir. Ég er frekar mikil félagsvera þá er ekkert sérstakt að þurfa að halda sig frá öllum. Maður þarf samt að vera jákvæður í gegnum þetta,“ segir Þórdís um þá tilhugsun að þurfa að forðast samskipti við aðra næstu tvær vikurnar. „Ef ég væri aftur ein þá væri þetta verra.“ Þórdís ásamt Láru Kristínu Pedersen, liðsfélaga sínum KR. Þær eru nú á leið í sóttkví saman á ný. Aðsend Hún segir ljóst að útbreiðsla veirunnar er stórt vandamál og allir þurfi að leggjast á eitt og huga að smitvörnum til þess að takmarka frekara smit í samfélaginu. Enginn sé undanskilinn þeirri samfélagslegu ábyrgð enda geti hver sem er smitast. „Maður verður að hugsa það þannig að það geta allir í samfélaginu fengið þessa veiru. Það er ekkert hægt að vera að dæma neinn út frá því að vera manneskja sem smitar einhvern eða sendir í sóttkví - það er ekkert til þess að skammast sín fyrir.“ Sjálf segist hún nýta tímann í sóttkví til þess að eyða tíma með sjálfri sér og huga vel að líkamlegri og andlegri heilsu. Þegar samskipti við annað fólk eru takmörkuð er fátt annað í stöðunni en að nýta tímann vel ef heilsan býður upp á það. Hún hvetur fólk til þess að gera slíkt hið sama ef það lendir í því að þurfa í sóttkví. „Ég hef mestmegnis nýtt tímann í að njóta þess að geta slappað af. Fara út að hjóla, og auðvitað passa upp á tvo metrana, horfa á skemmtilegar bíómyndir og borða hollan og góðan mat.“ Kvennalið KR eyðir næstu tveimur vikum í sóttkví. Þórdís segist sannfærð um að þær komi sterkari til baka líkt og síðast.Aðsend Enginn heimsendir ef það næst ekki að klára tímabilið Vegna hertra samkomutakmarkana í samfélaginu hefur Íslandsmótið í knattspyrnu verið stöðvað tímabundið, enda erfitt að viðhalda tveggja metra reglunni við þær aðstæður. Þórdís segir það vissulega vonbrigði að geta ekki klárað tímabilið yfir sumartímann. „Það er skemmtilegast að spila fótbolta á sumrin en við erum eiginlega búin að missa það alveg. Nú er búið að fresta öllu í smá tíma og útlitið er ekkert voða gott.“ Að baki er langt undirbúningstímabil og sumarið því hápunktur ársins fyrir knattspyrnufólk. Hún segir þó einfalt að horfa á stóru myndina og sjá að það sé mun mikilvægara þessa stundina að halda áfram að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum. Heilsa almennings sé mikilvægari en fótboltinn þessa stundina. „Vonandi náum við að spila þetta fram í desember, en þetta er alveg skiljanlegt. Það er enginn heimsendir ef við náum ekki að klára tímabilið en það væri auðvitað mjög leiðinlegt. Maður vill frekar að allir séu við góða heilsu frekar en að spila fótbolta – það er eiginlega mikilvægara.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fótbolti Tengdar fréttir KSÍ gefur sér frest til 1. desember til að klára Íslandsmótið Knattspyrnusamband Íslands hefur sett sér tímamörk til 1. desember til að ljúka Íslandsmótinu í fótbolta. 7. ágúst 2020 16:33 Heilbrigðisráðuneytið hafnaði undanþágubeiðni KSÍ og leikjum frestað til 13. ágúst Engir leikir verða í meistaraflokki, 2. og 3. flokki karla og kvenna til og með 13. ágúst eftir að heilbrigðisráðuneytið hafnaði undanþágubeiðni KSÍ. 7. ágúst 2020 13:48 Sautján innanlandssmit og þrjú virk smit á landamærum Sautján greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, þrettán á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og fjórir hjá Íslenskri erfðagreiningu. 7. ágúst 2020 11:04 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
KSÍ gefur sér frest til 1. desember til að klára Íslandsmótið Knattspyrnusamband Íslands hefur sett sér tímamörk til 1. desember til að ljúka Íslandsmótinu í fótbolta. 7. ágúst 2020 16:33
Heilbrigðisráðuneytið hafnaði undanþágubeiðni KSÍ og leikjum frestað til 13. ágúst Engir leikir verða í meistaraflokki, 2. og 3. flokki karla og kvenna til og með 13. ágúst eftir að heilbrigðisráðuneytið hafnaði undanþágubeiðni KSÍ. 7. ágúst 2020 13:48
Sautján innanlandssmit og þrjú virk smit á landamærum Sautján greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, þrettán á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og fjórir hjá Íslenskri erfðagreiningu. 7. ágúst 2020 11:04