Microsoft heldur áfram viðræðum um kaup á TikTok Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. ágúst 2020 08:12 Satya Nadella, framkvæmdastjóri Microsoft. EPA/GIAN EHRENZELLER Bandaríski tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að hann muni áfram eiga í viðræðum við kínverska fyrirtækið ByteDance, sem á samskiptamiðilinn TikTok, um kaup þess fyrrnefnda á bandaríska hluta miðilsins. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Framkvæmdastjóri Microsoft, Satya Nadella, ræddi málið við Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær, samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Trump hafði áður talað um möguleikann á því að hann myndi banna TikTok í Bandaríkjunum, og vísaði til áhyggja þess efnis að gögn sem fyrirtækið safnar kæmust í hendur kínverskra stjórnvalda. Þessar fyrirætlanir forsetans voru taldar geta sett kaup Microsoft á hluta miðilsins í hættu. Microsoft segir í yfirlýsingu sinni að það sé vel meðvitað um mikilvægi þess að fjalla um og skoða það sem Trump hefur áhyggjur af. Vandlega verði farið yfir öryggismál er snúa að smáforritinu. Microsoft vonast eftir því að geta lokið viðræðum við ByteDance fyrir miðjan september. Gangi kaupin eftir myndi Microsoft eignast TikTok í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Samfélagsmiðlar Bandaríkin Kína TikTok Tengdar fréttir TikTok svarar Trump: „Við erum ekki á förum“ Vanessa Pappas, framkvæmdastjóri TikTok í Bandaríkjunum, segir fyrirtækið vinna að því að gera samfélagsmiðilinn eins öruggan og mögulegt er. 1. ágúst 2020 16:12 Trump segist ætla að banna Tiktok Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2020 08:27 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að hann muni áfram eiga í viðræðum við kínverska fyrirtækið ByteDance, sem á samskiptamiðilinn TikTok, um kaup þess fyrrnefnda á bandaríska hluta miðilsins. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Framkvæmdastjóri Microsoft, Satya Nadella, ræddi málið við Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær, samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Trump hafði áður talað um möguleikann á því að hann myndi banna TikTok í Bandaríkjunum, og vísaði til áhyggja þess efnis að gögn sem fyrirtækið safnar kæmust í hendur kínverskra stjórnvalda. Þessar fyrirætlanir forsetans voru taldar geta sett kaup Microsoft á hluta miðilsins í hættu. Microsoft segir í yfirlýsingu sinni að það sé vel meðvitað um mikilvægi þess að fjalla um og skoða það sem Trump hefur áhyggjur af. Vandlega verði farið yfir öryggismál er snúa að smáforritinu. Microsoft vonast eftir því að geta lokið viðræðum við ByteDance fyrir miðjan september. Gangi kaupin eftir myndi Microsoft eignast TikTok í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi.
Samfélagsmiðlar Bandaríkin Kína TikTok Tengdar fréttir TikTok svarar Trump: „Við erum ekki á förum“ Vanessa Pappas, framkvæmdastjóri TikTok í Bandaríkjunum, segir fyrirtækið vinna að því að gera samfélagsmiðilinn eins öruggan og mögulegt er. 1. ágúst 2020 16:12 Trump segist ætla að banna Tiktok Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2020 08:27 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
TikTok svarar Trump: „Við erum ekki á förum“ Vanessa Pappas, framkvæmdastjóri TikTok í Bandaríkjunum, segir fyrirtækið vinna að því að gera samfélagsmiðilinn eins öruggan og mögulegt er. 1. ágúst 2020 16:12
Trump segist ætla að banna Tiktok Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2020 08:27