Guardiola vill fjóra nýja leikmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. ágúst 2020 23:00 „Ég vill svona mikið af nýjum leikmönnum,“ gæti Pep verið að segja hér. Matt McNulty/Getty Images Svo virðist sem Pep Guardiola – þjálfari enska knattspyrnufélagsins Manchester City – sé ekki parsáttur með leikmannahóp sinn. Félagið hefur nú þegar fest kaup á þeim Ferran Torres og Nathan Aké en Guardiola er hvergi nærri hættur á leikmannamarkaðnum. Vill hann vill fjóra nýja leikmenn til viðbótar samkvæmt Sky Sports. Eftir að Evrópubanni City var aflétt er ljóst að Pep vill að félagið opni fjárhirslur sínar svo hægt sé að spreða í nýja – og betri – leikmenn. Sá spænski hefur aldrei verið hræddur við að fjárfesta í nýjum mönnum og hann ætlar sér að gera allt sem í sínu valdi stendur til að ná Englandsmeistaratitlinum úr hrömmum Liverpool-manna. Kaup City á hollenska varnarmanninum Nathan Aké frá Bournemouth voru staðfest fyrr í kvöld. Hann var einn fárra leikmanna Bournemouth sem komst frá nýafstöðnu tímabili með orðspor sitt enn í lagi. Þá er City einnig á eftir Kalidou Koulibaly, varnarmanni Napoli, en sá er eftirsóttur af flestum stærstu liðum Evrópu. Dagar John Stones og Nicolas Otamendi eru svo gott sem taldir hjá City svo mögulega fjárfestir félagið í enn fleiri varnarmönnum. Þessir tveir eru þó á toppi listans. Þó svo að félagið hafi skorað yfir 100 mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur þá vill Pep samt sem áður bæta sóknarleik liðsins. Torres er nú þegar kominn frá Valencia en Lautaro Martinez er á toppi listans yfir þá framherja sem Pep vill til félagsins. Martinez, sem spilar fyrir Inter Milan, hefur verið ítrekað orðaður við spænska stórliðið Barcelona undanfarna mánuði en Börsungar virðast ekki hafa efni á leikmanninum. City mun því eflaust gera það sem þeir geta til að stela honum undan nefinu á Börsungum. Þá er Joao Felix, ungstirnið í herbúðum Atletico Madrid, einnig á lista Pep. Það er ljóst að þessir leikmenn munu kosta sitt en það er ekki vandamál þegar kemur að leikmannakaupum hjá City. Hvað þá ef liðinu tekst að losa nokkra vel valda leikmenn af launaskrá félagsins. Pep vill að City verði búið að klófesta leikmennina fyrir 12. september en félagaskiptaglugginn lokar þó ekki fyrr en í byrjun október. City mætir Real Madrid í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á föstudaginn kemur, þann 7. ágúst. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira
Svo virðist sem Pep Guardiola – þjálfari enska knattspyrnufélagsins Manchester City – sé ekki parsáttur með leikmannahóp sinn. Félagið hefur nú þegar fest kaup á þeim Ferran Torres og Nathan Aké en Guardiola er hvergi nærri hættur á leikmannamarkaðnum. Vill hann vill fjóra nýja leikmenn til viðbótar samkvæmt Sky Sports. Eftir að Evrópubanni City var aflétt er ljóst að Pep vill að félagið opni fjárhirslur sínar svo hægt sé að spreða í nýja – og betri – leikmenn. Sá spænski hefur aldrei verið hræddur við að fjárfesta í nýjum mönnum og hann ætlar sér að gera allt sem í sínu valdi stendur til að ná Englandsmeistaratitlinum úr hrömmum Liverpool-manna. Kaup City á hollenska varnarmanninum Nathan Aké frá Bournemouth voru staðfest fyrr í kvöld. Hann var einn fárra leikmanna Bournemouth sem komst frá nýafstöðnu tímabili með orðspor sitt enn í lagi. Þá er City einnig á eftir Kalidou Koulibaly, varnarmanni Napoli, en sá er eftirsóttur af flestum stærstu liðum Evrópu. Dagar John Stones og Nicolas Otamendi eru svo gott sem taldir hjá City svo mögulega fjárfestir félagið í enn fleiri varnarmönnum. Þessir tveir eru þó á toppi listans. Þó svo að félagið hafi skorað yfir 100 mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur þá vill Pep samt sem áður bæta sóknarleik liðsins. Torres er nú þegar kominn frá Valencia en Lautaro Martinez er á toppi listans yfir þá framherja sem Pep vill til félagsins. Martinez, sem spilar fyrir Inter Milan, hefur verið ítrekað orðaður við spænska stórliðið Barcelona undanfarna mánuði en Börsungar virðast ekki hafa efni á leikmanninum. City mun því eflaust gera það sem þeir geta til að stela honum undan nefinu á Börsungum. Þá er Joao Felix, ungstirnið í herbúðum Atletico Madrid, einnig á lista Pep. Það er ljóst að þessir leikmenn munu kosta sitt en það er ekki vandamál þegar kemur að leikmannakaupum hjá City. Hvað þá ef liðinu tekst að losa nokkra vel valda leikmenn af launaskrá félagsins. Pep vill að City verði búið að klófesta leikmennina fyrir 12. september en félagaskiptaglugginn lokar þó ekki fyrr en í byrjun október. City mætir Real Madrid í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á föstudaginn kemur, þann 7. ágúst. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira