Þórólfur hefði viljað draga úr aðgengi ferðamanna að landinu hefði Íslensk erfðagreining ekki komið til hjálpar Birgir Olgeirsson skrifar 6. ágúst 2020 18:40 Íslensk erfðagreining ætlar að aðstoða Landspítalann við skimanir vegna mikils álags. Sóttvarnalæknir hefði lagt til að dregið yrði úr aðgengi ferðamanna að Íslandi hefði fyrirtækið ekki hlaupið undir bagga. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir stöðu faraldursins ógnvekjandi. Sóttvarnalæknir hefur skilað minnisblaði til heilbrigðisráðherra þar sem hann leggur til að farþegar verði skimaðir áfram á Landamærunum. Afkastageta veirufræðideildar Landspítalans er í hámarki. Íslensk erfðagreining mun taka hluta sýnanna og létta á deildinni þar til afkastagetan eykst í október. „Það þýðir að það verður hægt að anna þeim fjölda ferðamanna sem er að koma til landsins ef það verður ekki veruleg aukning,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ef Íslensk erfðagreining hefði ekki stigið inni hefðu aðeins tvær leiðir verið í stöðunni. „Þá hefði annað hvort þurft að minnka aðgengi að Íslandi eða auka skimunargetuna á landamærunum,“ segir Þórólfur. Hefði Íslensk erfðagreining ekki hlaupið undir bagga hefði þá þurft að stiga einhver skref til baka varðandi skimanir á landamærunum? „Ég veit það ekki, mínar tillögur hefðu hljóðað þannig en síðan er það ráðamanna að ákveða hvað verður gert,“ segir Þórólfur. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir fyrirtækið ætla að létta undir eins og hægt er. Fyrirtækið geti unnið úr 5.000 sýnum á dag en meta þurfi þörfina. „Síðan er það hitt, hvernig mun þessi faraldur þróast núna. Því mér finnst þetta persónulega svolítið ógnvekjandi. Við erum komin með 28 einstaklinga sem ekki hafa verið tengdir saman sem hafa smitast af veirunni með sama stökkbreytingamynstrið,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Þessar hópsýkingar gætu þróast í meiriháttar faraldur eða horfið að mati Kára. Sú þróun muni ráða þörfinni. Kári býst ekki við að fyrirtækið þurfi að aðstoða Landspítalann lengi. „Við getum lánað aðstöðu og tæki og svolítinn mannskap en þetta kemur til með að verða áfram verkefni Landspítalans.“ Fjórir greindust með veiruna innanlands í gær. 97 eru nú í einangrun og 795 í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Þungt yfir Austfirðingum í dag Innlent Fleiri fréttir Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sjá meira
Íslensk erfðagreining ætlar að aðstoða Landspítalann við skimanir vegna mikils álags. Sóttvarnalæknir hefði lagt til að dregið yrði úr aðgengi ferðamanna að Íslandi hefði fyrirtækið ekki hlaupið undir bagga. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir stöðu faraldursins ógnvekjandi. Sóttvarnalæknir hefur skilað minnisblaði til heilbrigðisráðherra þar sem hann leggur til að farþegar verði skimaðir áfram á Landamærunum. Afkastageta veirufræðideildar Landspítalans er í hámarki. Íslensk erfðagreining mun taka hluta sýnanna og létta á deildinni þar til afkastagetan eykst í október. „Það þýðir að það verður hægt að anna þeim fjölda ferðamanna sem er að koma til landsins ef það verður ekki veruleg aukning,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ef Íslensk erfðagreining hefði ekki stigið inni hefðu aðeins tvær leiðir verið í stöðunni. „Þá hefði annað hvort þurft að minnka aðgengi að Íslandi eða auka skimunargetuna á landamærunum,“ segir Þórólfur. Hefði Íslensk erfðagreining ekki hlaupið undir bagga hefði þá þurft að stiga einhver skref til baka varðandi skimanir á landamærunum? „Ég veit það ekki, mínar tillögur hefðu hljóðað þannig en síðan er það ráðamanna að ákveða hvað verður gert,“ segir Þórólfur. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir fyrirtækið ætla að létta undir eins og hægt er. Fyrirtækið geti unnið úr 5.000 sýnum á dag en meta þurfi þörfina. „Síðan er það hitt, hvernig mun þessi faraldur þróast núna. Því mér finnst þetta persónulega svolítið ógnvekjandi. Við erum komin með 28 einstaklinga sem ekki hafa verið tengdir saman sem hafa smitast af veirunni með sama stökkbreytingamynstrið,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Þessar hópsýkingar gætu þróast í meiriháttar faraldur eða horfið að mati Kára. Sú þróun muni ráða þörfinni. Kári býst ekki við að fyrirtækið þurfi að aðstoða Landspítalann lengi. „Við getum lánað aðstöðu og tæki og svolítinn mannskap en þetta kemur til með að verða áfram verkefni Landspítalans.“ Fjórir greindust með veiruna innanlands í gær. 97 eru nú í einangrun og 795 í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Þungt yfir Austfirðingum í dag Innlent Fleiri fréttir Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sjá meira