Öll Íslendingaliðin héldu hreinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. ágúst 2020 16:00 Aron Einar og félagar gerðu markalaust jafntefli í dag. Vísir/Getty Alls hafa þrír Íslendingar verið í eldlínunni með fótboltaliðum sínum í dag. Eru liðin staðsett í Katar, Skotlandi og Noregi. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var á sínum stað er lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í Al-Arabi spiluðu sinn annan leik eftir hina svokölluðu Covid-pásu. Gerði liðið markalaust jafntefli við Al Rayyan í efstu deild í Katar. Raunar hefðu Al-Arabi átt að hirða þrjú stig en vítaspyrna Hamdi Harbaoui í fyrri hálfleik geigaði. Lokatölur því 0-0 og Al-Arabi er í 5. sæti með 25 stig þegar 19 umferðum er lokið. Al Rayyan er sem stendur í öðru sæti deildarinnar. Ísak Snær Þorvaldsson kom inn af varamannabekk St. Mirren er liðið vann 1-0 sigur á Livingston í fyrstu umferð skosku úrvalsdeildarinnar. Ísak Snær er á láni hjá St. Mirren frá Norwich. Ingibjörg Sigurðardóttir var á sínum stað í hjarta varnar Vålerenga er liðið vann þægilegan 3-0 útisigur á Arna-Bjørnar í norsku úrvalsdeildinni. Vålerenga var 1-0 yfir í hálfleik en Njoya Ajara Nchout kom liðinu yfir á 11. mínútu. Hún var svo aftur á ferðinni á þeirri 74. áður en Rikke Marie Madsen gerði endanlega út um leikinn þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. Vålerenga er í 2. sæti deildarinnar sem stendur með 12 stig eftir fimm leiki. Rosenborg getur farið upp í annað sætið vinni það Klepp á morgun. Fótbolti Norski boltinn Katar Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Sjá meira
Alls hafa þrír Íslendingar verið í eldlínunni með fótboltaliðum sínum í dag. Eru liðin staðsett í Katar, Skotlandi og Noregi. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var á sínum stað er lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í Al-Arabi spiluðu sinn annan leik eftir hina svokölluðu Covid-pásu. Gerði liðið markalaust jafntefli við Al Rayyan í efstu deild í Katar. Raunar hefðu Al-Arabi átt að hirða þrjú stig en vítaspyrna Hamdi Harbaoui í fyrri hálfleik geigaði. Lokatölur því 0-0 og Al-Arabi er í 5. sæti með 25 stig þegar 19 umferðum er lokið. Al Rayyan er sem stendur í öðru sæti deildarinnar. Ísak Snær Þorvaldsson kom inn af varamannabekk St. Mirren er liðið vann 1-0 sigur á Livingston í fyrstu umferð skosku úrvalsdeildarinnar. Ísak Snær er á láni hjá St. Mirren frá Norwich. Ingibjörg Sigurðardóttir var á sínum stað í hjarta varnar Vålerenga er liðið vann þægilegan 3-0 útisigur á Arna-Bjørnar í norsku úrvalsdeildinni. Vålerenga var 1-0 yfir í hálfleik en Njoya Ajara Nchout kom liðinu yfir á 11. mínútu. Hún var svo aftur á ferðinni á þeirri 74. áður en Rikke Marie Madsen gerði endanlega út um leikinn þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. Vålerenga er í 2. sæti deildarinnar sem stendur með 12 stig eftir fimm leiki. Rosenborg getur farið upp í annað sætið vinni það Klepp á morgun.
Fótbolti Norski boltinn Katar Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Sjá meira