„Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. ágúst 2020 12:29 Jón Arnór í Valstreyjunni. vísir/sigurjón Jón Arnór Stefánsson segist hafa verið búinn að ákveða að leggja skóna á hilluna áður en hann ákvað að ganga í raðir Vals. Jón Arnór er uppalinn hjá KR sem er eina íslenska liðið sem hann hefur leikið fyrir, þar til núna. Hjá Val hittir Jón Arnór fyrir sinn gamla þjálfara, Finn Frey Stefánsson, og Pavel Ermolinskij sem hann lék lengi með hjá KR og íslenska landsliðinu. Sá síðarnefndi hjálpaði til við að sannfæra Jón Arnór um að koma í Val. „Þetta var stór ákvörðun, ég viðurkenni það, og það var erfitt að taka hana. Pavel er búinn að vera að pönkast í mér svolítið lengi. Ég var eiginlega búinn að taka ákvörðun um að hætta svo fann ég að ég var ekki alveg tilbúinn til þess,“ sagði Jón Arnór í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Geri þetta á mínum forsendum Jón Arnór segir að hann hafi þurft að skipta um lið og fá nýja áskorun fyrst hann ákvað að halda áfram að spila. „Það eru kynslóðaskipti í KR og leið eins og ég þurfti á breytingu að halda. Það var aðallega það og þess vegna tók ég þessa ákvörðun. Ég er og verð alltaf KR-ingur, átti yndislegan tíma þar og kveð þá með söknuði. En þetta er ákvörðun sem ég tek fyrir sjálfan mig. Ég hefði líklega hætt ef ég hefði ekki skipt um lið,“ sagði Jón Arnór. „Ég er að gera þetta á mínum forsendum, það sem mig langar til og ekki eitthvað sem aðrir ætlast til af mér. Það finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf. Mig langaði að spila eitt ár í viðbót og þá varð þetta að vera svona. Ég er fyrst og fremst ótrúlega spenntur að fá að spila og prófa eitthvað nýtt á Íslandi.“ Ætla að hugsa sem minnst og njóta þess að spila Í Sportinu í kvöld fyrir nokkrum mánuðum lýsti hann því yfir að hann myndi aldrei spila fyrir annað lið á Íslandi en KR. „Já, er svona stutt síðan,“ sagði Jón Arnór. „Ég ætlaði að taka mér tíma yfir sumarið. Ég var á því að hætta ef ég á að vera alveg hreinskilinn. En það er erfitt að vera með þessa tilfinningu alltaf, að vilja spila. Ef ég væri hættur kæmi það aldrei aftur og ég var ekki alveg tilbúinn til þess að segja alveg stopp. Ég ætla að njóta þess að spila og vera ekki alltof upptekinn af því að vera rosalega bestur og vinna allt sem í boði er,“ sagði Jón Arnór. „Ég ætla að hugsa sem minnst og njóta þess að spila með Pavel mínum. Við erum miklir vinir og heyrumst á hverjum degi. Finnur er hérna líka svo ég er alveg með mitt fólk hérna.“ Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Þriðja árið í röð sem KR missir lykilmann til annars íslensks félags Fyrst Brynjar Þór, svo Pavel og nú Jón Arnór. KR-ingar missa nú árlega máttarstólpa til annars félags í Domino´s deildinni. 5. ágúst 2020 13:00 Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson segist hafa verið búinn að ákveða að leggja skóna á hilluna áður en hann ákvað að ganga í raðir Vals. Jón Arnór er uppalinn hjá KR sem er eina íslenska liðið sem hann hefur leikið fyrir, þar til núna. Hjá Val hittir Jón Arnór fyrir sinn gamla þjálfara, Finn Frey Stefánsson, og Pavel Ermolinskij sem hann lék lengi með hjá KR og íslenska landsliðinu. Sá síðarnefndi hjálpaði til við að sannfæra Jón Arnór um að koma í Val. „Þetta var stór ákvörðun, ég viðurkenni það, og það var erfitt að taka hana. Pavel er búinn að vera að pönkast í mér svolítið lengi. Ég var eiginlega búinn að taka ákvörðun um að hætta svo fann ég að ég var ekki alveg tilbúinn til þess,“ sagði Jón Arnór í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Geri þetta á mínum forsendum Jón Arnór segir að hann hafi þurft að skipta um lið og fá nýja áskorun fyrst hann ákvað að halda áfram að spila. „Það eru kynslóðaskipti í KR og leið eins og ég þurfti á breytingu að halda. Það var aðallega það og þess vegna tók ég þessa ákvörðun. Ég er og verð alltaf KR-ingur, átti yndislegan tíma þar og kveð þá með söknuði. En þetta er ákvörðun sem ég tek fyrir sjálfan mig. Ég hefði líklega hætt ef ég hefði ekki skipt um lið,“ sagði Jón Arnór. „Ég er að gera þetta á mínum forsendum, það sem mig langar til og ekki eitthvað sem aðrir ætlast til af mér. Það finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf. Mig langaði að spila eitt ár í viðbót og þá varð þetta að vera svona. Ég er fyrst og fremst ótrúlega spenntur að fá að spila og prófa eitthvað nýtt á Íslandi.“ Ætla að hugsa sem minnst og njóta þess að spila Í Sportinu í kvöld fyrir nokkrum mánuðum lýsti hann því yfir að hann myndi aldrei spila fyrir annað lið á Íslandi en KR. „Já, er svona stutt síðan,“ sagði Jón Arnór. „Ég ætlaði að taka mér tíma yfir sumarið. Ég var á því að hætta ef ég á að vera alveg hreinskilinn. En það er erfitt að vera með þessa tilfinningu alltaf, að vilja spila. Ef ég væri hættur kæmi það aldrei aftur og ég var ekki alveg tilbúinn til þess að segja alveg stopp. Ég ætla að njóta þess að spila og vera ekki alltof upptekinn af því að vera rosalega bestur og vinna allt sem í boði er,“ sagði Jón Arnór. „Ég ætla að hugsa sem minnst og njóta þess að spila með Pavel mínum. Við erum miklir vinir og heyrumst á hverjum degi. Finnur er hérna líka svo ég er alveg með mitt fólk hérna.“
Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Þriðja árið í röð sem KR missir lykilmann til annars íslensks félags Fyrst Brynjar Þór, svo Pavel og nú Jón Arnór. KR-ingar missa nú árlega máttarstólpa til annars félags í Domino´s deildinni. 5. ágúst 2020 13:00 Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Sjá meira
Þriðja árið í röð sem KR missir lykilmann til annars íslensks félags Fyrst Brynjar Þór, svo Pavel og nú Jón Arnór. KR-ingar missa nú árlega máttarstólpa til annars félags í Domino´s deildinni. 5. ágúst 2020 13:00
Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum