„Ástæðan fyrir því að Covid er komið aftur“ Birgir Olgeirsson skrifar 6. ágúst 2020 22:00 „Mér finnst að það ætti að setja reglu um að allir séu með grímur.“ Vísir Almannavarnir hafa fengið fjölda tilkynninga frá áhyggjufullum borgurum sem kvarta undan samferðafólki sem fer ekki eftir tveggja metra reglunni. Svo virðist sem fólk hafi gleymt sér um stund en sé að gera sér grein fyrir alvörunni nú þegar smituðum fjölgar. Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra skal tryggja að á samkomum, öllum vinnustöðum og annarri starfsemi sé hægt að hafa að minnsta kosti 2 metra á milli einstaklinga. Tilkynningum til almannavarna um að þetta sé ekki virt hefur fjölgað mikið síðustu daga. „Það er verið að tilkynna um að það séu of margir inni á einhverjum stöðum. Að fólki sé ókleift að halda tvo metrana,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.“ Þessum tilkynningum er fylgt eftir. Rögnvaldur segir að farsælast sé fyrir fólk að kjósa með fótunum í slíkum aðstæðum. „Ef fólki líst ekki á aðstæðurnar sem því er boðið upp á þá á það bara að fara. Við höfum bent á að það sé lang besta ráðið,“ segir Rögnvaldur. Klippa: Almannavarnir hafa fengið fjölda tilkynninga frá áhyggjufullum borgurum Borgarar hafa mismunandi skoðanir á því hvernig gengur að virða tveggja metra regluna. „Það er eiginlega ástæðan fyrir því að Covid er komið aftur. Af því fólk hefur ekki verið að virða þetta,“ sagði neminn Karítas Kristín Andrésdóttir þegar hún var spurð hvernig Íslendingum gengur að fylgja tveggja metra reglunni. Karítas var með grímu fyrir vit og var spurð hvort hún teldi að fleiri ættu að gera slíkt hið sama? „Mér finnst að það ætti að setja reglu um að allir séu með grímur,“ sagði Karítas. Ljóðskáldið Valdimar Tómasson var á ferð í Kringlunni í dag. Spurður hvað honum finnst um þær sóttvarnaaðgerðir sem eru við lýði í dag svaraði hann: „Ég hef enga skoðun á þessu. Ég læt bara pestapólögregluna um þetta og þá sem betur vita.“ Spurður hvernig Íslendingum gengur að fylgja eftir tveggja metra reglunni svaraði hann: „Menn eru eitthvað að reyna það og setja sig grímur. En Íslendingar hlýða engum reglum. Það þýðir ekkert að temja þá frekar en sauði í réttum.“ Hægt er að sjá frekari viðbrögð borgara við tveggja metra reglunni hér fyrir neðan: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira
Almannavarnir hafa fengið fjölda tilkynninga frá áhyggjufullum borgurum sem kvarta undan samferðafólki sem fer ekki eftir tveggja metra reglunni. Svo virðist sem fólk hafi gleymt sér um stund en sé að gera sér grein fyrir alvörunni nú þegar smituðum fjölgar. Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra skal tryggja að á samkomum, öllum vinnustöðum og annarri starfsemi sé hægt að hafa að minnsta kosti 2 metra á milli einstaklinga. Tilkynningum til almannavarna um að þetta sé ekki virt hefur fjölgað mikið síðustu daga. „Það er verið að tilkynna um að það séu of margir inni á einhverjum stöðum. Að fólki sé ókleift að halda tvo metrana,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.“ Þessum tilkynningum er fylgt eftir. Rögnvaldur segir að farsælast sé fyrir fólk að kjósa með fótunum í slíkum aðstæðum. „Ef fólki líst ekki á aðstæðurnar sem því er boðið upp á þá á það bara að fara. Við höfum bent á að það sé lang besta ráðið,“ segir Rögnvaldur. Klippa: Almannavarnir hafa fengið fjölda tilkynninga frá áhyggjufullum borgurum Borgarar hafa mismunandi skoðanir á því hvernig gengur að virða tveggja metra regluna. „Það er eiginlega ástæðan fyrir því að Covid er komið aftur. Af því fólk hefur ekki verið að virða þetta,“ sagði neminn Karítas Kristín Andrésdóttir þegar hún var spurð hvernig Íslendingum gengur að fylgja tveggja metra reglunni. Karítas var með grímu fyrir vit og var spurð hvort hún teldi að fleiri ættu að gera slíkt hið sama? „Mér finnst að það ætti að setja reglu um að allir séu með grímur,“ sagði Karítas. Ljóðskáldið Valdimar Tómasson var á ferð í Kringlunni í dag. Spurður hvað honum finnst um þær sóttvarnaaðgerðir sem eru við lýði í dag svaraði hann: „Ég hef enga skoðun á þessu. Ég læt bara pestapólögregluna um þetta og þá sem betur vita.“ Spurður hvernig Íslendingum gengur að fylgja eftir tveggja metra reglunni svaraði hann: „Menn eru eitthvað að reyna það og setja sig grímur. En Íslendingar hlýða engum reglum. Það þýðir ekkert að temja þá frekar en sauði í réttum.“ Hægt er að sjá frekari viðbrögð borgara við tveggja metra reglunni hér fyrir neðan:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira