Frestuðu leik um heilan áratug vegna COVID-19 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2020 15:45 Datrone Young verður löngu hættur að spila með Iowa State liðinu þegar leikurinn fer fram. Getty/ Joe Robbins Kórónuveirufaraldurinn hefur verið Bandaríkjamönnum afar erfiður í sumar og útlitið er ekki alltof gott þegar kemur að háskólaíþróttunum sem eru margar mjög vinsælar í Bandaríkjunum. Háskólarnir leita leiða til að halda lífi í tímabilinu en það hefur kostað ýmsar breytingar eins og á leikjadagskránni sem hafði verið ákveðin fyrir löngu. Ótrúlegt dæmi um ýkta breytingu er á leik Iowa State og University of Nevada frá Las Vegas sem áttu að mætast í Ames í Iowa 19. september næstkomandi. Það varð að fresta þeim leik vegna COVID-19 ástandsins en honum var þó ekki frestað um einn til tvo mánuði eða til ársins 2021 eins og flestum íþróttaviðburðum sem þurft hefur að færa vegna kórónuveirufaraldursins. Iowa State and UNLV have mutually agreed to delay their football game scheduled for Sept. 19, 2020 to Sept. 14, 2030 as a result of scheduling modifications by the Big 12 and Mountain West related to COVID-19.— Bruce Feldman (@BruceFeldmanCFB) August 6, 2020 Forráðamenn skólanna komust að samkomulagi um að færa leikinn um heilan áratug eða til 14. september 2030. Mountain West og Big 12 deildirnar gerðu báðar breytingar á leikjadagskrá sinni í þessari viku en urðu að þétta dagskrána sem þýddi að það þurfti að færa umræddan leik inn á annað tímabil. Keppni í amerískum fótbolta á háskólaárinu getur ekki byrjað fyrr en 26. september og það er þessi seinkun á tímabilinu sem er að skapa öll vandræðin. Hún er einmitt út af mikilli útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Umræddur leikur er því ekki sá eini sem skólarnir þurfa að færa en það sem er svo sérstakt að það hafi þurft að færa hann svo langt fram í tímann. Iowa State football has announced that it's home game against UNLV in 2020 is being moved to 2030. https://t.co/I1Auw8Llga— Iowa State Daily (@iowastatedaily) August 6, 2020 Það er samt ekki eins og lið Iowa State og UNLV mætist ekki á þessum tíu árum því því Iowa State fer strax í heimsókn á nýja og glæsilega Allegiant leikvang í Las Vegas á næsta ári. „Okkur hlakkar til að fá Cyclones og stuðningsmenn þeirra í heimsókn til Las Vegas næsta haust á okkar nýja heimili sem er Allegiant leikvangurinn,“ sagði Desiree Reed-Francois íþróttastjóri UNLV í yfirlýsingu. Iowa State og UNLV hafa mæst fimm sinnum hingað til og hefur Iowa State unnið fjóra af þessum fimm leikjum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn hefur verið Bandaríkjamönnum afar erfiður í sumar og útlitið er ekki alltof gott þegar kemur að háskólaíþróttunum sem eru margar mjög vinsælar í Bandaríkjunum. Háskólarnir leita leiða til að halda lífi í tímabilinu en það hefur kostað ýmsar breytingar eins og á leikjadagskránni sem hafði verið ákveðin fyrir löngu. Ótrúlegt dæmi um ýkta breytingu er á leik Iowa State og University of Nevada frá Las Vegas sem áttu að mætast í Ames í Iowa 19. september næstkomandi. Það varð að fresta þeim leik vegna COVID-19 ástandsins en honum var þó ekki frestað um einn til tvo mánuði eða til ársins 2021 eins og flestum íþróttaviðburðum sem þurft hefur að færa vegna kórónuveirufaraldursins. Iowa State and UNLV have mutually agreed to delay their football game scheduled for Sept. 19, 2020 to Sept. 14, 2030 as a result of scheduling modifications by the Big 12 and Mountain West related to COVID-19.— Bruce Feldman (@BruceFeldmanCFB) August 6, 2020 Forráðamenn skólanna komust að samkomulagi um að færa leikinn um heilan áratug eða til 14. september 2030. Mountain West og Big 12 deildirnar gerðu báðar breytingar á leikjadagskrá sinni í þessari viku en urðu að þétta dagskrána sem þýddi að það þurfti að færa umræddan leik inn á annað tímabil. Keppni í amerískum fótbolta á háskólaárinu getur ekki byrjað fyrr en 26. september og það er þessi seinkun á tímabilinu sem er að skapa öll vandræðin. Hún er einmitt út af mikilli útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Umræddur leikur er því ekki sá eini sem skólarnir þurfa að færa en það sem er svo sérstakt að það hafi þurft að færa hann svo langt fram í tímann. Iowa State football has announced that it's home game against UNLV in 2020 is being moved to 2030. https://t.co/I1Auw8Llga— Iowa State Daily (@iowastatedaily) August 6, 2020 Það er samt ekki eins og lið Iowa State og UNLV mætist ekki á þessum tíu árum því því Iowa State fer strax í heimsókn á nýja og glæsilega Allegiant leikvang í Las Vegas á næsta ári. „Okkur hlakkar til að fá Cyclones og stuðningsmenn þeirra í heimsókn til Las Vegas næsta haust á okkar nýja heimili sem er Allegiant leikvangurinn,“ sagði Desiree Reed-Francois íþróttastjóri UNLV í yfirlýsingu. Iowa State og UNLV hafa mæst fimm sinnum hingað til og hefur Iowa State unnið fjóra af þessum fimm leikjum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Sjá meira