Frestun Ólympíuleikana jákvætt fyrir okkar besta sleggjukastara Anton Ingi Leifsson skrifar 1. ágúst 2020 20:00 Hilmar Örn Jónsson á Íslandsmetið í sleggjukasti. vísir Frestun Ólympíuleikana í Tókýó er jákvætt fyrir okkar besta sleggjukastara, Hilmar Örn Jónsson, en hann hafði enn ekki náð lágmarki á leikana. Hilmar Örn var í viðtali í Sportpakka kvöldsins en þar ræddi Hilmar m.a. um markmiðið að komast á leikana sem var frestað um eitt ár. „Ég hafði stefnt að því að ná lágmarki í sumar en það gekk ekki alveg eins og ég hafði vonað,“ sagði Hilmar Örn. „Núna hef ég tækifæri til þess að halda áfram að æfa og vonandi kemur lágmarkið sem fyrst.“ Hilmar hefur lengst kastað 75,26 metra en hann vantar um tvo og hálfan metra til þess að ná lágmarkinu inn á leikana. „Æfingar hafa gengið það vel að ég leyfi mér að vera mjög bjartsýnn. Vonandi get ég haldið áfram að æfa óáreittur í haust og vor og farið út í æfingabúðir. Þá ætti allt að ganga smurt.“ Síðustu fjögur ár hefur hann dvalið og keppt í Bandaríkjunum en hann var í námi við University of Virginia. Hann útskrifaðist þaðan í desember síðastliðnum. „Ég hugsa að ég eigi svona tíu ár eftir og þá mögulega tíu ár í að ég toppi svo ég er þolinmóður og held áfram að gera mitt besta á hverju ári. Svo sjáum við hverju það skilar. Vonandi getur maður verið að keppa um medalíur einhverntímann.“ „Það er mjög erfitt að vera alltaf hérna einn heima. Ég var í Bandaríkjunum á síðasta tímabili og fór svo út og keppti á nokkrum mótum. Ég náði að skreppa í einhverjar vikur og náði nokkrum mótum í Finnlandi.“ „Ég fann það strax að ég var óvanur því að fá keppni svo ég hefði viljað halda áfram að komast á mót þar sem er mikil keppni.“ Klippa: Sportpakkinn - Hilmar Örn Frjálsar íþróttir Sportpakkinn Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ Sjá meira
Frestun Ólympíuleikana í Tókýó er jákvætt fyrir okkar besta sleggjukastara, Hilmar Örn Jónsson, en hann hafði enn ekki náð lágmarki á leikana. Hilmar Örn var í viðtali í Sportpakka kvöldsins en þar ræddi Hilmar m.a. um markmiðið að komast á leikana sem var frestað um eitt ár. „Ég hafði stefnt að því að ná lágmarki í sumar en það gekk ekki alveg eins og ég hafði vonað,“ sagði Hilmar Örn. „Núna hef ég tækifæri til þess að halda áfram að æfa og vonandi kemur lágmarkið sem fyrst.“ Hilmar hefur lengst kastað 75,26 metra en hann vantar um tvo og hálfan metra til þess að ná lágmarkinu inn á leikana. „Æfingar hafa gengið það vel að ég leyfi mér að vera mjög bjartsýnn. Vonandi get ég haldið áfram að æfa óáreittur í haust og vor og farið út í æfingabúðir. Þá ætti allt að ganga smurt.“ Síðustu fjögur ár hefur hann dvalið og keppt í Bandaríkjunum en hann var í námi við University of Virginia. Hann útskrifaðist þaðan í desember síðastliðnum. „Ég hugsa að ég eigi svona tíu ár eftir og þá mögulega tíu ár í að ég toppi svo ég er þolinmóður og held áfram að gera mitt besta á hverju ári. Svo sjáum við hverju það skilar. Vonandi getur maður verið að keppa um medalíur einhverntímann.“ „Það er mjög erfitt að vera alltaf hérna einn heima. Ég var í Bandaríkjunum á síðasta tímabili og fór svo út og keppti á nokkrum mótum. Ég náði að skreppa í einhverjar vikur og náði nokkrum mótum í Finnlandi.“ „Ég fann það strax að ég var óvanur því að fá keppni svo ég hefði viljað halda áfram að komast á mót þar sem er mikil keppni.“ Klippa: Sportpakkinn - Hilmar Örn
Frjálsar íþróttir Sportpakkinn Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum