Kínverskur maður dó úr svarta dauða Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2020 14:09 Bræður sem borðuðu múrmelsdýr smituðust af svarta dauða fyrr í sumar. Ekki liggur fyrir hvernig maðurinn sem dó smitaðist. Vísir/Getty Yfirvöld í Innri Mongólíu í Kína hafa girt þorp af eftir að maður dó þar úr svarta dauða. Sjúkdómi sem olli versta faraldri sögunnar. Maðurinn er sá þriðji sem smitast í Kína á þessu ári en sá fyrsti sem deyr. Maðurinn dó á sunnudaginn og svo var staðfest í gær að hann hefði dáið vegna svarta dauða. Ekki liggur fyrir hvernig maðurinn smitaðist af veikinni en þorpið Suji Xincun hefur verið lokað af vegna málsins. Öll heimili þorpsins eru sótthreinsuð einu sinni á dag en hingað til hefur enginn annar íbúi greinst með svarta dauða. Alls hafa 26 verið sendir í sóttkví. Þorpið Suji Xincun er staðsett í Baotou héraði. Fyrr í sumar greindist maður í Bayannur, héraði við hlið Baotou, með svarta dauða. Þar smituðust bræður eftir að þeir borðuðu múrmeldýr. Á Vísindavefnum segir að baktería sem nefnist Yersinia pestis valdi svartadauða. Sjúkdómurinn er fyrst og fremst bundinn við nagdýr, til dæmis rottur, en hann getur borist í menn með flóm nagdýra og valdið lungna- og kýlapest. Eins og tekið er fram í frétt CNN er talið að eitt til tvö þúsund manns smitist af svarta dauða á ári hverju. Líklegt er að sjúkdómurinn finnist á hverri heimsálfu og þá sérstaklega í vesturhluta Bandaríkjanna, Brasilíu, suðausturhluta Afríku, Indlandi, Kína og Mið-Austurlöndum. Árið 2015 dóu til að mynda tvær manneskjur í Colorado í Bandaríkjunum. Árið áður greindust átta með svarta dauða í ríkinu Who segir tiltölulega auðvelt að bregðast við sjúkdómnum með sýklalyfjum og hefðbundnum sóttvörnum. Yfirvöld í Baotou hafa varað íbúa við því umgangast villt dýr og forðast veiðar. Þá er þeim ráðlagt að leita til læknis sýni þau einkenni sjúkdómsins eins og hita og/eða hósta. Kína Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Yfirvöld í Innri Mongólíu í Kína hafa girt þorp af eftir að maður dó þar úr svarta dauða. Sjúkdómi sem olli versta faraldri sögunnar. Maðurinn er sá þriðji sem smitast í Kína á þessu ári en sá fyrsti sem deyr. Maðurinn dó á sunnudaginn og svo var staðfest í gær að hann hefði dáið vegna svarta dauða. Ekki liggur fyrir hvernig maðurinn smitaðist af veikinni en þorpið Suji Xincun hefur verið lokað af vegna málsins. Öll heimili þorpsins eru sótthreinsuð einu sinni á dag en hingað til hefur enginn annar íbúi greinst með svarta dauða. Alls hafa 26 verið sendir í sóttkví. Þorpið Suji Xincun er staðsett í Baotou héraði. Fyrr í sumar greindist maður í Bayannur, héraði við hlið Baotou, með svarta dauða. Þar smituðust bræður eftir að þeir borðuðu múrmeldýr. Á Vísindavefnum segir að baktería sem nefnist Yersinia pestis valdi svartadauða. Sjúkdómurinn er fyrst og fremst bundinn við nagdýr, til dæmis rottur, en hann getur borist í menn með flóm nagdýra og valdið lungna- og kýlapest. Eins og tekið er fram í frétt CNN er talið að eitt til tvö þúsund manns smitist af svarta dauða á ári hverju. Líklegt er að sjúkdómurinn finnist á hverri heimsálfu og þá sérstaklega í vesturhluta Bandaríkjanna, Brasilíu, suðausturhluta Afríku, Indlandi, Kína og Mið-Austurlöndum. Árið 2015 dóu til að mynda tvær manneskjur í Colorado í Bandaríkjunum. Árið áður greindust átta með svarta dauða í ríkinu Who segir tiltölulega auðvelt að bregðast við sjúkdómnum með sýklalyfjum og hefðbundnum sóttvörnum. Yfirvöld í Baotou hafa varað íbúa við því umgangast villt dýr og forðast veiðar. Þá er þeim ráðlagt að leita til læknis sýni þau einkenni sjúkdómsins eins og hita og/eða hósta.
Kína Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira