Gera þarf ráðstafanir til að takmarka farþegafjölda ef ríkjum verður bætt aftur á hættulista Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. ágúst 2020 12:09 Ríflega tvö þúsund sýni hafa verið tekin á landamærum undanfarna daga. Vísir/Vilhelm Gera þarf ráðstafanir til að takmarka fjölda farþega sem koma til landsins ef ríkjum á hættulista verður fjölgað að mati sóttvarnalæknis. Umfang skimunar á landamærum er nú þegar að nálgast þolmörk hvað varðar afkastagetu. Sem stendur þurfa þeir sem koma til landsins frá Finnlandi, Noregi, Danmörku, Færeyjum, Grænlandi og Þýskalandi, hvorki að fara í skimun né sóttkví. Til skoðunar er hvort einhver þessara ríkja fari aftur á hættulista að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. „Við erum að skoða aukninguna á tilfellum í þessum löndum og sjá hvort að það er tilefni til að setja þau aftur á hættulista. Það er bara ekki búið að taka endanlega ákvörðun um það,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Það flækir málin að stór hluti þeirra sem kemur til landsins kemur frá þessum ríkjum, þar af flestir frá Danmörku og Þýskalandi. „Það mun breyta töluverðu varðandi okkar getu til að taka sýni því að við erum með ákveðna takmörkun á því hér innanlands. En fyrst og fremst erum við náttúrlega bara að hugsa um það að reyna að lágmarka áhættuna af því að veiran komist hingað inn til lands.“ Sem dæmi voru tekin rúmlega tvö þúsund sýni á landamærum í fyrradag en alls komu um 3400 farþegar til landsins þann dag. Gefur því augaleið, að ef þessum ríkjum yrði bætt aftur á hættulista, myndi það auka álag við skimun á landamærum en afkastagetan nú miðast við um og yfir tvö þúsund sýni á dag. Ef til þess kemur þyrfti að gera ráðstafanir til að takmarka fjölda þeirra sem koma til landsins að mati Þórólfs. „Það finnst mér alla veganna og það er ósköp einfalt að ef við höfum takmarkaða getu til sýnatöku og ætlum að miða farþegafjöldann til landsins við það að þá þurfum við að hafa einhver úrræði til að takmarka enn frekar. En þetta er bara allt í skoðun og hvað kemur út úr því er svo sem erfitt að segja á þessari stundu,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Gera þarf ráðstafanir til að takmarka fjölda farþega sem koma til landsins ef ríkjum á hættulista verður fjölgað að mati sóttvarnalæknis. Umfang skimunar á landamærum er nú þegar að nálgast þolmörk hvað varðar afkastagetu. Sem stendur þurfa þeir sem koma til landsins frá Finnlandi, Noregi, Danmörku, Færeyjum, Grænlandi og Þýskalandi, hvorki að fara í skimun né sóttkví. Til skoðunar er hvort einhver þessara ríkja fari aftur á hættulista að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. „Við erum að skoða aukninguna á tilfellum í þessum löndum og sjá hvort að það er tilefni til að setja þau aftur á hættulista. Það er bara ekki búið að taka endanlega ákvörðun um það,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Það flækir málin að stór hluti þeirra sem kemur til landsins kemur frá þessum ríkjum, þar af flestir frá Danmörku og Þýskalandi. „Það mun breyta töluverðu varðandi okkar getu til að taka sýni því að við erum með ákveðna takmörkun á því hér innanlands. En fyrst og fremst erum við náttúrlega bara að hugsa um það að reyna að lágmarka áhættuna af því að veiran komist hingað inn til lands.“ Sem dæmi voru tekin rúmlega tvö þúsund sýni á landamærum í fyrradag en alls komu um 3400 farþegar til landsins þann dag. Gefur því augaleið, að ef þessum ríkjum yrði bætt aftur á hættulista, myndi það auka álag við skimun á landamærum en afkastagetan nú miðast við um og yfir tvö þúsund sýni á dag. Ef til þess kemur þyrfti að gera ráðstafanir til að takmarka fjölda þeirra sem koma til landsins að mati Þórólfs. „Það finnst mér alla veganna og það er ósköp einfalt að ef við höfum takmarkaða getu til sýnatöku og ætlum að miða farþegafjöldann til landsins við það að þá þurfum við að hafa einhver úrræði til að takmarka enn frekar. En þetta er bara allt í skoðun og hvað kemur út úr því er svo sem erfitt að segja á þessari stundu,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira