„Rúgbrauð í fernu frá Sigrúnu Ernu“ hafa slegið í gegn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. ágúst 2020 19:50 Sigrún Erna, rúgbrauðmeistari Reykholts í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Rúgbrauð í fernu frá Sigrúnu Ernu“, eru rúgbrauð, sem slegið hafa í gegn í Reykholti í Biskupstungum í sumar en rúgbrauðin eru bökuð í Reykholtshver og borðuð með þykku lagi af smjöri. Sælkeragöngur í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð í sumar hafa slegið algjörlega í gegn en boðið hefur verið upp á göngurnar á hverjum föstudegi frá 11:00 til 13:00 . Herdís Friðriksdóttir hefur séð um göngurnar og miðlað skemmtilegum fróðleik um svæðið. „Til þess að lokka fólk inn þá þarf að gefa því eitthvað að borða þess vegna fáum við aðeins að smakka, það er svo skemmtilegt,“ segir Herdís. Herdís Friðriksdóttir hefur stýrt göngunum í sumar. Hér er hún með nokkrum þátttakendum að spá í nöfnin á fjöllunum í uppsveitum ÁrnessýsluMagnús Hlynur Hreiðarsson. Þeir sem hafa tekið þátt í göngunum hafa fengið að smakka af heimagerðu konfekti frá veitingastaðnum Mika og grænmeti og berum frá garðyrkjubændum. Þá hafa rúgbrauð, sem bökuðu eru í hvernum í Reykholti vakið mikla lukku hjá göngugestum en það er rúgbrauðsmeistari Reykholts, Sigrún Erna, sem á heiðurinn af bakstrinum en hún bakar brauðin undir merkjunum; „Rúgbrauð í fernu frá Sigrúnu Ernu“. „Galdurinn við gott rúgbrauð er að það sé nógu klístrað þegar þú borðar það þannig að það sitji svolítið vel í munninum á eftir en hráefnið er náttúrulega bara íslensk súrmjólk, púðursykur og hitt er leyndarmál,“ segir Sigrún Erna og hlær. Hún segir frábært að baka brauðið úr hvernum. „Já, þetta er forréttindi að fá að vera hérna og nota þennan pott, þetta er glænýr pottur, sem var gerður fyrir okkur í fyrra og síðan ég flutti í sveitina aftur fyrir sex árum síðan þá byrjaði ég að baka brauð eftir uppskrift frá mömmu, sem hún fékk uppskriftina frá konu hér í sveitinni þannig að þetta er bara sveitarúgbrauð.“ Síðustu sælkeragöngur sumarsins verða farnar næstu tvo föstudaga, 7. og 14. ágúst og hefjast þær klukkan 11:00 við veitingastaðinn Mika í Reykholti. Þeir hundruð gesta sem hafa tekið þátt í sælkeragöngunum í sumar hafa hámað í sig rúgbrauðin frá Sigrúnu Ernu.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Bláskógabyggð Menning Matur Bakarí Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
„Rúgbrauð í fernu frá Sigrúnu Ernu“, eru rúgbrauð, sem slegið hafa í gegn í Reykholti í Biskupstungum í sumar en rúgbrauðin eru bökuð í Reykholtshver og borðuð með þykku lagi af smjöri. Sælkeragöngur í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð í sumar hafa slegið algjörlega í gegn en boðið hefur verið upp á göngurnar á hverjum föstudegi frá 11:00 til 13:00 . Herdís Friðriksdóttir hefur séð um göngurnar og miðlað skemmtilegum fróðleik um svæðið. „Til þess að lokka fólk inn þá þarf að gefa því eitthvað að borða þess vegna fáum við aðeins að smakka, það er svo skemmtilegt,“ segir Herdís. Herdís Friðriksdóttir hefur stýrt göngunum í sumar. Hér er hún með nokkrum þátttakendum að spá í nöfnin á fjöllunum í uppsveitum ÁrnessýsluMagnús Hlynur Hreiðarsson. Þeir sem hafa tekið þátt í göngunum hafa fengið að smakka af heimagerðu konfekti frá veitingastaðnum Mika og grænmeti og berum frá garðyrkjubændum. Þá hafa rúgbrauð, sem bökuðu eru í hvernum í Reykholti vakið mikla lukku hjá göngugestum en það er rúgbrauðsmeistari Reykholts, Sigrún Erna, sem á heiðurinn af bakstrinum en hún bakar brauðin undir merkjunum; „Rúgbrauð í fernu frá Sigrúnu Ernu“. „Galdurinn við gott rúgbrauð er að það sé nógu klístrað þegar þú borðar það þannig að það sitji svolítið vel í munninum á eftir en hráefnið er náttúrulega bara íslensk súrmjólk, púðursykur og hitt er leyndarmál,“ segir Sigrún Erna og hlær. Hún segir frábært að baka brauðið úr hvernum. „Já, þetta er forréttindi að fá að vera hérna og nota þennan pott, þetta er glænýr pottur, sem var gerður fyrir okkur í fyrra og síðan ég flutti í sveitina aftur fyrir sex árum síðan þá byrjaði ég að baka brauð eftir uppskrift frá mömmu, sem hún fékk uppskriftina frá konu hér í sveitinni þannig að þetta er bara sveitarúgbrauð.“ Síðustu sælkeragöngur sumarsins verða farnar næstu tvo föstudaga, 7. og 14. ágúst og hefjast þær klukkan 11:00 við veitingastaðinn Mika í Reykholti. Þeir hundruð gesta sem hafa tekið þátt í sælkeragöngunum í sumar hafa hámað í sig rúgbrauðin frá Sigrúnu Ernu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Bláskógabyggð Menning Matur Bakarí Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira