Grafningsvegur verður kláraður með sem minnstum tilkostnaði Kristján Már Unnarsson skrifar 5. ágúst 2020 22:45 Frá Grafningsvegi neðri. Þar er í sumar unnið að því að lengja malbikið milli Hlíðarár vestan Bíldsfells og Úlfljótsvatns. Stöð 2/Einar Árnason. „Það væri vissulega skynsamlegt að klára þessa 1.200 metra sem eftir eru og unnið í því að koma því á áætlun. Það eru hinsvegar víða þarfirnar og mikill þrýstingur víða um að fá bundið slitlag á vegi. Nægir að nefna vegi í Rangárþingi ytra og eystra og miklu víðar,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í tilefni undirskriftasöfnunar þar sem skorað er á Vegagerðina að klára Grafningsveg en skilja ekki eftir einn stuttan kafla vestan Írafossvirkjunar. G. Pétur segir þær skýringar ekki réttar, sem höfundur undirskriftalistans, Jakob Guðnason, staðarhaldari skáta á Úlfljótsvatni, sagðist hafa heyrt, að Landsvirkjun ætti þennan stutta kafla, né að kröpp beygja næst brúnni við virkjunina kæmi í veg fyrir endurbætur. Sjá hér: Skorað á Vegagerðina að klára síðasta kafla Grafningsvegar G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.VÍSIR/SKJÁSKOT „Við höfum einfaldlega verið að vinna Grafningsveginn í áföngum. Það var byrjað á að taka kaflann um Úlfljótsvatn til að losa skátana við mesta rykið á sumrin. Svo kom nokkurt hlé en síðan hefur verið unnið við kaflann frá Úlfljótsvatni að Nesjavöllum og er hann að klárast nú í sumar. Það hefur verið mestur áhugi hjá heimamönnum að klára þann kafla,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hér má sjá hvernig Grafningsvegur liggur í brekku og kröppum beygjum að brúnni við Írafossvirkjun. Fjær sést Ljósafossvirkjun.Stöð 2/Einar Árnason. Varðandi það hvort veglínu verði breytt í brekkunni næst brúnni við Írafoss segir G. Pétur að til sé gömul hönnun frá því fyrir hrun fyrir þennan kafla sem geri ráð fyrir miklum skeringum og dýrri vegagerð. „Það liggur fyrir að ekki verður unnið eftir henni þegar að þessum kafla kemur heldur unnið eftir hugmyndafræði um að koma bundnu slitlagi á tengivegi með sem minnstum tilkostnaði sem þýðir að litið verður hróflað við plan og hæðarlegu en frekar sett upp merki með leiðbeinandi hraða auk þess sem öryggissvæði verður lagfært,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í fyrrasumar um lagningu bundins slitlags á Grafningsveg: Samgöngur Umferðaröryggi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
„Það væri vissulega skynsamlegt að klára þessa 1.200 metra sem eftir eru og unnið í því að koma því á áætlun. Það eru hinsvegar víða þarfirnar og mikill þrýstingur víða um að fá bundið slitlag á vegi. Nægir að nefna vegi í Rangárþingi ytra og eystra og miklu víðar,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í tilefni undirskriftasöfnunar þar sem skorað er á Vegagerðina að klára Grafningsveg en skilja ekki eftir einn stuttan kafla vestan Írafossvirkjunar. G. Pétur segir þær skýringar ekki réttar, sem höfundur undirskriftalistans, Jakob Guðnason, staðarhaldari skáta á Úlfljótsvatni, sagðist hafa heyrt, að Landsvirkjun ætti þennan stutta kafla, né að kröpp beygja næst brúnni við virkjunina kæmi í veg fyrir endurbætur. Sjá hér: Skorað á Vegagerðina að klára síðasta kafla Grafningsvegar G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.VÍSIR/SKJÁSKOT „Við höfum einfaldlega verið að vinna Grafningsveginn í áföngum. Það var byrjað á að taka kaflann um Úlfljótsvatn til að losa skátana við mesta rykið á sumrin. Svo kom nokkurt hlé en síðan hefur verið unnið við kaflann frá Úlfljótsvatni að Nesjavöllum og er hann að klárast nú í sumar. Það hefur verið mestur áhugi hjá heimamönnum að klára þann kafla,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hér má sjá hvernig Grafningsvegur liggur í brekku og kröppum beygjum að brúnni við Írafossvirkjun. Fjær sést Ljósafossvirkjun.Stöð 2/Einar Árnason. Varðandi það hvort veglínu verði breytt í brekkunni næst brúnni við Írafoss segir G. Pétur að til sé gömul hönnun frá því fyrir hrun fyrir þennan kafla sem geri ráð fyrir miklum skeringum og dýrri vegagerð. „Það liggur fyrir að ekki verður unnið eftir henni þegar að þessum kafla kemur heldur unnið eftir hugmyndafræði um að koma bundnu slitlagi á tengivegi með sem minnstum tilkostnaði sem þýðir að litið verður hróflað við plan og hæðarlegu en frekar sett upp merki með leiðbeinandi hraða auk þess sem öryggissvæði verður lagfært,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í fyrrasumar um lagningu bundins slitlags á Grafningsveg:
Samgöngur Umferðaröryggi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira