Ekkert bendir til þess að búnaður Huawei sé óöruggur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. ágúst 2020 23:30 Þorleifur Jónasson, forstöðumaður tæknideildar Póst- og fjarskiptastofnunar. Vísir/vilhelm Ekkert bendir til þess að nokkuð ólöglegt eða óöruggt sé við tæknibúnað frá kínverska fyrirtækinu Huawei að sögn forstöðumanns hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Íslensk fjarskiptafyrirtæki vinna að uppbyggingu fimmtu kynslóðar fjarskiptanetsins og tvö þeirra styðjast við búnað frá Huawei. Nova tók fyrsta 5G-sendinn í gagnið fyrr á þessu ári og uppsetning búnaðar er hafin hjá Vodafone. Bæði fyrirtæki nota búnað frá kínverska fyrirtækinu Huawei. Undirbúningur er einnig hafinn hjá Símanum þar sem stefnt er að gangsetningu í haust, en Síminn notast alfarið við búnað frá sænska framleiðandanum Ericsson. Þorleifur Jónsson forstöðumaður hjá Póst- og fjarskiptastofnun segir töluverðan mun vera á 5G og fyrri kynslóðum. „Þetta er algjör bylting. Fyrsta skrefið það er í rauninni bara eins og ég nefndi áðan, það er meira gagnamagn og meiri hraði og það kemur til með að nýtast svona til að byrja með allavega fyrir til dæmis þéttbýlisstaði úti á landi þar sem ekki hefur verið lagður ljósleiðari,“ segir Þorleifur. Bandaríkjastjórn segir Huawei ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna og annarra ríkja.Vísir/Getty Fyrirferðamikil umræða hefur verið uppi um meinta öryggisbrest í 5G-búnað kínverska fyrirtækisins Huawei. Einkum hafa bandarísk stjórnvöld beitt áhrifum sínum til að sá tortryggni í garð kínverska fyrirtækisins og hafa hvatt til sniðgöngu þess. „Við höfum nú verið í sambandi við okkar systurstofnanir í Evrópu og víðar og það hefur hvergi í rauninni sannast neitt á þetta fyrirtæki um neitt ólöglegt eða misjafnt varðandi öruggi þeirra. Þannig að eins og staðan er í dag þá get ég ekki með góðu móti sagt að það sé einhver hætta.“ Engu að síður þurfi alltaf að huga vel að öryggi en samgönguráðherra hefur falið starfshóp að móta reglur um hvernig þess verður gætt. „Möguleikinn er alltaf fyrir hendi og við sjáum það bara núna í fréttum undanfarna viku með hvernig var brotist inn hjá Garmin. Það er alltaf möguleiki, það er aldrei 100% öryggi til. En eins og ég segi, það er okkar hlutverk að sjá til þess að fyllsta öryggis sé gætt og fjarskiptafyrirtækjanna sem að reka búnaðinn, það er á þeirra ábyrgð að sjá til þess að hann sé öruggur.“ Rétt er að taka fram að Vodafone er í eigu Sýnar sem einnig á og rekur fréttastofu Stöðvar 2. Kína Fjarskipti Tækni Huawei Tengdar fréttir Trump segist ætla að banna Tiktok Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2020 08:27 Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. 15. júlí 2020 20:56 Kínverjar gagnrýna Huawei-bann Breta harðlega Ákvörðun breskra stjórnvalda um að banna 5G-tæknibúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei er rakalaus að mati kínversku ríkisstjórnarinnar. Hún hótar að grípa til aðgerða til þess að tryggja „lögmæta hagsmuni“ kínverskra fyrirtækja. 15. júlí 2020 13:55 Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira
Ekkert bendir til þess að nokkuð ólöglegt eða óöruggt sé við tæknibúnað frá kínverska fyrirtækinu Huawei að sögn forstöðumanns hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Íslensk fjarskiptafyrirtæki vinna að uppbyggingu fimmtu kynslóðar fjarskiptanetsins og tvö þeirra styðjast við búnað frá Huawei. Nova tók fyrsta 5G-sendinn í gagnið fyrr á þessu ári og uppsetning búnaðar er hafin hjá Vodafone. Bæði fyrirtæki nota búnað frá kínverska fyrirtækinu Huawei. Undirbúningur er einnig hafinn hjá Símanum þar sem stefnt er að gangsetningu í haust, en Síminn notast alfarið við búnað frá sænska framleiðandanum Ericsson. Þorleifur Jónsson forstöðumaður hjá Póst- og fjarskiptastofnun segir töluverðan mun vera á 5G og fyrri kynslóðum. „Þetta er algjör bylting. Fyrsta skrefið það er í rauninni bara eins og ég nefndi áðan, það er meira gagnamagn og meiri hraði og það kemur til með að nýtast svona til að byrja með allavega fyrir til dæmis þéttbýlisstaði úti á landi þar sem ekki hefur verið lagður ljósleiðari,“ segir Þorleifur. Bandaríkjastjórn segir Huawei ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna og annarra ríkja.Vísir/Getty Fyrirferðamikil umræða hefur verið uppi um meinta öryggisbrest í 5G-búnað kínverska fyrirtækisins Huawei. Einkum hafa bandarísk stjórnvöld beitt áhrifum sínum til að sá tortryggni í garð kínverska fyrirtækisins og hafa hvatt til sniðgöngu þess. „Við höfum nú verið í sambandi við okkar systurstofnanir í Evrópu og víðar og það hefur hvergi í rauninni sannast neitt á þetta fyrirtæki um neitt ólöglegt eða misjafnt varðandi öruggi þeirra. Þannig að eins og staðan er í dag þá get ég ekki með góðu móti sagt að það sé einhver hætta.“ Engu að síður þurfi alltaf að huga vel að öryggi en samgönguráðherra hefur falið starfshóp að móta reglur um hvernig þess verður gætt. „Möguleikinn er alltaf fyrir hendi og við sjáum það bara núna í fréttum undanfarna viku með hvernig var brotist inn hjá Garmin. Það er alltaf möguleiki, það er aldrei 100% öryggi til. En eins og ég segi, það er okkar hlutverk að sjá til þess að fyllsta öryggis sé gætt og fjarskiptafyrirtækjanna sem að reka búnaðinn, það er á þeirra ábyrgð að sjá til þess að hann sé öruggur.“ Rétt er að taka fram að Vodafone er í eigu Sýnar sem einnig á og rekur fréttastofu Stöðvar 2.
Kína Fjarskipti Tækni Huawei Tengdar fréttir Trump segist ætla að banna Tiktok Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2020 08:27 Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. 15. júlí 2020 20:56 Kínverjar gagnrýna Huawei-bann Breta harðlega Ákvörðun breskra stjórnvalda um að banna 5G-tæknibúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei er rakalaus að mati kínversku ríkisstjórnarinnar. Hún hótar að grípa til aðgerða til þess að tryggja „lögmæta hagsmuni“ kínverskra fyrirtækja. 15. júlí 2020 13:55 Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira
Trump segist ætla að banna Tiktok Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2020 08:27
Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. 15. júlí 2020 20:56
Kínverjar gagnrýna Huawei-bann Breta harðlega Ákvörðun breskra stjórnvalda um að banna 5G-tæknibúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei er rakalaus að mati kínversku ríkisstjórnarinnar. Hún hótar að grípa til aðgerða til þess að tryggja „lögmæta hagsmuni“ kínverskra fyrirtækja. 15. júlí 2020 13:55