Immobile jafnaði markamet Higuain og tryggði sér Gullskóinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. ágúst 2020 10:45 Immobile fagnar einu marka sinna á leiktíðinni. EPA-EFE/EMANUELE PENNACCHIO Ciro Immobile – framherji Lazio og ítalska landsliðsins – er markahæsti leikmaður Evrópu á leiktíðinni sem var að ljúka. Er það í fyrsta sinn síðan árið 2008 sem markahæsti leikmaður álfunnar spilar ekki á Spáni. Hinn þrítugi Immobile var frábær í liði Lazio sem lengi vel var í toppbaráttu á Ítalíu. Fór það svo að Juventus vann sinn níunda meistaratitil í röð en Lazio fataðist flugið og endaði í 4. sæti, fimm stigum á eftir Juventus. Lazio tapaði 3-1 fyrir Napoli í lokaumferð deildarinnar sem fram fór í gær. Þar skoraði Immobile sitt 36. mark í deildinni og tryggði sér bæði markakóngstitilinn á Ítalíu sem og hinn eftirsótta Gullskó Evrópu. Einnig jafnaði hann markamet Serie A-deildarinnar en Gonzalo Higuain skoraði einnig 36 mörk tímabilið 2015-2016. The Golden Boot winners across Europe's top five leagues: J. Vardy (@LCFC) - 23 goals L. Messi (@FCBarcelona) - 25 C. Immobile (@OfficialSSLazio) - 36 R. Lewandowski (@FCBayern) - 34 K. Mbappe (@PSG_inside) - 18 pic.twitter.com/ATfXCEH4HJ— WhoScored.com (@WhoScored) August 2, 2020 Gullskórinn fær sá leikmaður sem skorar mest allra í álfunni – það er að segja í sterkustu deildunum. Íslenska deildin hefur til dæmis ekki sama vægi og sú enska eða þýska. Portúgalinn Cristiano Ronaldo var næst markahæsti leikmaður ítölsku deildarinnar í ár með 31 mark en hann hvíldi er Juventus tapaði fyrir Roma í lokaumferð deildarinnar. Titillinn þegar í höfn og hinn 35 ára gamli Ronaldo hefur viljað hvíla sig fyrir komandi átök í Meistaradeild Evrópu. Ronaldo var þriðji markahæsti leikmaður Evrópu en Robert Lewandowski – framherji Bayern Munich og Póllands – var í öðru sæti. Immobile came out of nowhere pic.twitter.com/BeqHwKrLjv— B/R Football (@brfootball) July 30, 2020 Er þetta í fyrsta sinn síðan árið 2008 sem Gullskórinn endar ekki á Spáni. Þá var Cristiano Ronaldo – þáverandi leikmaður Manchester United – markahæsti leikmaður Evrópu. Síðan þá hefur Ronaldo þrisvar unnið Gullskóinn sem leikmaður Real Madrid. Lionel Messi hefur undanfarin þrjú ár verð markahæsti leikmaður álfunnar og árið þar á undan var Luis Suarez, samherji hans hjá Barcelona, markahæstur. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Ciro Immobile – framherji Lazio og ítalska landsliðsins – er markahæsti leikmaður Evrópu á leiktíðinni sem var að ljúka. Er það í fyrsta sinn síðan árið 2008 sem markahæsti leikmaður álfunnar spilar ekki á Spáni. Hinn þrítugi Immobile var frábær í liði Lazio sem lengi vel var í toppbaráttu á Ítalíu. Fór það svo að Juventus vann sinn níunda meistaratitil í röð en Lazio fataðist flugið og endaði í 4. sæti, fimm stigum á eftir Juventus. Lazio tapaði 3-1 fyrir Napoli í lokaumferð deildarinnar sem fram fór í gær. Þar skoraði Immobile sitt 36. mark í deildinni og tryggði sér bæði markakóngstitilinn á Ítalíu sem og hinn eftirsótta Gullskó Evrópu. Einnig jafnaði hann markamet Serie A-deildarinnar en Gonzalo Higuain skoraði einnig 36 mörk tímabilið 2015-2016. The Golden Boot winners across Europe's top five leagues: J. Vardy (@LCFC) - 23 goals L. Messi (@FCBarcelona) - 25 C. Immobile (@OfficialSSLazio) - 36 R. Lewandowski (@FCBayern) - 34 K. Mbappe (@PSG_inside) - 18 pic.twitter.com/ATfXCEH4HJ— WhoScored.com (@WhoScored) August 2, 2020 Gullskórinn fær sá leikmaður sem skorar mest allra í álfunni – það er að segja í sterkustu deildunum. Íslenska deildin hefur til dæmis ekki sama vægi og sú enska eða þýska. Portúgalinn Cristiano Ronaldo var næst markahæsti leikmaður ítölsku deildarinnar í ár með 31 mark en hann hvíldi er Juventus tapaði fyrir Roma í lokaumferð deildarinnar. Titillinn þegar í höfn og hinn 35 ára gamli Ronaldo hefur viljað hvíla sig fyrir komandi átök í Meistaradeild Evrópu. Ronaldo var þriðji markahæsti leikmaður Evrópu en Robert Lewandowski – framherji Bayern Munich og Póllands – var í öðru sæti. Immobile came out of nowhere pic.twitter.com/BeqHwKrLjv— B/R Football (@brfootball) July 30, 2020 Er þetta í fyrsta sinn síðan árið 2008 sem Gullskórinn endar ekki á Spáni. Þá var Cristiano Ronaldo – þáverandi leikmaður Manchester United – markahæsti leikmaður Evrópu. Síðan þá hefur Ronaldo þrisvar unnið Gullskóinn sem leikmaður Real Madrid. Lionel Messi hefur undanfarin þrjú ár verð markahæsti leikmaður álfunnar og árið þar á undan var Luis Suarez, samherji hans hjá Barcelona, markahæstur.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira