Valskonur bæta við sig þremur nýjum leikmönnum í körfunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2020 09:15 Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, með nýju leikmönnunum sem eru frá vinstri: Eydís Eva Þórisdóttir, Jóhanna Björk Sveinsdóttir og Auður Íris Ólafsdóttir. Mynd/Valur Valsmenn hafa styrkt sig fyrir komandi tímabil í Domino´s deild kvenna í körfubolta en félagið er búið að semja við þrjá nýja leikmenn. Þetta eru reynsluboltarnir Auður Íris Ólafsdóttir og Jóhanna Björk Sveinsdóttir og svo Eydís Eva Þórisdóttir sem er ung körfuboltakona úr Keflavík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Valsmönnum. Auður Íris Ólafsdóttir og Jóhanna Björk Sveinsdóttir eiga báðar yfir tíu A-landsleiki og Eydís Eva Þórisdóttir hefur spilað með yngri landsliðum Íslands. Auður Íris Ólafsdóttir er uppalin í Haukum og er reynslumikill bakvörður. Frá því að hún kom í meistaraflokk hefur hún lengst af leikið með uppeldisfélagi sínu en frá 2016 hefur hún einnig leikið með Breiðabliki, Stjörnunni og ÍR. Auður á 11 leiki með A landsliði Íslands. „Auður er frábær liðsmaður og fjölhæfur leikmaður. Hún spilar hörku vörn og svo getur hún spilað nokkrar stöður á vellinum. Auður reynslumikil og þekkir að vera í toppbaráttu og kemur til með að styrkja hópinn og hjálpa okkur í baráttunni í vetur,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, nýr þjálfari Valsliðsins um Auði. Jóhanna Björk Sveinsdóttir er reynslumikill framherji sem hóf feril sinn hjá Hamri en hefur á ferlinum m.a. leikið með KR, Haukum, Breiðabliki og Stjörnunni. Hún á auk þess 12 leiki með A landsliði Íslands. „Jóhanna er hörku dugleg og gefur aldrei tommu eftir inná vellinum. Hún er frábær varnarmaður og frákastari og orkumikill leikmaður sem hefur smitandi áhrif á samherja sina. Þetta er leikmaður sem gerir það sem þarf fyrir liðið sitt hvað sem það er. Hún mun hjálpa okkur mikið í vetur enda með mikla reynslu úr efstu deild og toppbaráttu,“ sagði Ólafur þjálfari um Jóhönnu. Eydís Eva Þórisdóttir er tuttugu ára bakvörður sem lék alla yngri flokkana í Keflavík og hefur verið viðloðandi meistaraflokkinn þar síðastliðin tímabil. Hún hefur leikið með yngri landsliðum Íslands nú síðast með U-20 á Evrópumótinu í Kosovo síðastliðið sumar. „Eydís leggur hart af sér og er dugleg að æfa sem hefur sýnt sig inná vellinum. Síðasta tímabil spilaði hún gríðarlega vel í 1. deildinni og sýndi að hún er fjölhæfur leikmaður sem leggur sig fram bæði í vörn og sókn. Hún kemur til með að styrkja hópinn og auka breiddina í liðinu til muna,“ sagði Ólafur Jónas um Eydísi Evu. Komnar: Auður Íris Ólafsdóttir frá ÍR Jóhanna Björk Sveinsdóttir frá Stjörnunni Eydís Eva Þórisdóttir frá Keflavík Hildur Björg Kjartansdóttir frá KR Nína Jenný Kristjánsdóttir frá ÍR Farnar: Helena Sverrisdóttir ólétt Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira
Valsmenn hafa styrkt sig fyrir komandi tímabil í Domino´s deild kvenna í körfubolta en félagið er búið að semja við þrjá nýja leikmenn. Þetta eru reynsluboltarnir Auður Íris Ólafsdóttir og Jóhanna Björk Sveinsdóttir og svo Eydís Eva Þórisdóttir sem er ung körfuboltakona úr Keflavík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Valsmönnum. Auður Íris Ólafsdóttir og Jóhanna Björk Sveinsdóttir eiga báðar yfir tíu A-landsleiki og Eydís Eva Þórisdóttir hefur spilað með yngri landsliðum Íslands. Auður Íris Ólafsdóttir er uppalin í Haukum og er reynslumikill bakvörður. Frá því að hún kom í meistaraflokk hefur hún lengst af leikið með uppeldisfélagi sínu en frá 2016 hefur hún einnig leikið með Breiðabliki, Stjörnunni og ÍR. Auður á 11 leiki með A landsliði Íslands. „Auður er frábær liðsmaður og fjölhæfur leikmaður. Hún spilar hörku vörn og svo getur hún spilað nokkrar stöður á vellinum. Auður reynslumikil og þekkir að vera í toppbaráttu og kemur til með að styrkja hópinn og hjálpa okkur í baráttunni í vetur,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, nýr þjálfari Valsliðsins um Auði. Jóhanna Björk Sveinsdóttir er reynslumikill framherji sem hóf feril sinn hjá Hamri en hefur á ferlinum m.a. leikið með KR, Haukum, Breiðabliki og Stjörnunni. Hún á auk þess 12 leiki með A landsliði Íslands. „Jóhanna er hörku dugleg og gefur aldrei tommu eftir inná vellinum. Hún er frábær varnarmaður og frákastari og orkumikill leikmaður sem hefur smitandi áhrif á samherja sina. Þetta er leikmaður sem gerir það sem þarf fyrir liðið sitt hvað sem það er. Hún mun hjálpa okkur mikið í vetur enda með mikla reynslu úr efstu deild og toppbaráttu,“ sagði Ólafur þjálfari um Jóhönnu. Eydís Eva Þórisdóttir er tuttugu ára bakvörður sem lék alla yngri flokkana í Keflavík og hefur verið viðloðandi meistaraflokkinn þar síðastliðin tímabil. Hún hefur leikið með yngri landsliðum Íslands nú síðast með U-20 á Evrópumótinu í Kosovo síðastliðið sumar. „Eydís leggur hart af sér og er dugleg að æfa sem hefur sýnt sig inná vellinum. Síðasta tímabil spilaði hún gríðarlega vel í 1. deildinni og sýndi að hún er fjölhæfur leikmaður sem leggur sig fram bæði í vörn og sókn. Hún kemur til með að styrkja hópinn og auka breiddina í liðinu til muna,“ sagði Ólafur Jónas um Eydísi Evu. Komnar: Auður Íris Ólafsdóttir frá ÍR Jóhanna Björk Sveinsdóttir frá Stjörnunni Eydís Eva Þórisdóttir frá Keflavík Hildur Björg Kjartansdóttir frá KR Nína Jenný Kristjánsdóttir frá ÍR Farnar: Helena Sverrisdóttir ólétt
Komnar: Auður Íris Ólafsdóttir frá ÍR Jóhanna Björk Sveinsdóttir frá Stjörnunni Eydís Eva Þórisdóttir frá Keflavík Hildur Björg Kjartansdóttir frá KR Nína Jenný Kristjánsdóttir frá ÍR Farnar: Helena Sverrisdóttir ólétt
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira