Öðru norsku skemmtiferðaskipi bannað að hleypa farþegum frá borði Andri Eysteinsson skrifar 5. ágúst 2020 12:36 Sea Dream 1 við höfn í Bodø AP/Sondre Skjelvik Farþegum hefur verið gert að halda sig um borð í norska skemmtiferðaskipinu SeaDream 1 eftir ferðamaður sem hafði verið um borð í skipinu greindist smitaður af kórónuveirunni við komuna heim til Danmerkur. Sá smitaði hafði farið frá borði í norður-norska bænum Tromsø og hélt þaðan til heimalandsins. Við komuna var honum gert að fara í sýnatöku þar sem hann greindist smitaður. Í ljósi þeirra upplýsinga var tekin ákvörðun um að SeaDream 1 skuli liggja við bryggju í Bodø og engum skuli hleypt frá borði. Allir áhafnarmeðlimir skipsins, 85 talsins, verða sendir í sýnatöku og segir Ida Pinnerød, borgarstjóri Bodø í samtali við NRK að til skoðunar sé hvort að farþegarnir 123 verði einnig sendir í skimun. Ný ferð skipsins milli Tromsø og Bodø hófst 2. Ágúst síðastliðinn og hafði hinn smitaði því ekki verið á meðal farþega í þessari ferð sem um ræðir. Farþegar í fyrri ferð skipsins hafa verið skipaðir í tíu daga sóttkví. „Við vonum svo sannarlega að enginn um borð sé smitaður af COVID-19. Við höfum ekki vitneskju um fleiri smit á meðal farþega eða áhafnarmeðlima og enginn sýnir einkenni,“ segir rekstraraðili skemmtiferðaskipsins í yfirlýsingu. Þá hafa 44 greinst smitaðir af veirunni um borð í skemmtiferðaskipinu MS Roald Amundsen sem liggur við bryggju í Tromsø. Níu farþegar, allir búsettir í Noregi, og 35 áhafnarmeðlimir hafa fengið staðfestingu á smiti. Ekki liggur fyrir hvernig smit barst í skipin tvö en eftir smitin í Roald Amundsen tók rekstraraðili þess ákvörðun um að hætta öllum siglingum í tvær vikur. Þá ákváðu norsk stjórnvöld að loka skuli höfnum landsins fyrir skemmtiferðaskipum yfir sama tímabil. Ekki liggur fyrir hvers vegna Sea Dream 1 fékk leyfi til þess að leggja að í Bodø. Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Brenndu rangt lík Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Farþegum hefur verið gert að halda sig um borð í norska skemmtiferðaskipinu SeaDream 1 eftir ferðamaður sem hafði verið um borð í skipinu greindist smitaður af kórónuveirunni við komuna heim til Danmerkur. Sá smitaði hafði farið frá borði í norður-norska bænum Tromsø og hélt þaðan til heimalandsins. Við komuna var honum gert að fara í sýnatöku þar sem hann greindist smitaður. Í ljósi þeirra upplýsinga var tekin ákvörðun um að SeaDream 1 skuli liggja við bryggju í Bodø og engum skuli hleypt frá borði. Allir áhafnarmeðlimir skipsins, 85 talsins, verða sendir í sýnatöku og segir Ida Pinnerød, borgarstjóri Bodø í samtali við NRK að til skoðunar sé hvort að farþegarnir 123 verði einnig sendir í skimun. Ný ferð skipsins milli Tromsø og Bodø hófst 2. Ágúst síðastliðinn og hafði hinn smitaði því ekki verið á meðal farþega í þessari ferð sem um ræðir. Farþegar í fyrri ferð skipsins hafa verið skipaðir í tíu daga sóttkví. „Við vonum svo sannarlega að enginn um borð sé smitaður af COVID-19. Við höfum ekki vitneskju um fleiri smit á meðal farþega eða áhafnarmeðlima og enginn sýnir einkenni,“ segir rekstraraðili skemmtiferðaskipsins í yfirlýsingu. Þá hafa 44 greinst smitaðir af veirunni um borð í skemmtiferðaskipinu MS Roald Amundsen sem liggur við bryggju í Tromsø. Níu farþegar, allir búsettir í Noregi, og 35 áhafnarmeðlimir hafa fengið staðfestingu á smiti. Ekki liggur fyrir hvernig smit barst í skipin tvö en eftir smitin í Roald Amundsen tók rekstraraðili þess ákvörðun um að hætta öllum siglingum í tvær vikur. Þá ákváðu norsk stjórnvöld að loka skuli höfnum landsins fyrir skemmtiferðaskipum yfir sama tímabil. Ekki liggur fyrir hvers vegna Sea Dream 1 fékk leyfi til þess að leggja að í Bodø.
Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Brenndu rangt lík Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira