Skagamenn mættu í hundraðatali í skimun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. ágúst 2020 19:00 Hér má sjá heilbrigðisstarfsmann taka sýni úr Sævari Frey Þráinsyni, bæjarstjóra á Akranesi. Vísir/EInar Skagamenn sem lentu í slembiúrtaki hjá Íslenskri erfðagreiningu mættu í hundraðatali í skimun fyrir kórónuveirunni á Akranesi í dag. Öllum þeim sem greindust með covid-19 í hópsýkingu á Akranesi farnast vel að sögn hjúkrunarfræðings. Sveitarfélagið hefur gert ýmsar ráðstafanir vegna hertra sóttvarnaaðgerða. Íslensk erfðagreining vinnur að skimun fyrir COVID-19 í samvinnu við sóttvarnalækni í þeim tilgangi að kanna útbreiðslu veirunnar. Meðal annars stendur yfir skimun eftir slembiúrtaki á þeim svæðum þar sem upp hafa komið smit undanfarið. Skimun hófst á Akranesi klukkan tíu í morgun og lauk klukkan tvö en áætlað er að um 600 hafi komið í sýnatöku. Margir þeirra sem fréttastofa ræddi við á vettvangi segja það hafa verið sjálfsagt að bregðast við kallinu. „Af því þetta er boð og slembiúrtak þá bjóðum við bara eins mörgum og við ráðum við. En við ákváðum að bæta aðeins við því að við fréttum að það væru fleiri sem vildu komast að,“ segir Kristín Eva Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hjá þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna Íslenskrar erfðagreiningar. „Við erum að taka sirka 26-30 á hverju korteri og við erum svo mörg og vel þjálfað fólk að þetta gengur svo smurt.“ Skimunin fór fram í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Vesturlands en starfsfólk heilsugæslunnar á Akranesi hefur fundið fyrir auknu álagi að undanförnu. „Fólk hefur verið mjög hrætt í bæjarfélaginu en sem betur fer að þá hefur bara gengið mjög vel og það hafa ekki greinst jákvæðir nema þessi hópsýking sem kom. Þeim farnast öllum vel, það er búið að testa þau aftur og þau eru öll saman komin í bara eðlilegt form,“ segir Hulda Gestsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni á Akranesi. Guðlaug lokuð Í ljósi hertra aðgerða sem tóku gildi fyrir helgi hefur sveitarfélagið gripið til ýmissa aðgerða og gert viðeigandi ráðstafanir, líkt og mörg önnur sveitarfélög. Þannig hefur líkamsræktarsal verið lokað og Guðlaugu einnig, vinsælum baðstað við Langasand. „Við treystum okkur ekki til að hafa hana opna í þessari stöðu, að minnsta kosti núna fram yfir helgina. Við ætlum að endurmeta það eftir helgi en líklega þurfum við að hafa hana lokaða áfram,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. „Svo hafa verið fleiri úrræði hérna á hjúkrunarheimilinu og sjúkrahúsið hefur líka lokað sínum dyrum þannig það þarf að hringja á undan sér áður en er komið og þeir sem mæta á svæðið þeir þurfa að hringja dyrabjöllu,“ nefnir Sævar sem dæmi. Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðisstofnun Vesturlands Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Skagamenn sem lentu í slembiúrtaki hjá Íslenskri erfðagreiningu mættu í hundraðatali í skimun fyrir kórónuveirunni á Akranesi í dag. Öllum þeim sem greindust með covid-19 í hópsýkingu á Akranesi farnast vel að sögn hjúkrunarfræðings. Sveitarfélagið hefur gert ýmsar ráðstafanir vegna hertra sóttvarnaaðgerða. Íslensk erfðagreining vinnur að skimun fyrir COVID-19 í samvinnu við sóttvarnalækni í þeim tilgangi að kanna útbreiðslu veirunnar. Meðal annars stendur yfir skimun eftir slembiúrtaki á þeim svæðum þar sem upp hafa komið smit undanfarið. Skimun hófst á Akranesi klukkan tíu í morgun og lauk klukkan tvö en áætlað er að um 600 hafi komið í sýnatöku. Margir þeirra sem fréttastofa ræddi við á vettvangi segja það hafa verið sjálfsagt að bregðast við kallinu. „Af því þetta er boð og slembiúrtak þá bjóðum við bara eins mörgum og við ráðum við. En við ákváðum að bæta aðeins við því að við fréttum að það væru fleiri sem vildu komast að,“ segir Kristín Eva Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hjá þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna Íslenskrar erfðagreiningar. „Við erum að taka sirka 26-30 á hverju korteri og við erum svo mörg og vel þjálfað fólk að þetta gengur svo smurt.“ Skimunin fór fram í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Vesturlands en starfsfólk heilsugæslunnar á Akranesi hefur fundið fyrir auknu álagi að undanförnu. „Fólk hefur verið mjög hrætt í bæjarfélaginu en sem betur fer að þá hefur bara gengið mjög vel og það hafa ekki greinst jákvæðir nema þessi hópsýking sem kom. Þeim farnast öllum vel, það er búið að testa þau aftur og þau eru öll saman komin í bara eðlilegt form,“ segir Hulda Gestsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni á Akranesi. Guðlaug lokuð Í ljósi hertra aðgerða sem tóku gildi fyrir helgi hefur sveitarfélagið gripið til ýmissa aðgerða og gert viðeigandi ráðstafanir, líkt og mörg önnur sveitarfélög. Þannig hefur líkamsræktarsal verið lokað og Guðlaugu einnig, vinsælum baðstað við Langasand. „Við treystum okkur ekki til að hafa hana opna í þessari stöðu, að minnsta kosti núna fram yfir helgina. Við ætlum að endurmeta það eftir helgi en líklega þurfum við að hafa hana lokaða áfram,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. „Svo hafa verið fleiri úrræði hérna á hjúkrunarheimilinu og sjúkrahúsið hefur líka lokað sínum dyrum þannig það þarf að hringja á undan sér áður en er komið og þeir sem mæta á svæðið þeir þurfa að hringja dyrabjöllu,“ nefnir Sævar sem dæmi.
Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðisstofnun Vesturlands Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira