Smitaðir í öllum fjórðungum en útbreitt smit ólíklegt Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. ágúst 2020 14:55 Upplýsingafundur almannavarna í dag hófst með lófataki en Björn Ingi Hrafnsson, einn viðstaddra, á afmæli í dag. Almannavarnir Kórónuveirusmitaða má nú finna í öllum landsfjórðungum. Fram til þessa hafði Austurland verið smitfrítt en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að það hafi breyst á liðnum sólarhring. Aðspurður sagðist hann þó ekki hafa á takteinum hversu mörg hafi þurft að fara í sóttkví vegna þess smitaða á Austurlandi. Níu greindust með veiruna síðastliðinn sólarhring og var einn í sóttkví. Því er 91 sjúklingur í einangrun þessa stundina. Aftur á móti er búið að útskrifa þann eina smitaða sem dvalið hefur á Landspítalanum síðustu daga. Már Kristjánsson yfirlæknir sagði í samtali við fréttastofu í hádeginu að þó sé grunur um að tveir inniliggjandi á spítalanum kunni að vera smitaðir. Þórólfur sagði að smit þeirra sem greindust síðasta sólarhring bæru með sér að þau tilheyrðu annarri hópsýkingunni sem greinst hefur hér á landi. Um 750 eru nú í sóttkví, langflest á höfuðborgarsvæðinu. Líklega ekki útbreitt smit Um 111 þúsund farþegar hafa komið til landsins frá 15. júní og sýni verið tekið úr um 71 þúsund einstaklingum. 27 hafa greinst með virkt smit og rúmlega hundrað með gömul smit. Íslensk erfðagreining hefur skimað rúmlega 4000 og af þeim reyndust þrír smitaðir. Því virðist, að mati Þórólfs, að ekki sé um mjög útbreitt smit í samfélaginu að ræða. Þórólfur segist telja að næstu dagar og næsta vika sýni betur hvort þær aðgerðir sem gripið hefur verið til muni skila árangri. Hann telur ekki tímabært að herða aðgerðir, þó einhver kalli því. Þau séu þó í startholunum með tillögur um að herða aðgerðir - eða slaka á þeim, ef svo ber undir. Lykilatriði sé að allir leggi sig fram við að fara eftir þeim leiðbeiningum sem í gildi eru. Þá séu líka breytingar til skoðunar hjá stjórnvöldum er lúta að skimun við landamærin, einkum í ljósi þess að nú sé unnið við hámarksgetu við landamærin. Ekkert sé þó ákveðið enn að sögn Þórólfs og margt til skoðunar. Hann segist þó gera ráð fyrir að senda stjórnvöldum tillögur sínar í þessum efnum í dag eða á morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingar verði að læra að lifa með veirunni „Fólk verður að átta sig á því að líklegast er ár í bóluefni fyrir almenning,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni. Bryndís sagði einnig að hræðsluáróður væri ekki besta leiðin til lengdar og að fólk þyrfti að læra að lifa með kórónuveirunni. 5. ágúst 2020 11:30 Níu innanlandssmit bætast við Einn greindist með veiruna við landamærin en sá er með mótefni. 5. ágúst 2020 11:12 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Kórónuveirusmitaða má nú finna í öllum landsfjórðungum. Fram til þessa hafði Austurland verið smitfrítt en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að það hafi breyst á liðnum sólarhring. Aðspurður sagðist hann þó ekki hafa á takteinum hversu mörg hafi þurft að fara í sóttkví vegna þess smitaða á Austurlandi. Níu greindust með veiruna síðastliðinn sólarhring og var einn í sóttkví. Því er 91 sjúklingur í einangrun þessa stundina. Aftur á móti er búið að útskrifa þann eina smitaða sem dvalið hefur á Landspítalanum síðustu daga. Már Kristjánsson yfirlæknir sagði í samtali við fréttastofu í hádeginu að þó sé grunur um að tveir inniliggjandi á spítalanum kunni að vera smitaðir. Þórólfur sagði að smit þeirra sem greindust síðasta sólarhring bæru með sér að þau tilheyrðu annarri hópsýkingunni sem greinst hefur hér á landi. Um 750 eru nú í sóttkví, langflest á höfuðborgarsvæðinu. Líklega ekki útbreitt smit Um 111 þúsund farþegar hafa komið til landsins frá 15. júní og sýni verið tekið úr um 71 þúsund einstaklingum. 27 hafa greinst með virkt smit og rúmlega hundrað með gömul smit. Íslensk erfðagreining hefur skimað rúmlega 4000 og af þeim reyndust þrír smitaðir. Því virðist, að mati Þórólfs, að ekki sé um mjög útbreitt smit í samfélaginu að ræða. Þórólfur segist telja að næstu dagar og næsta vika sýni betur hvort þær aðgerðir sem gripið hefur verið til muni skila árangri. Hann telur ekki tímabært að herða aðgerðir, þó einhver kalli því. Þau séu þó í startholunum með tillögur um að herða aðgerðir - eða slaka á þeim, ef svo ber undir. Lykilatriði sé að allir leggi sig fram við að fara eftir þeim leiðbeiningum sem í gildi eru. Þá séu líka breytingar til skoðunar hjá stjórnvöldum er lúta að skimun við landamærin, einkum í ljósi þess að nú sé unnið við hámarksgetu við landamærin. Ekkert sé þó ákveðið enn að sögn Þórólfs og margt til skoðunar. Hann segist þó gera ráð fyrir að senda stjórnvöldum tillögur sínar í þessum efnum í dag eða á morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingar verði að læra að lifa með veirunni „Fólk verður að átta sig á því að líklegast er ár í bóluefni fyrir almenning,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni. Bryndís sagði einnig að hræðsluáróður væri ekki besta leiðin til lengdar og að fólk þyrfti að læra að lifa með kórónuveirunni. 5. ágúst 2020 11:30 Níu innanlandssmit bætast við Einn greindist með veiruna við landamærin en sá er með mótefni. 5. ágúst 2020 11:12 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Íslendingar verði að læra að lifa með veirunni „Fólk verður að átta sig á því að líklegast er ár í bóluefni fyrir almenning,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni. Bryndís sagði einnig að hræðsluáróður væri ekki besta leiðin til lengdar og að fólk þyrfti að læra að lifa með kórónuveirunni. 5. ágúst 2020 11:30
Níu innanlandssmit bætast við Einn greindist með veiruna við landamærin en sá er með mótefni. 5. ágúst 2020 11:12